Íþróttablaðið - 01.04.1995, Qupperneq 19
í stað mjólkursýru en við gerum
hvorutveggja. Mæling á súrefnisupp-
töku segir okkur hins vegar bara
hversu mikið súrefni leikmenn geta
tekið inn. Mjólkursýrumælingarnar
sýna mun meira og t.d. líka hvernig
líkaminn notar súrefnið.
í Þýskalandi var gerð tilraun með
súrefnisupptöku og mjólkursýru-
mælingu á leikmönnum í Bundeslig-
unni og næstu deild fyrir neðan.
Margir leikmenn í neðri deildinni
voru með mun betri súrefnisupptöku
en leikmenn í Bundesligunni en
þegar mjólkursýran var mæld var
enginn betri.
Hjá Lilleström eru þvíallaræfingar
byggðar upp út frá niðurstöðum
rannsókna og af þeim sökum er mis-
mikið lagt á hvern og einn.
í MÍNUM HUGA
ER EKKERT TIL
SEM HEITIR
OFPJÁLFUN
— Nú hafa sænskir og hollenskir
sérfræðingar sagt að knattspyrnu-
menn þoli varla meira en 9 klukku-
tíma í æfingar á viku. Það stangast á
við það sem þú ert að gera.
„Til þess að hægt sé að leggja mik-
ið á leikmenn þurfa þeir að vera í
góðri æfingu. í mínum huga er ekkert
til sem heitir ofþjálfun en hins vegar
er hægt að þjálfa á rangan máta. Það
er hægt að þjálfa of mikið miðað við
ástand líkamans. Mataræði, hvíld og
svefn skiptir gríðarlega miklu máli í
þessu sambandi og við leggjum mik-
ið upp úr þeim þáttum. Menn sem
sofa í 5 klukkutíma á sólarhring hafa
ekki burði til að æfa tvisvar á dag.
Miðað við æfingaálagið hjá Lille-
ström þurfa menn lágmark 8 tíma
svefn þótt það sé ávallt persónu-
bundið.
Við förum ekki fram á að leik-
mennirnir breyti miklu íhefðbundnu
mataræði og hámi eingöngu í sigein-
hverjar heilsuvörur en við leggjum
áherslu á að þeir borði mikið. Sömu-
leiðis er þeim fyrirskipað að borða
fisk tvisvar til þrisvar í viku og það
sama gildir um kolvetnisríka fæðu. Á
hverju einasta kvöldi, áður en þeir
fa ra að sofa, bo rða þe i r ko rn, svokö 11 -
uð blönduð morgunkorn með höfr-
um, trefjum ogfleiru. Þaðerekki gott
fyrir þá sem æfa lítið að borða á
kvöldin en íþróttamenn, sem æfa
mikið, verða að gera það. Fæstir
íþróttamenn ná að borða það mikið
yfir daginn að það samsvari þeirri
brennslu sem á sér stað þegar þeir
æfa og í kjölfar þess getur ofþjálfun
átt sér stað sem margir vilja kenna
æfingaálagi um. Ofþjálfun er ekkert
annað en skortur á fæðu og hvíld.
Strákarnir okkar borða allan daginn
og fara nánast í einu og öllu að okkar
ráðum. Þetta lærðum við af skauta-
„Hvíta" perlan og „dökka" perlan á
góðri stund á Kýpur í mars síðast-
liðnum. Hörður Hilmarsson, þjálfari
Vals, og Teitur skrafa í sólbaði.
LEIKMENNIRNIR
BORÐA FISKIMJÖL
í TÖFLUFORMI
hlaupurunum sem eru búnir að ná
frábærum árangri. Einn fremsti
skautahlaupari Norðmanna, sem var
þekktur fyrir að æfa mikið, sagðist
ekki geta bætt við sig æfingum því
líkaminn gæti ekki tekið við meiri
næringarefnum en hann gerði þá
þegar."
— Hvað viltu að menn borði á
milli mála?
„Mikið af ávöxtum, brauði og rús-
ínum svo eitthvað sé nefnt. Við tök-
um brauð með sultu og hunangi með
okkur f alla leiki þvf Ifkaminn er svo
fljótur að vinna úr svo léttri fæðu.
Menn verða að borða strax eftir leiki
því annars missir Ifkaminn af dýr-
mætum tíma til að undirbúa sig sem
best fyrir næstu átök. En það er stað-
reynd að menn þurfa að þjálfa sig
upp í að borða bæði vel og „rétt", ef
svo mætti að orði komast, og sumir
eru nokkur ár að venjast því að borða
mikið. Ég þekki keppanda f róðri sem
var sjö ár að æfa sig í að borða nógu
mikið miðað við æfingamagn sitt."
— Nota leikmenn eitthvað af
bætiefnum þegar þeir borða svona
mikið og „rétt"?
„Þeir borða fiskimjöl í töfluformi
en töflurnar eru unnar úr fiski sem
hefur verið malaður f heilu lagi og er
þar af leiðandi ríkur af vítamínum og
steinefnum sem eru góð bætiefni.
Fiskimjölið er ekki framleitt ein-
göngu fyrir okkur heldur fyrir alla
sem vilja bæta við sig vítamínum og
steinefnum."
— Hversu mikið magn af vatni er
æskilegt að menn drekki á degi
hverjum?
IÞROTTALINAN
OIOÍO
19