Íþróttablaðið - 01.04.1995, Síða 45

Íþróttablaðið - 01.04.1995, Síða 45
faidlega verið ávísun á kiúður. Á ís- landi eru engar hefðir fyrir móti af þessari stærðargráðu og í raun er um frumraun að ræða. Ég held að íslend- ingar hafi ekki enn áttað sig á þvf um hversu mikinn viðburð er að ræða. Þótt handbolti sé tiltölulega lítil flokkaíþrótt á heimsvísu er ísland stórþjóð í greininni og við megum ekki vanmeta það. Hér á landi eru um 6.700 skráðir handboltaiðkend- ur, í Noregi eru þeir um 250.000, í Danmörku um 280.000 og í Þýska- landi um 3 milljónir. Ef við vinnum ekki þessar þjóðir, að okkar mati, er- um við lélegir. Svona er metnaðurinn á íslandi. Og hann hefur fleytt okkur langt." — Þurfið þið að geta boðið kepp- endum, gestum og blaðamönnum upp á einhverja tilbreytingu á milli leikja? „Á öllum keppnisstöðum verður upplýsingamiðstöð þar sem verða fyrirliggjandi upplýsingar um það sem í boði er. Leikmenn og nánustu aðstandendur liðanna munu vænt- anlega einbeita sér að æfingum og leikjum en blaðamenn og gestir munu án efa hafa áhuga á að kynna sér betur land og þjóð. Við munum gefa út blað á degi hverjum þar sem úrslit verða tíunduð, helstu fréttir frá íslandi og umheiminum og það sem í boði verður." — Geturðu metið þann fjárhags- legaávinningsem ísland mun hafaaf mótinu? „Hann mun áreiðanlega nema hundruðum milljóna króna fyrir utan ómetanlega kynningu á landi og þjóð. Leikjunum verður sjónvarpað til 28 landaog þaðererfittaðmeta þá kynningu til fjár þegar tugir milljóna munu horfa á leiki frá íslandi." Hákon segir að takist íslendingum vel upp með framkvæmd heims- meistaramótsins muni það án efa opna ýmsa möguleika fyrir frekara mótshald hér á landi þótt ólíklegt verði aðteljastað annað heimsmeist- aramót af þessari stærðargráðu verði haldið hér landi á næsta árhundraði. „í þessu samhengi dettur mér í hug sagan frá síðustu öld af unga sveinin- um í Borgarfirði sem vildi bjóða heimasætunni á næsta bæ á alda- mótafagnaðinn. Hún var eitthvað Ólafur Stefánsson, leikmaður Vals sem hér sækir að japönum í lands- leik á dögunum, verður að teljast arftaki Sigurðar Sveinssonar í lands- liðinu en mikið mun mæða á þá báð- um á HM '95. óákveðin, hummaði út undan sér dá- lítið feimin en sagði loksins: „Nei, takk, ætli ég fari bara ekki næst." /M íþi'óttagallar öcj biminga sett O Barna og fiillordins i stærdir (114 - XXL) UliUF" G/æsibæ• 812922 {taöö ;oslk ÖÖ(t W _ Hi á v, 1; S nR> -t Jfm |p:i k St mamm, JBI' fgg] HP i;a ý Iwywl ~5j 1 SjMnHTH 45

x

Íþróttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.