Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.04.1995, Qupperneq 61

Íþróttablaðið - 01.04.1995, Qupperneq 61
AHEIMAVELLI HM '95 A VERALDARVEF ÍNTERNETSINS Grafík miðlun hf. hefur, f samstarfi við Teymi hf., þróað fullkomna vefþjónustu til framsetningar á ýms- um upplýsingum um Heimsmeist- arakeppnina í handknattleik 1995 sem fer fram dagana 7.-21. maí næst- komandi. Ávefnum erað finna mikið af upplýsingum sem við koma keppninni, liðunum, leikmönnum, leikjaáætlunum o.fl. sem Grafík miðlun hefur alfarið séð um að afla. Teymi hf. — Oracle hugbúnaður á íslandi leggur til nauðsynlega tækni fyrir veraldarvef HM '95. Meðan á keppninni stendur verða upplýsingar jafnóðum færðar í Oracle 7 gagna- grunnsmiðlarann og því samstundis aðgengilegar á síðum HM '95 vefs- ins. Það eru sömu upplýsingar og birtast íbeinni útsendingu sjónvarps- ins meðan á útsendingum leikjanna stendur. Heimasíða HM '95 vefsins er http:/www.handball.is. GOTT FYRIR GROTTU! Stjarnan varð íslandsmeistari í 1. deild kvenna í handknattleik í vetur og léku tvær fyrrum Gróttustúlkur með liðinu, þær Lauf- ey Sigvaldadóttir og Fanney Rúnarsdóttir markvörður en ekkert lið frá Gróttu tók þátt í deildarkeppninni í vetur. Nú hefur hins vegar heyrst að Gróttustúlkur séu að vakna til lífsins að nýju og hyggist senda lið til keppni í vetur og hefur það hvissast út að þær Laufey og Fanney hyggist ganga til liðs við sitt gamla félag. Gott mál fyrir Gróttu en að sama skapi vont fyrir Stjörnuna. 5% 8% 12% 5% - 8% 27% 12% 23 % HVAR SKJOTA ÞEIR? í Sviss var gerð könnun á því hvar leik- menn skjóta oftast á markið í handbolta. Meðfylgjandi tafla sýnir að hægra hornið niðri er vinsælast og kemur það kannski ekki á óvart þar sem flestir eru rétthentir. En þetta er athyglisvert og verður gaman að sjá hvar leikmennirnir á HM skjóta. Það er ekki tekið út með sældinni að vera rugbyleikmaður - eða hvað? VÍTANÝTNI Á HM í SVÍÞJOÐ Á Heimsmeistaramótinu í handknattleik, sem fór fram í Svíþjóð árið 1993, var vítanýting leikmanna mismunandi eins og gengur og gerist. Eftirtaldir fimm leikmenn nýttu vítin sfn best eins og meðfylgjandi tafla sýnir: 1. Magnus Wislander Svíþjóð 23/25 = 92% 2. Joszef Eles Ungverjalandi 19/20 = 95% 3. Sigurður Sveinsson íslandi 15/17 = 88% 4. Marc Baumgartner Sviss 14/18 = 77% 5. Valeri Gopin Rússlandi 13/13 = 100% ENDEMIS VITLEYSA! Fyrir nokkrum mánuðum fór fram mikilvægur leikur í bikarkeppninni í Vestur-lndíum. BARBADOS varð að sigra í leiknum með tveggja marka mun til að komast áfram í næstu um- ferð. Andstæðingarnir, GRENADA, máttu hins vegar tapa með eins marks mun til að komast áfram. Ef staðan hefði verið jöfn eftir venjuleg- an leiktíma átti að leika þar til annað liðið skoraði í svokölluðum bráða- bana. Vandmálin hófust fyrir alvöru þegar menn áttuðu sig á því hvers konar vitleysis reglur þetta voru. Þegar 5 mínútur voru til leiksloka var staðan 2:1 fyrir Barbados en það hefði ekki dugað þeim til að komast áfram (eins og kemur frarn hér að ofan). Þegar leikmenn liðsins áttuðu sig á því tóku þeir til þess ráðs að skora sjálfsmark til að jafna leikinn og knýja fram bráðabana með það fyrir augum að skora á undan Gren- ada. Áhorfendum var ekki Ijóst hvað var um að vera þegar varnarmaður Barbados snéri sér skyndilega við og þrumaði knettinum í markhornið. Leikmenn Grenada áttuðu sig strax á því hvað vakti fyrir leikmönn- um Barbados þannig að þeir hófust sömuleiðis handa við að reyna að skora sjálfsmark til að tapa með eins marks mun og komast þar með áfram í bikarnum. Upphófst nú þvílík leik- aðferð á vellinum að menn höfðu aldrei séð annað eins. Allir leikmenn Barbados voru komnir inn í vítateig Grenada til að reyna að koma í veg fyrirað þeirskoruðu sjálfsmark. Þeim tókstætlunarverkið því leiknum lykt- aði 2:2 og Barbados skoraði síðan mark í bráðabana. 61
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Íþróttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.