Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.04.1995, Blaðsíða 31

Íþróttablaðið - 01.04.1995, Blaðsíða 31
íslenskan handbolta ef vel eða illa gengur? „Það er alveg Ijóst að ef eítt af sjö efstu sætunum næst þýðir það a.m.k. 45 landsleiki á komandi ári. Ef það næst ekki myndum við verða af For- Ólympíuleikum, World Cup og hugsanlega Ólympíuleikum sem hlýtur að vera mjög alvarlegt mál fyrir íslenskan handbolta. Við ætlum okkur að ná þessu markmiði og sjá sfðan til. Ávinningurinn, ef vel geng- ur, hlýtur alltaf að vera viðurkenning- in. Þá hlýtur, ef vel gengur, bæði á vellinum og með mótið sjálft, að vinnast gríðarlegur sígur í landkynn- ingu. Hér á landi verða 24-25 sjón- varpsstöðvar sem margar hverjar sýna allt upp í sex stundir á dag. Það er ekki nokkur spurning um að stóri sigurinn í mótinu t'yrir okkur gæti orðið í landkynningu." — Hver er aö þínu mati krafa al- mennings? „Ég held að Ólympíusæti sé ásætt- anlegt en auðvitað heyrir maður raddir sem vilja bara gull, aðrir eru nær jörðu. Ég held að almenningur í dag sé sanngjarn gagnvart okkur. Fólk áttar sig kannski á því að það er gífurlega pressa á liðinu og er því ekki of kröfuhart." — Nú hefur handknattleiks- íþróttin ált erfitt uppdráttar víða í heiminum, bæði vegna breyttra að- stæðna í Austantjaldsríkjunum fyrr- verandi og einnig vegna bágrar fjár- hagsstöðu margra félaga í V-Evrópu. Munum við geta nýtt okkur þetta á einhvern hátt til að verða sterkari á alþjóðlegum vettvangi? „Það er ekkert öðruvísi með hand- boltann en aðrar íþróttagreinar í Evrópu. Þetta er sami ferill. Auðvitað hljótum við að geta nýtt okkur þetta í handboltanum eins og öðrum íþróttagreinum. Við getum nefnt sem dæmi Svía og Norðmenn í knatt- spyrnunni og fleiri dæmi er hægt að net'na. Auðvitað hlýtttr það að styrkja okkur ef við höfum unnið vel og það dæmist í Heimsmeistarakeppninni. Ég hef ekki áhyggjur af því að þessi þróun í A-Evrópu og hjá stórum fé- lögum í V-Evrópu komi niðurá stöðu handboltans almennt því það het'ur sýnt sig að iðkendafjöldi í heiminum hefur stóraukist, í Gautaborg hefur hann t.d. tvöíaldast. Auðvitað á handboltinn, eins og aðrar íþrótta- greinar, erfitt uppdráttar í stríðshrjáð- Þorbergur var sjálfur góður leikmað- ur, grannur og spengilegur eins og sést á þessari mynd sem er komin þokkalega til ára sinna! Minn vilji er að fylgja liðinu fram yfir Ólympíu- leikana í Atlanta um löndum en annars staðar er upp- sveifla í íþróttinni. Við höfum heyrt mikið af félögum á Spáni og ef við tökum sem dæmi Teka þá höfðu þeir styrktaraðila, sem greiddi liðinu háar fjárhæðir, enefþeirvinnaekkí meíst- aratitil þá hættirfyrirtækið að styrkja félagið og sama gerist í öðrum íþróttagreinum. Hins vegar virðíst ekki vera tjallað um það með sama hætti en það má kannski rekja til þess að íslenskir leikmenn hafa orðið fyrir barðinu á þessu og því stendur það okkur mun nær." — Nú hljóta þetta að vera ákveð- in tímamót fyrir þig sem landsliðs- þjálfara, eftir um fimm ára starf. Hvert verður framhaldið? „Ég hef ekkert hugsað út í það og ætla ekki að gera það fyrr en að mót- inu loknu. Ég ætla ekki að láta fram- haldið trufla mig. Ég er rnjög sáttur við það, sem komið er í þessu starfi, og á þessu móti ætla ég að setja punktinn yfir i-ið. Hvort maður bætir öðru i-i við hliðina verður að koma í Ijós." — Eftir fimm ára starf, hvað getur í raun fylgt í kjölfarið? „Fyrir mig hefur verið margt í boði og ýmislegt komið upp. Hins vegar, eins og ég segi, vil ég ekkert vera að spá í það núna fyrir mótið. Auðvitað gæti ég verið að velta fyrir mér ýms- um möguleikum. Það er hins vegar minn vilji að fylgja liðinu fram yfir Ólympiuleikana í Atlanta." — Hefurðu orðið var við áhuga erlendis frá? „já, ég gæti faríð upp í flugvél á morgun en málið snýst ekki um það. Að stjórna landsliði á svona móti á heímavelli er mikill heiðurog maður verður þá að standa undír þeim væntingum sem gerðar eru til manns." — Hvern myndirðu vilja sjá taka við af þér sem landsliðsþjálfara? „Það gildir í raun það sama um þessa spurningu. Ég hef ekkert verið að velta mér upp úr því. Það koma margir til greina og ég ætla mér ekki að hat'a afskipti af því." — Nú hefur starf þitt hjá Hand- knattleikssambandinu, og í raun líka Einars Þorvarðarsonar, ekki einungis verið á sviði þjálfunar, heldur hafið þið unnið óeigingjarnt starf í sam- bandi við hluti sem heyra ekki undir landsliðsþjálfara sem slíkan. Hver eru þau? „Það hefur verið tölgið í öflun fj'ár- muna. Ég hef t.d. séð um allt, sem snýr að vínnuveitendum leikmanna, og sótt fjármuni til ríkisstofnanna, bæjarfélaga, fyrirtækja og einstakl- inga og þessum aðilum ber að þakka sérstaklega. Þetta hefur gert þaö að verkum að strákarnir hafa getað ein- beitt sér að undirbúningnum sem skyldi. Þáerýmislegt sem kemurupp á, s.s. að halda saman öllum auglýs- ingum, undirbúa hvert smáatriði í lokakaflanum mjög vandlega, sem eru ótrúlega mörg. Ástæðan fyrir því að við gerum þetta er að fjárhags- staða sambandsins hefur verið mjög slök og það verða einfaldlega allir að leggjast á eitt til að þetta verkefni tak- ist sem skyldi." — Er þetta til eftirbreytni fyrir aðra? „Já, mérfinnst það. Mérfannst það mjög gaman að setja á mig bindi og reyna að „selja" mig og mína og það gekk vel." 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.