Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.10.1993, Blaðsíða 59

Íþróttablaðið - 01.10.1993, Blaðsíða 59
Fá körbuboltáhugamenn einhvern tímann að sjá Jordan aftur í þessari stell- ingu — í leik? frá Norður-Karólínu háskólanum. Það er Ijóst að þeir komu ekki að röngu liði til að læra körfubolta því þeirjames Worthy, SedaleThreattog Sam Bowie eiga eftir að kenna þeim sitthvað. 6. Sacramento Kings: Sjaldan hefur Sacramento verið jafn mikið á milli tannanna á fjölmiðlafólki og al- menningi í Sacramento og einmitt núna. í þetta skiptið er umræðan ekki á neikvæðu nótunum eins og svo oft áður heldur eru menn mjög spenntir fyrir liðinu í vetur. Sacramento, sem hefurgengið ígegnum 11 taptímabil í röð (þ.e. undir 50% vinningshlut- falli), bindur miklar vonir við nýlið- ann Bobby Hurley, einn efnilegasta leikstjórnandann sem komið hefur í NBA í mörg ár. Hans verkefni verður að koma boltanum til þeirra Mitch Richmond, Walt Williams og Lionel Simmons sem eiga eftir að skora grimmt. 7. Los Angeles Clippers: Ekkert lið er eins stórt spurningarmerki í upphafi leikárs og L.A. Clippers. Ástæðan er sú að mikil upplausn er innan liðsins og allt virðist stefna í óefni. Þaðerekki nemaeittoghálftár síðan liðið komstífyrstasinn í úrslita- keppnina í 16 ár með ungtog efnilegt lið undirstjórn Larry Brown. Síðan þá eru Brown og þrír lykilleikmenn farn- ir og væntanlega er sá fjórði að fara en það er stórstjarnan Danny Mann- ing. Bob Weiss, nýráðinn þjálfari liðsins, á úr vöndu að ráða því það er ekki aðeins Manning sem er óá- nægður með stjórnun og eiganda liðsins því hinar tvær stjörnur Clipp- ers, þeir Ron Harper og Mark Jack- son, eru ekki ánægðir með framgang mála. Úlitiðer þvídökkt íenglaborg- inni. Lítum á spá ÍÞRÓTTABLAÐSINS fyrir tímabilið: NBA meistari: New York Knicks, Ewing verður í vígahug og lætur ekki tækifærið renna sér úr greipum. Besti leikmaður (MVP): Hak- eem Olajuwon, Houston Rockets. Lék sitt besta tímabil í fyrra og kemur til með að vera endurnærður í vetur. Varnarmaður ársins: Dennis Rodman, San Antonio Spurs. Einn besti varnarmaður allra tíma. Kemur til með að mynda ógnvænlegan vegg með David Robinson í vörn San An- tonio. Framfaraverðlaun: Harold Miner, Miami Heat. Hann á eftir að verða oft í NBA Action þáttunum í vetur enda eru troðslurnar hans engu líkar. Varamaður ársins: Anthony Mason, New York. Þessi hörkunagli hleypir lífi í samherja sína og áhorf- endur með innlifun sinni í leikinn. Þjálfari ársins: George Karl, Seattle Supersonics. Hann hefur náð miklum árangri með liðið og á skilið viðurkenningu fyrir frábært starf. Einnig veitir ÍÞRÓTTABLAÐIÐ: Jurassic Park verðlaunin: Ut- ah Jazz. Þetta lið er fullt af risum, jafnvel á NBA mælikvarða. Superman verðlaunin: Shaqu- ille O'Neal, Orlando Magic. Þessi tvítugi nýliði flaug hraðar en Super- man upp á stjörnuhimininn í fyrra. Óskarsverðlaunin: Doc Ri- vers, New York Knicks. Alræmdur fyrir að plata dómara til að dæma ásetningsvi11ur þegar engin ástæða er til. Gæti orðið atvinnumaður í leikn- um. „Hver deyr flottast?" Belgsöskursverðlaunin: Tim Hardaway, Golden State og Larry Johnson, Charlotte. Hljóðin, sem þessir tveir láta út úr sér í leik, eru eins og öskur dýragarðsdýra. Sigmund Freud verðlaunin: Derrick Coleman, New Jersey Nets. Skapgerð hans er einhver sú furðu- legasta í deildinni, verðugt viðfangs- efni metnaðarfulltra sálfræðinga. og útnefnir: Ofmetnasta leikmann deild- arinnar: Glen Rice, Miami Heat. Einhæf skytta sem hvorki getur keyrt í teiginn né spilað vörn. Vanmetnasta leikmann deildar- innar: Doug West, Minnesota Tim- berwolves. Hann er frábær íþrótta- maður og verðandi stjarna. 59
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.