Íþróttablaðið - 01.04.1995, Síða 34

Íþróttablaðið - 01.04.1995, Síða 34
ÍÞRÓTTABLAÐIÐ hafði samband við þrjá leikmenn sem voru líklega á þröskuldi þess aö vera valdir í landsliðið fyrir HM. Ætli þeir hafi verið svekktir? — Varstu svekktur yfir því að hafa ekki verið valinn í landsliðshópinn? „Vissulega, það hefði verið mikill heiður að fá að vera í hópnum úr því leikið er á íslandi. Ég veit satt að segja ekki hvort ég bjóst við að vera valinn. Éggafekki kost á mér f landsliðiðfyrir Norðurlandamótið um jólin, tók próf í lögfræðinni fram yfir og það hefur ekki hjálpað mér þegar endanlegt val fyrir HM fór fram." — Ertu lakari en þeir leikmenn sem voru valdir í þína stöðu? „Ég hef verið í hlutverki skyttu í vetur og á því við toppmenn að etja í samkeppni um að komast í lands- liðið. Ég hefði ekki verið svekktur þótt ég kæmist ekki í 12 manna leik- mannahópinn en það hefði verið gaman að komast í undirbúnings- hópinn." — Við hverju býstu af landsliðinu á HM? „Við erum með sterkan leik- mannahóp og eigum að geta komist í verðlaunasæti ef allt gengur upp. Annars er fyrirkomulagið með þeim hætti að það getur unnið gegn okkur. í 16 liða úrslitum detta lið út viðfyrsta tapleik og við þekkjum það á svona stórmótum að landsliðið getur átt toppleik en slæman strax á eftir. Það gæti orðið afdrifaríkt." — Ertu nokkuð búinn að útiloka landsliðssæti í framtíðinni? „Alls ekki. Ég held bara áfram að æfa og reyna að gera mitt besta. Mér finnst mig skorta dálítið meira sjálfs- traust eftir að ég jafnaði mig af meiðslunum en er engu að síður bjartsýnn á framhaldið." — Heldurðu að nýr landsliðsþjálf- ari taki við eftir HM? „Það veltur lík- lega á gengi lands- liðsins en ég átti allt eins von á að það væri búið að skipta því Þorbergur er búinn að vera svo lengi með landslið- ið. Já, mér finnst vera kominn tími á breytingar og í raun koma margir þjálf- arartil greina í stöð- una." — Verður þú áfram með Stjörn- unni? „Já, eins og stað- an er í dag. Það hef- ur ekkert félag sett sig í samband við mig." — Varstu sáttur við gengi Stjörn- unnar í vetur? „Alls ekki. Við höfum aldrei fengið eins mörg stig í deildarkeppninni og það hefði átt að gefa okkur byr und- ir báða vængi í úr- slitakeppninni. Það var svekkjandi að tapa fyrir KA en við mætum öflugir til leiks næsta vetur." 34

x

Íþróttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.