Íþróttablaðið - 01.04.1995, Síða 12

Íþróttablaðið - 01.04.1995, Síða 12
Texti: Þorgrímur Þráinsson TEITUR ÞÓRÐARSON, þjálfari norska liðsins Lilleström, er einn virtasti knattspyrnuþjálfari Skandinavíu. Þjálfunaraðferðir hans hafa sætt tölu- verðri gagnrýni undanfarin ár og hafa sumir af þekktustu þjálfurum Norður- landa séð ástæðu til að lýsa frati á þær kenningar sem Teitur hefur haldið fram og unnið eftir. Teitur hefur verið óhræddur að fara inn á áður óþekktar brautir í þjálfuninni og hefur m.a. sótt í smiðju róðrarþjálfara, skautahlaupara og spretthlaupara, svo dæmi séu tekin, til að ná sem mestu út úr knattspyrnu- mönnunum. Hann er líklega fyrsti knattspyrnuþjálfarinn á Norðurlönd- um sem byrjaði að vinna með með leikmenn út frá niðurstöðum mjólk- ursýrumælinga en eftir að Guðjón Þórðarson, þjálfari KR, sótti norræna þjálfararáðstefnu í Noregi og ræddi við Teit um þjálfun fyrir nokkrum ár- um hóf hann að gera slíkt hið sama. OLYMPIA TOPPEN í Noregi, sem mótar afreksstefnu íþróttamanna í landinu með hámarksárangur í huga, valdi Lilleström síðastliðið hausttil að njóta alls hugsanlegs stuðnings næstu fimm árin. Markmiðið með þessu er að leggja allt í sölurnar og ganga úr skugga um hvort norskt lið getur orðið eitt besta félagslið Evrópu. Þetta er mikill heiðurfyrir Lilleström, sem er einn virt- asti og besti rekni klúbbur Noregs, og ekki síður fyrir Teit, sem getur leitað á náðir hvaða sérfræðings sem hann ósk- areftirtelji hann það bæta árangur liðs- ins. f rauninni er um vísindalegatilraun að ræða sem Teitur segir að geti tekið 3-5 ár að skila árangri. ÍÞRÓTTABLAÐIÐ hitti Teit að máli á æfingamóti á Kýpur í mars síðastliðn- um og fellst hann á að segja frá því hvernig hann hann vinnur sem þjálfari og hvaða þýðingu það hefur fyrir Lil- leström sem félag að hafa verið val ið að Olympia Toppen. „Ég var mjög heppinn með þjálfara þegar ég lék sem atvinnumaður og lærði einstaklega mikið af hverjum og einum. Það hjálpaði mér líka að hafa skrifað niður allar æfingar frá því ég byrjaði í atvinnumennsku. Ég fór fljót- lega að vinna fyrir sænska knattspyrnu- sambandið, hélt fyrirlestra um knatt- spyrnu og sá um kennslu í Lýðháskóla þarsem nemendurgátu valið sér knatt- spyrnu sem aukafag."

x

Íþróttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.