Íþróttablaðið - 01.04.1995, Blaðsíða 61
AHEIMAVELLI
HM '95 A
VERALDARVEF
ÍNTERNETSINS
Grafík miðlun hf. hefur, f samstarfi
við Teymi hf., þróað fullkomna
vefþjónustu til framsetningar á ýms-
um upplýsingum um Heimsmeist-
arakeppnina í handknattleik 1995
sem fer fram dagana 7.-21. maí næst-
komandi. Ávefnum erað finna mikið
af upplýsingum sem við koma
keppninni, liðunum, leikmönnum,
leikjaáætlunum o.fl. sem Grafík
miðlun hefur alfarið séð um að afla.
Teymi hf. — Oracle hugbúnaður á
íslandi leggur til nauðsynlega tækni
fyrir veraldarvef HM '95. Meðan á
keppninni stendur verða upplýsingar
jafnóðum færðar í Oracle 7 gagna-
grunnsmiðlarann og því samstundis
aðgengilegar á síðum HM '95 vefs-
ins. Það eru sömu upplýsingar og
birtast íbeinni útsendingu sjónvarps-
ins meðan á útsendingum leikjanna
stendur. Heimasíða HM '95 vefsins
er http:/www.handball.is.
GOTT FYRIR GROTTU!
Stjarnan varð íslandsmeistari í 1. deild
kvenna í handknattleik í vetur og léku tvær
fyrrum Gróttustúlkur með liðinu, þær Lauf-
ey Sigvaldadóttir og Fanney Rúnarsdóttir
markvörður en ekkert lið frá Gróttu tók þátt
í deildarkeppninni í vetur. Nú hefur hins
vegar heyrst að Gróttustúlkur séu að vakna
til lífsins að nýju og hyggist senda lið til
keppni í vetur og hefur það hvissast út að
þær Laufey og Fanney hyggist ganga til liðs
við sitt gamla félag. Gott mál fyrir Gróttu en
að sama skapi vont fyrir Stjörnuna.
5% 8% 12%
5% - 8%
27% 12% 23 %
HVAR SKJOTA ÞEIR?
í Sviss var gerð könnun á því hvar leik-
menn skjóta oftast á markið í handbolta.
Meðfylgjandi tafla sýnir að hægra hornið
niðri er vinsælast og kemur það kannski
ekki á óvart þar sem flestir eru rétthentir. En
þetta er athyglisvert og verður gaman að sjá
hvar leikmennirnir á HM skjóta.
Það er ekki tekið út með sældinni að
vera rugbyleikmaður - eða hvað?
VÍTANÝTNI Á HM í SVÍÞJOÐ
Á Heimsmeistaramótinu í handknattleik, sem fór fram í Svíþjóð árið
1993, var vítanýting leikmanna mismunandi eins og gengur og gerist.
Eftirtaldir fimm leikmenn nýttu vítin sfn best eins og meðfylgjandi tafla
sýnir:
1. Magnus Wislander Svíþjóð 23/25 = 92%
2. Joszef Eles Ungverjalandi 19/20 = 95%
3. Sigurður Sveinsson íslandi 15/17 = 88%
4. Marc Baumgartner Sviss 14/18 = 77%
5. Valeri Gopin Rússlandi 13/13 = 100%
ENDEMIS
VITLEYSA!
Fyrir nokkrum mánuðum fór fram
mikilvægur leikur í bikarkeppninni í
Vestur-lndíum. BARBADOS varð að
sigra í leiknum með tveggja marka
mun til að komast áfram í næstu um-
ferð. Andstæðingarnir, GRENADA,
máttu hins vegar tapa með eins
marks mun til að komast áfram. Ef
staðan hefði verið jöfn eftir venjuleg-
an leiktíma átti að leika þar til annað
liðið skoraði í svokölluðum bráða-
bana. Vandmálin hófust fyrir alvöru
þegar menn áttuðu sig á því hvers
konar vitleysis reglur þetta voru.
Þegar 5 mínútur voru til leiksloka
var staðan 2:1 fyrir Barbados en það
hefði ekki dugað þeim til að komast
áfram (eins og kemur frarn hér að
ofan). Þegar leikmenn liðsins áttuðu
sig á því tóku þeir til þess ráðs að
skora sjálfsmark til að jafna leikinn
og knýja fram bráðabana með það
fyrir augum að skora á undan Gren-
ada. Áhorfendum var ekki Ijóst hvað
var um að vera þegar varnarmaður
Barbados snéri sér skyndilega við og
þrumaði knettinum í markhornið.
Leikmenn Grenada áttuðu sig
strax á því hvað vakti fyrir leikmönn-
um Barbados þannig að þeir hófust
sömuleiðis handa við að reyna að
skora sjálfsmark til að tapa með eins
marks mun og komast þar með áfram
í bikarnum. Upphófst nú þvílík leik-
aðferð á vellinum að menn höfðu
aldrei séð annað eins. Allir leikmenn
Barbados voru komnir inn í vítateig
Grenada til að reyna að koma í veg
fyrirað þeirskoruðu sjálfsmark. Þeim
tókstætlunarverkið því leiknum lykt-
aði 2:2 og Barbados skoraði síðan
mark í bráðabana.
61