Íþróttablaðið - 01.10.1993, Blaðsíða 38
Irunn Ketilsdóttir fyrirliði 1R í körfubolta.
„ÆTLUM AÐ
VINNA
— segir Irunn
Ketilsdóttir fyrirliði
ÍR í körfubolta
Það kom verulega á óvart í sumar
þegar kvennalið ÍR í körfubolta
skipti á einu bretti yfir í Val og leikur
nú undir merkjum Hlíðarendaliðsins
í 1. deild. Allt benti til þess að
kvennadeild ÍR yrði lögð niður í kjöl-
VAL
far þessara snöggu umskipta en öll-
um að óvörum tilkynnti IR KKI að
félagið myndi tefla fram liði í1. deild
í vetur. ÍÞRÓTTABLAÐINU lék for-
vitni á að vita hvar ÍR hefði tekist að
grafa upp leikmenn á nokkrum dög-
um til þess að leika gegn þeim bestu í
körfubolta á íslandi. írunn Ketils-
dóttir, fyrirliði ÍR, var tekin tali.
„Guðrún Ólafsdóttir á heiðurinn af
því að við leikum í 1. deild í dag því
hún hóaði í okkur og bað um að við
tækjum fram skóna að nýju. Flestar
okkar léku undir stjórn Guðrúnar
fyrir8árumogum leiðoghún smellir
fingrum mætum við á svæðið. Ég lék
reyndar með ÍR í hittifyrra en flestar í
liðinu í dag hafa ekki leikið körfu-
bolta í 6-8 ár.
Það kom verulega á óvart að stelp-
urnar í ÍR skyldu fara yfir í Val en
þegar Guðrún hóaði í okkur stóð
upphaflega til að við hittumst nokkr-
um sinnum í viku og lékum okkur.
Einar Ólafsson vildi hins vegar að við
drifum okkur í mótið og við slógum
til."
— Það gekk ekki vel í fyrsta leikn-
um, gegn sjálfum íslandsmeisturun-
um — 90 stiga tap?
„Urslitin komu okkur alls ekki á
óvart og við hlæjum að þessu í dag.
Við erum ekki í nokkru formi en bæt-
um okkur örugglega þegar líður á
veturinn."
— Var ekki dálítið lúalegt af Kefla-
vík að leika pressuvörn gegn ykkur?
„Ég skal ekki segja en við erum
ekki enn búnar að jafna okkur. Það
tekur víst lengratímaen viku að kom-
ast í gott form! Æfingaleikurinn
tveimur dögum áður sat líka aðeins í
okkur."
— Heldurðu að þið vinnið leik í
vetur?
„Já, við erum staðráðnar í þvf að
vinna Valsarana. Við leikum við Val
13. nóvember en éggetekki lofað því
að við vinnum þær í þeim leik. Við
þurfum aðeins lengri tíma til þess að
fara í gegnum þau 800 leikkerfi sem
eru í gangi hjá okkur."
— Eigið þið efnilegar stelpur í
yngri flokkunum?
„Já, en við teflum reyndar fram
tveimur 13 ára stelpum í meistara-
flokki. Og þær eru bestar okkar.
Framtíðin er því björt."
— Þurfið þið ekki að spila þar til
góður kjarni leysir ykkur af?
„Jú, einmitt. Hver veit nema mað-
ur verði í boltanum í 10 ár til viðbót-
ar."
— Hvernig gengur þér að æfa og
spila aðeins tveimur mánuðum eftir
að hafa eignast barn?
„Það er ekkert mál. Reyndar getur
verið þreytandi að vera með svona
mikla mjólk í brjóstunum en strákur-
inn fær yfirleitt bara rjóma þegar ég
kem heim af æfingum."
38