Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.04.1995, Side 30

Íþróttablaðið - 01.04.1995, Side 30
Þorbergur Aðalsteinsson landsliðsþjálfari, Texti: Pjetur Sigurðsson urinn hefur gengið vel og þetta leggst mjög vel í mig." Hvernig kemur liðið undirbúið? „Það kemur eins vel undirbúið og mögulegt er. Það hefur verið unnið að því vel og lengi að strákarnir geti stundaö þetta af tullum kratfi og mér sýnist ekkert vera f vegi íyrir því. Það er náttúrlega eitthvað misjatnt hvernig menn koma undan vetri en f heildina koma þeir nokkuð vel út." — Hvererstyrkleikiliðsinsnúog hver eru áhyggjuefnin? „Okkar styrkleiki hefur verið varn- arleikurinn og síðan höfum við verið að styrkja okkur f sóknarleiknum. Auðvitað eru áhyggjuefnin mörg. Þegar komið er t'ram í úrslitakeppn- ina, 16-liða og 8-liða o.s.frv., þá þarf að nást fram toppleikur íöllum stöð- um. Það máekkertútaf bregða. Hins vegar get ég ekki bent á neinn einn veikleika. Ég hef trú á þvf að þetta smelli saman þegar á hótminn er komið en auðvitað er keðjan aldrei sterkari en veikastí hlekkurinn og einhvers staðar hljótum við að vera lakastir." — Nu lét landsliðsþjálfari Svía hafa eftir sér eftir leik við íslenska liðið ekki alls fyrir löngu að það væri ekkert sem kæmi á óvart í leik ís- lenska liðsins. Er þetta áhyggjuefni fyrir þig? Þorbergur Aðalsteinsson, landsliðsþjálfari í handknattleik: GÆTI FARIÐ UPP í FLUGVÉL Á MORGUN! Þorbergur Aðalsteinsson hefur starfað sem landsliðsþjálfari síðast- liðin fimm ár en nú er komið að há- punkti þjálfaraferilsins — að stýra íslenska landsliðinu í úrslitakeppni Heimsmeistarakeppninnar á heima- velli. Matreiðslumaðurinn Þorberg- ur yfirgaf eldhúsið árið 1983 og sneri sér að handboltanum sem atvinnu og hefur verið farsæll í starfi. íþróttablaðið ræddi við hann um undirbúninginn, keppnina sjálfa og hvað við tekur hjá honum að keppni lokinni. — Nú hefur aðdragandinn að þessu móti verið mjög langur. Hverníg er tilfinning þín fyrir svona mót, miðað við það sem á undan er gengið. „Hún er mjög góð. Þegar ég byrj- aði að starfa árið 1990 þá var þetta mót stóra markmiðið, Undirbúning- „Þetta viðtal var tekíð við hann eft- ir leik liðanna í byrjun janúar og hann átti.við þennan leik sem við lékum þá. Við gátum ekki stillt upp okkar besta í þessum leik og hans ummæli dæma sig sjálf. Við höfum bætt við átta leikmönnum f hópinn síðan þannig að ég hef ekki ányggjur af þvf. Fyrir mig eru svona ummæli dauð og ómerk." — Hvert verður framhaldið fyrir 30

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.