Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.10.1993, Blaðsíða 38

Íþróttablaðið - 01.10.1993, Blaðsíða 38
Irunn Ketilsdóttir fyrirliði 1R í körfubolta. „ÆTLUM AÐ VINNA — segir Irunn Ketilsdóttir fyrirliði ÍR í körfubolta Það kom verulega á óvart í sumar þegar kvennalið ÍR í körfubolta skipti á einu bretti yfir í Val og leikur nú undir merkjum Hlíðarendaliðsins í 1. deild. Allt benti til þess að kvennadeild ÍR yrði lögð niður í kjöl- VAL far þessara snöggu umskipta en öll- um að óvörum tilkynnti IR KKI að félagið myndi tefla fram liði í1. deild í vetur. ÍÞRÓTTABLAÐINU lék for- vitni á að vita hvar ÍR hefði tekist að grafa upp leikmenn á nokkrum dög- um til þess að leika gegn þeim bestu í körfubolta á íslandi. írunn Ketils- dóttir, fyrirliði ÍR, var tekin tali. „Guðrún Ólafsdóttir á heiðurinn af því að við leikum í 1. deild í dag því hún hóaði í okkur og bað um að við tækjum fram skóna að nýju. Flestar okkar léku undir stjórn Guðrúnar fyrir8árumogum leiðoghún smellir fingrum mætum við á svæðið. Ég lék reyndar með ÍR í hittifyrra en flestar í liðinu í dag hafa ekki leikið körfu- bolta í 6-8 ár. Það kom verulega á óvart að stelp- urnar í ÍR skyldu fara yfir í Val en þegar Guðrún hóaði í okkur stóð upphaflega til að við hittumst nokkr- um sinnum í viku og lékum okkur. Einar Ólafsson vildi hins vegar að við drifum okkur í mótið og við slógum til." — Það gekk ekki vel í fyrsta leikn- um, gegn sjálfum íslandsmeisturun- um — 90 stiga tap? „Urslitin komu okkur alls ekki á óvart og við hlæjum að þessu í dag. Við erum ekki í nokkru formi en bæt- um okkur örugglega þegar líður á veturinn." — Var ekki dálítið lúalegt af Kefla- vík að leika pressuvörn gegn ykkur? „Ég skal ekki segja en við erum ekki enn búnar að jafna okkur. Það tekur víst lengratímaen viku að kom- ast í gott form! Æfingaleikurinn tveimur dögum áður sat líka aðeins í okkur." — Heldurðu að þið vinnið leik í vetur? „Já, við erum staðráðnar í þvf að vinna Valsarana. Við leikum við Val 13. nóvember en éggetekki lofað því að við vinnum þær í þeim leik. Við þurfum aðeins lengri tíma til þess að fara í gegnum þau 800 leikkerfi sem eru í gangi hjá okkur." — Eigið þið efnilegar stelpur í yngri flokkunum? „Já, en við teflum reyndar fram tveimur 13 ára stelpum í meistara- flokki. Og þær eru bestar okkar. Framtíðin er því björt." — Þurfið þið ekki að spila þar til góður kjarni leysir ykkur af? „Jú, einmitt. Hver veit nema mað- ur verði í boltanum í 10 ár til viðbót- ar." — Hvernig gengur þér að æfa og spila aðeins tveimur mánuðum eftir að hafa eignast barn? „Það er ekkert mál. Reyndar getur verið þreytandi að vera með svona mikla mjólk í brjóstunum en strákur- inn fær yfirleitt bara rjóma þegar ég kem heim af æfingum." 38
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.