Íþróttablaðið - 01.04.1995, Síða 46
Ólafur Schram formaður HSÍ.
Ólafur B. Schram hefur verið afar
farsæll í starfi formanns Handknatt-
leikssambands íslands sem hann hef-
ur gegnt í rúm tvö ár. Það hefur varla
verið öfundsvert að taka að sér for-
mennsku í sérsambandi sem var í
startholunum með að undirbúa
stærsta og viðamesta íþróttaviðburð
sem hefur farið fram hér á landi.
Síðustu mánuðir hafa án efa tekið
verulega á taugarnar því klukkan tif-
ar og þegar þetta er skrifað er ná-
kvæmlega mánuður þar til flautan
gellur í fyrst leik.
Veglegt blað kemur út á vegum
HSÍ fyrir HM og verður því dreift á
hverteinasta heimili á landinu. Blað-
inu fylgir happdrættismiði og verður
dregið úr seldum miðum bæði fyrir
og eftir heimsmeistarakeppnina.
„Við bindum töluverðar vonir við að
landsmenn styðji við bakið á okkur
með því að greiða happdrættismið-
ana en síðast þegar við gáfum út
miða seldust aðeins 6% þeirra.
Tekjumöguleikar HSÍ liggja í happ-
drættismiðunum, aðgöngumiðum á
leikina og ef að líkum lætur verður
fjárhagsstaða sambandsins komin
upp fyrir núllið eftir HM."
— Með hvaða hætti hefur verið
grynnkað á skuldunum sem námu
um 74 milljónum fyrir nokkrum ár-
um?
„Við sömdum við lánadrottna og
sluppum þannig við dráttarvexti og
lögfræðikostnað. í dag skuldar HSÍ
* Kostaði 35 milljónir að fá að halda HM?
* Voru atkvæði keypt til að fá HM til íslands?
* Verður Þorbergur Aðalsteinsson endurráðinn?
* Verður næsta stórverkefni landsliðsins árið 1999?
Alþjóðahreyfing
á brauðfótum!
Texti: Þorgrímur Þráinsson
um 8 milljónir í Landsbankanum og
er með langtímaskuldir upp á 6 millj-
ónir — alls um 14 milljónir nettó. Við
stefnum að 2-4 milljón króna hagn-
aði á þessu rekstrarári. Með því að
eiga lausafé hefur okkur tekist að fá
góðan afslátt á því sem við höfum
þurft að kaupa og það hefur mikið að
segja."
— Hver var ástæða mjög slæmrar
skuldastöðu HSÍ fyrir nokkrum ár-
um? Menn hafa talað um að Jón H.
Magnússon, fyrrum formaður HSI,
hafi farið frjálslega með Visakortið.
„Vissulega var Jón með kort en til
þess að eiga möguleika á að fá
heimsmeistarakeppnina til íslands
þurfti að leggja út ígríðarlegan kostn-
að. Líklega hefur það kostað sam-
bandið um 35 milljónir að fá HM til
íslands. Undirbúningsvinnan hófst
strax árið 1986 og þurfti Jón Hjaltalín
og HSÍ forystan að heimsækja fjölda
ríkja, í Austur-Evrópu, Afríku og Asíu,
og í raun að „kaupa" menn. Þeir
gerðu það sem þurfti til að tryggja
stöðu íslands og ég hefði án gefa gert
slíkt hið sama hefði ég verið í þeirra
sporum.
Skafmiðaævintýrið Mark og mát
sem HSÍ stóð að mislukkaðist algjör-
lega og kostaði sambandið um 30
milljónir."
— Er það rétt að sumar þjóðir hafi
hreinlega verið keyptar til að greiða
íslandi atkvæði sitt?
„Ég gæti trúað því. Fulltrúar
— segir ÓLAFUR B.
SCHRAM,
FORMAÐUR HSÍ,
um handknattleiks-
forystuna í Evrópu
margra atkvæðisbærra þjóða mæta
nánast mállausir á ársþingin og eru
yfirleitt sammála síðasta ræðumanni.
Með réttum aðferðum er hægt að
hafa áhrif á slíka menn."
— Hvað hefur komið þér mest á
óvart eftir að hafa fengið að halda
HM?
„Að ekki var hægt að treysta um-
mælum eins valdamesta starfsmanns
IHF (Alþjóða handknattleikssam-
bandsins) í þrígang, þess efnis að ís-
land þyrfti ekki að hafa neinar
áhyggjur af sjónarpsútsendingar-
kostnaði. Þegar hann sat síðan við
hlið Erwins Lanc, forseta IHF, kann-
aðist hann ekki við ummæli sín. í
kjölfar þess var okkur stillt upp við
vegg með að greiða 56 milljónir eða
missa keppnina úr landi og þá til
Spánar. Niðurstaðan varð sú að við
þurftum að borga um 42 milljónir
fyrir sjónvarpsútsendingarnar og sú
upphæð greiðist að hluta með þeim
peningum sem HSÍ fær frá IHF fyrir
sjónvarpsréttinn. Við þurfum því að
færa hagnaðarvonina yfir á miðasöl-
una."
— Hvernig verður launamálum
leikmanna háttað á HM?
46