Íþróttablaðið - 01.04.1995, Síða 39
árið 1982. Sömuleiðis Júgóslavar,
1986 og Rússar 1993. Þrisvar sinnum
hafa gestgjafarnir orðið heimsmeist-
arar; Þjóðverjar árið 1938, Svíar árið
1954 og Rúmenar 1974."
— Bengt Johanson, þjálfari Svía,
sagði í viðtali ekki alls fyrir löngu að
ekkert í leik íslenska liðsins kæmi
honum á óvart. Er það ekki slæmt?
„Ég hef sagt að heimsmeistara-
keppnin á íslandi geti staðið og fallið
með frammistöðu Héðins Gilssonar
og hafa margir verið ósáttir við þau
ummæli. Við eigum engan miðju-
mann í líkingu við SIGURÐ GUNN-
ARSSON þegar hann var upp á sitt
besta en sá sem kemst næst honum er
JÓN KRISTJÁNSSON. Hann hefur
bara ekki fengið að spreyta sig nógu
mikið. DAGUR SIGURÐSSON er of
ungur þótt hann geti auðvitað
blómstrað en ég er sammála því að
fátt eigi eftir að koma á óvart í leik
íslenska liðsins. Það sem á eftir að
koma mest á óvart eru áhorfendur og
ég hef trú á því að þeir verði einn
sterkasti leikmaður Islands."
— Hverju spáirðu um gengi lands-
Iiðsins?
„Ég vil vera mjög varkár í spádóm-
um en ég spái okkur einu af 8 efstu
sætunum. Allt þar fyrir ofan yrði frá-
bært. Ég get ekki séð okkur vinna
Dani í undanúrslitum þótt við séum á
heimavelli. Við erum reyndar búnir
að vinna þá tvívegis naumlega en í
bæði skiptin vantaði þá góða leik-
menn á borð við Jakobsen og voru
því minni máttar. Og það voru þeir
sem lærðu á þeim leikjum en ekki
við. Danir eru það lið sem á eftir að
koma hvað mest á óvart, að mínu
mati."
Flestir hallast að því að Pelle Carlén,
fyrirliði Svía, muni hampa heims-
meistarabikarnum.
Heimsmeistara-
s
keppnin á Islandi
gæti staðið og
fallið með
frammistöðu
Héðins Gilssonar
— Við hverju má búast við af ís-
landi í riðlakeppninni?
„Okkur hefur yfirleitt gengið illa
með SVISS og það er algengur mis-
skilningur hér heima að við séum
sterkari en Svisslendingar á alþjóða-
vettvangi. Það er rangt. Ég minni á að
þeir urðu í 4. sæti í heimsmeistara-
keppninni í Svíþjóð árið 1993. Þeir
spila fremur leiðinlegan, en að sama
skapi árangursríkan, handbolta.
Við unnum UNGVERJA í Svíþjóð
árið 1993 en þá var talað um að þeir
væru með eitt efnilegasta lið heims.
Síðan eru liðin tvö ár og ég er ansi
hræddur um að þeir séu ekki lengur
efnilegir. Þeir eru því að vissu leyti
óþekkt stærð fyrir okkur og gengur oft
illa á útivöllum en það er ekkert sem
segir að við sigrum þá. íslendingar
verða í baráttu um 1. sætið í riðlinum
því við eigum að vinna TÚNIS og
BANDARÍKIN auðveldlega en svo er
það spurning hvort KÓREA eigi eftir
að koma mönnum í opna skjöldu.
Leikstíll Kóreu hefur ætíð hentað
okkur illa og við vorum heppnir á
Ólympíuleikunum 1992 hversu seint
í keppninni við lékum við þá. Það
skiptir mjög miklu fyrir Islendinga að
lenda í 1. eða 2. sæti í riðlinum.
Menn hafa gælt við það að við vinn-
um riðilinn, leikum viðTékklendinga
í 16 liða úrslitum og síðan við Dani
eða Þjóðverja í 8 liða úrslitum."
Heimsmeistarar í handknattleik
frá upphafi:
1938 V-Þjóðverjar
1954 Svíþjóð
1958 Svíþjóð
1961 Rúmenía
1964 Rúmenía
1967 Tékkóslóvakía
1970 Rúmenar
1974 Rúmenar
1978 V-Þjóðverjar
1982 Sóvétríkin
1986 Júgóslavía
1990 Svíþjóð
1993 Rússland
✓ ^
Afram Island
n
SPARISJOÐUR HAFNARFJARÐAR
i