Íþróttablaðið - 01.10.1993, Blaðsíða 15
Eftirvæntingin leyndi sér ekki á svip Skagamanna áður en leikurinn hófst.
Unga kynslóðin lét sig ekki vanta í
Hollandi
vinnumönnunum í klípu en EF-in í
íþróttum eru ætíð mörg og það hefði
verið gaman ef Skagamenn hefðu
haft eitt slíkt í fórum sínum í leikn-
um. Það verður þó að viðurkennast
að leikmenn Feyenoord sýndu allar
sínar bestu hliðar og var oft hrein
unun að horfa á leikni sumra leik-
manna liðsins. Þrjú núll sigur þeirra
var sanngjarn og Skagamenn geta
borið höfuðið hátt eftir glæsilegt
keppnistímabil.
Það skemmtilega við dagsferð
Flugleiða á leik Feyenoord og IA var
að það voru ekki einvörðungu gall-
harðir Skagamenn sem fylgdu liðinu
út heldur fjölmargir eyrnamerktir
aðdáendur annarra liða. En vitan-
lega voru allir á GULU LÍNUNNI í
ferðinni því Skagastrákarnar ætluðu
að halda uppi heiðri íslands.
Strax í flugvélinni var fyrsti tónn-
inn gefinn og var hann aðeins for-
smekkurinn af því sem koma skyldi.
„Kátir voru karlar," kyrjuðu þeir
morgunkátustu sem fengu sér
„mjólk" í sterkari kantinum í flug-
höfninni. „Skagamenn, Skagamenn
skoruðu mörkin," fylgdi í kjölfarið
og jók söngurinn á matarlystina.
Gulir treflar, gular húfur og gul
barmmerki einkenndi stuðnings-
mennina sem voru sjálfum sér og Is-
landi til sóma í ferðinni.
Fyrir leikinn gafst ferðalöngunum
kostur á að tölta um í miðborg Rott-
erdam og má með sanni segja að þeir
hafi sett skemmtilegan svip á mið-
bæinn. Þeir máluðu bæinn gulan í
jákvæðustu merkingu, brostu ís-
landssigurbrosi þegar gallharðir að-
dáendur Feyenoord urðu á vegi
þeirra og gáfu merki um það með
fingrunum að hollenska liðið myndi
sigra sex núll. „Við viljum Evrópu-
bikarinn heim. Við viljum Evrópu-
dolluna heim, Skagamenn," svöruðu
þeir syngjandi og flæmskumælandi
vegfarendur litu stóreygðir og hissa
á þá gulklæddu.
Þrátt fyrir að vera í miklum minni-
hluta á leikvanginum fengu leik-
menn ÍA strax að heyra að þeir voru
ekki einir í heiminum. Tæpum
klukkutíma fyrir leik tylltu íslending-
arnir sér í appelsínugul sæti á besta
stað á vellinum og hófu upp raust
sína. Þegar leikmenn ÍA hlupu síðan
inn á leikvanginn fór ekki á milli
mála hvar stoltir íslendingar sátu.
Þrátt fyrir mikinn mótbyr í leiknum
sýndu Skagamennirnir í stúkunni
það að þeir eru einir dyggustu stuðn-
ingsmenn landsins — og þótt víða
væri leitað. Þeir létu aldrei staðar
numið, hrópuðu og kölluðu þótt
Ijóst væri hvert stefndi.
Þrátt fyrir ósigurinn báru leik-
menn ÍA höfuðið hátt. Þeir hlupu
„Þetta verður létt! Eitt eða tvö núll!"
Sannir Pizza 67 víkingar voru í
klappliðinu á pöllunum.
„Góði guð! Láttu ÍA vinna Feyen-
oord."
eins nærri stuðningsmönnum sínum
og þeir gátu og klöppuðu þeim lof í
lófa. Það sýnir best hversu sannir
íþróttamenn þeir eru og hversu mik-
ils þeir mátu stuðninginn því margur
hefur hlaupið hnípinn af leikvelli eft-
ir þrjú núll tap. En ekki Skagamenn
því þeir vildu þakka fyrir sig. Tæp-
lega þúsund stuðningsmenn risu úr
sætum og menn klöppuðust á. Eitt
eftirminnilegasta keppnistímabil í
sögu ÍA var á enda. Tímabil sem
verður minnst um ókomna framtíð.
Tímabil sigra, meta, glæsilegra til-
þrifa. Tímabil sem mun ylja mönn-
um um hjartarætur.
15