Íþróttablaðið - 01.04.1995, Qupperneq 28
Róbert er ánægður með TWINGÓINN!
- FLESTIR LANDSLIÐSMENNIRNIR
AKA UM Á RENAULT TWINGO
Róbert á Renault
Twingo!
Bílaumboðið, sem nú heyrir undir
Bifreiðar og Landbúnaðarvélar,
styrkti landsliðsmenn íslands í hand-
knattleik á afar myndarlegan hátt
með því að veita þeim góðan afslátt
af Renault Twingo bifreiðum. Leik-
mennirnir fóru sjálfir á stúfana til að
leita eftir stuðningi og gerðu góðan
samning án þess að HSÍ eða lands-
liðsnefndin kæmi þar nokkuð að
máli.
RÓBERT SIGHVATSSON, leik-
maður Aftureldingar og einn af fram-
tíðarlandsliðsmönnum íslands, fjár-
festi í RenaultTwingo sem og15 aðrir
leikmenn. „Mér skilst að við höfum
fengið um 40% afsláttaf bifreiðunum
en þær kostuðu okkur um 550.000
krónur. Ég er mjög ánægður með
Twingóinn því hann er afskaplega
lipur, sparneytinn og þægilegur í alla
staði. Hann virkar lítill en er í raun
mjög rúmgóður og gott rými fyrir
fjóra fullorðna í honum. Hann hefur
þá sérstöðu að bekkurinn aftur í er
færanlegur. Svo má ekki gleyma því
að við fengum vetrardekk að auki
þannigað um verulegan stuðning við
okkur er að ræða.
Hver bíll er
merktur með nafni
eigandans auk
þess sem við seld-
um Þvottastöðinni
auglýsingu aftan á
hann og Sólningu á
hurðarnar."
— Er það rétt að einhverjir bílar
hafa verið skemmdir?
„Já, Twingóinn hans Gunnars
Beinteinssonar var gjöreyðilagður
fyrir utan Kaplakrikann í vetur og svo
hafa nokkrirbílarverið rispaðir. Okk-
ur dettur einna helst í hug að það hafi
farið í pirrurnar á fólki að bílarnir
skuli vera merktir."
Róbert, sem er 22 ára og lærður
smiður, starfar nú í íþróttahúsinu í
Mosfellsbæ en við íþróttavöllinn á
sumrin. Ætli hann hafi búist við því
að komast í landsliðhópinn? „Ég
gerði mérvitanlega voniren égtel að
ég hafi þurft að hafa töluvert fyrir
því."
— Var einhver titringur í
mannskapnum þegar fækkað var um
þrjá í hópnum?
„Ég held að það hafi myndast tölu-
verð pressa á þeim sem eru í áhættu-
hópnum. Enn á eftir að fækka um
einn eða tvo í hópnum en éger alveg
rólegur enn sem komið er."
— Hvernig er stemmningin í
hópnum?
„Mjög góð, í rauninni alveg frá-
bær. Mér sýnist allir hafa afskaplega
gaman af því, sem þeir eru að gera,
og ætla að leggja sig alla fram. Ég er
bjartsýnn á að við náum að tryggja
okkur 6. sætið á mótinu."
— Nú ert þú alinn upp í Víkingi en
hefur leikið í þrjú ár með Aftureld-
ingu. Verður þú áfram í Mosfells-
bænum?
„Það á eftir að koma í Ijós því mað-
ur veit aldrei hvað næsti dagur ber í
skauti sér."
28