Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.04.1995, Blaðsíða 12

Íþróttablaðið - 01.04.1995, Blaðsíða 12
Texti: Þorgrímur Þráinsson TEITUR ÞÓRÐARSON, þjálfari norska liðsins Lilleström, er einn virtasti knattspyrnuþjálfari Skandinavíu. Þjálfunaraðferðir hans hafa sætt tölu- verðri gagnrýni undanfarin ár og hafa sumir af þekktustu þjálfurum Norður- landa séð ástæðu til að lýsa frati á þær kenningar sem Teitur hefur haldið fram og unnið eftir. Teitur hefur verið óhræddur að fara inn á áður óþekktar brautir í þjálfuninni og hefur m.a. sótt í smiðju róðrarþjálfara, skautahlaupara og spretthlaupara, svo dæmi séu tekin, til að ná sem mestu út úr knattspyrnu- mönnunum. Hann er líklega fyrsti knattspyrnuþjálfarinn á Norðurlönd- um sem byrjaði að vinna með með leikmenn út frá niðurstöðum mjólk- ursýrumælinga en eftir að Guðjón Þórðarson, þjálfari KR, sótti norræna þjálfararáðstefnu í Noregi og ræddi við Teit um þjálfun fyrir nokkrum ár- um hóf hann að gera slíkt hið sama. OLYMPIA TOPPEN í Noregi, sem mótar afreksstefnu íþróttamanna í landinu með hámarksárangur í huga, valdi Lilleström síðastliðið hausttil að njóta alls hugsanlegs stuðnings næstu fimm árin. Markmiðið með þessu er að leggja allt í sölurnar og ganga úr skugga um hvort norskt lið getur orðið eitt besta félagslið Evrópu. Þetta er mikill heiðurfyrir Lilleström, sem er einn virt- asti og besti rekni klúbbur Noregs, og ekki síður fyrir Teit, sem getur leitað á náðir hvaða sérfræðings sem hann ósk- areftirtelji hann það bæta árangur liðs- ins. f rauninni er um vísindalegatilraun að ræða sem Teitur segir að geti tekið 3-5 ár að skila árangri. ÍÞRÓTTABLAÐIÐ hitti Teit að máli á æfingamóti á Kýpur í mars síðastliðn- um og fellst hann á að segja frá því hvernig hann hann vinnur sem þjálfari og hvaða þýðingu það hefur fyrir Lil- leström sem félag að hafa verið val ið að Olympia Toppen. „Ég var mjög heppinn með þjálfara þegar ég lék sem atvinnumaður og lærði einstaklega mikið af hverjum og einum. Það hjálpaði mér líka að hafa skrifað niður allar æfingar frá því ég byrjaði í atvinnumennsku. Ég fór fljót- lega að vinna fyrir sænska knattspyrnu- sambandið, hélt fyrirlestra um knatt- spyrnu og sá um kennslu í Lýðháskóla þarsem nemendurgátu valið sér knatt- spyrnu sem aukafag."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.