Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.10.1993, Blaðsíða 15

Íþróttablaðið - 01.10.1993, Blaðsíða 15
Eftirvæntingin leyndi sér ekki á svip Skagamanna áður en leikurinn hófst. Unga kynslóðin lét sig ekki vanta í Hollandi vinnumönnunum í klípu en EF-in í íþróttum eru ætíð mörg og það hefði verið gaman ef Skagamenn hefðu haft eitt slíkt í fórum sínum í leikn- um. Það verður þó að viðurkennast að leikmenn Feyenoord sýndu allar sínar bestu hliðar og var oft hrein unun að horfa á leikni sumra leik- manna liðsins. Þrjú núll sigur þeirra var sanngjarn og Skagamenn geta borið höfuðið hátt eftir glæsilegt keppnistímabil. Það skemmtilega við dagsferð Flugleiða á leik Feyenoord og IA var að það voru ekki einvörðungu gall- harðir Skagamenn sem fylgdu liðinu út heldur fjölmargir eyrnamerktir aðdáendur annarra liða. En vitan- lega voru allir á GULU LÍNUNNI í ferðinni því Skagastrákarnar ætluðu að halda uppi heiðri íslands. Strax í flugvélinni var fyrsti tónn- inn gefinn og var hann aðeins for- smekkurinn af því sem koma skyldi. „Kátir voru karlar," kyrjuðu þeir morgunkátustu sem fengu sér „mjólk" í sterkari kantinum í flug- höfninni. „Skagamenn, Skagamenn skoruðu mörkin," fylgdi í kjölfarið og jók söngurinn á matarlystina. Gulir treflar, gular húfur og gul barmmerki einkenndi stuðnings- mennina sem voru sjálfum sér og Is- landi til sóma í ferðinni. Fyrir leikinn gafst ferðalöngunum kostur á að tölta um í miðborg Rott- erdam og má með sanni segja að þeir hafi sett skemmtilegan svip á mið- bæinn. Þeir máluðu bæinn gulan í jákvæðustu merkingu, brostu ís- landssigurbrosi þegar gallharðir að- dáendur Feyenoord urðu á vegi þeirra og gáfu merki um það með fingrunum að hollenska liðið myndi sigra sex núll. „Við viljum Evrópu- bikarinn heim. Við viljum Evrópu- dolluna heim, Skagamenn," svöruðu þeir syngjandi og flæmskumælandi vegfarendur litu stóreygðir og hissa á þá gulklæddu. Þrátt fyrir að vera í miklum minni- hluta á leikvanginum fengu leik- menn ÍA strax að heyra að þeir voru ekki einir í heiminum. Tæpum klukkutíma fyrir leik tylltu íslending- arnir sér í appelsínugul sæti á besta stað á vellinum og hófu upp raust sína. Þegar leikmenn ÍA hlupu síðan inn á leikvanginn fór ekki á milli mála hvar stoltir íslendingar sátu. Þrátt fyrir mikinn mótbyr í leiknum sýndu Skagamennirnir í stúkunni það að þeir eru einir dyggustu stuðn- ingsmenn landsins — og þótt víða væri leitað. Þeir létu aldrei staðar numið, hrópuðu og kölluðu þótt Ijóst væri hvert stefndi. Þrátt fyrir ósigurinn báru leik- menn ÍA höfuðið hátt. Þeir hlupu „Þetta verður létt! Eitt eða tvö núll!" Sannir Pizza 67 víkingar voru í klappliðinu á pöllunum. „Góði guð! Láttu ÍA vinna Feyen- oord." eins nærri stuðningsmönnum sínum og þeir gátu og klöppuðu þeim lof í lófa. Það sýnir best hversu sannir íþróttamenn þeir eru og hversu mik- ils þeir mátu stuðninginn því margur hefur hlaupið hnípinn af leikvelli eft- ir þrjú núll tap. En ekki Skagamenn því þeir vildu þakka fyrir sig. Tæp- lega þúsund stuðningsmenn risu úr sætum og menn klöppuðust á. Eitt eftirminnilegasta keppnistímabil í sögu ÍA var á enda. Tímabil sem verður minnst um ókomna framtíð. Tímabil sigra, meta, glæsilegra til- þrifa. Tímabil sem mun ylja mönn- um um hjartarætur. 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.