Íþróttablaðið - 01.04.1995, Blaðsíða 64
ViLL ÍÞRÓTTAHREYFINGIN
TÓBAK?
Flestir eru sammála um að
íþróttaiðkun sé af hinu
góða og undanfarinn ára-
tug hefur vitund fólks um
tengsl lífernis og heilsu far-
ið mjög vaxandi. Sífellt
fleiri stunda einhvers konar
íþrótt sér til ánægju og
heilsubótar. Einnig eigum
við stóran hóp fólks sem
stundar keppnisíþróttir og
þar á meðal margt afreks-
fólk á heimsmælikvarða.
Við tengjum íþróttir
gjarnan við hollustu og
góðan íþróttamann við
sjálfsaga og hreysti. Al-
kunna er að æska landsins
horfir á afreksfólk íþrótt-
anna með aðdáun og virð-
ingu. Mjög margt af þessu
fólki er ungmennunum góð
fyrirmynd, ekki bara vegna
íþróttar sinnar heldur sök-
um lífernis að öðru leyti,
t.d. bindindis á áfengi og
tóbak. Gott dæmi um slík-
an afreksmann er Magnús
Scheving.
í vitund okkar eru
íþróttafélögin og íþrótta-
hreyfingin í heild, ekki síð-
ur en einstakir íþróttamenn, ímynd
margra góðra lífsgilda. En stendur
íþróttahreyfingin undir þeim vænt-
ingum sem til hennar eru gerðar í
þessu sambandi? Á sumum sviðum
getur hún a.m.k. gert betur.
Tóbaksnotkun er oft gróflega
blandað saman við íþróttaiðkun.
Sumir íþróttamenn og þjálfarar leyfa
sér að reykja á æfinga- og keppnis-
svæðum og enginn virðist hafa neitt
við það að athuga. Nýjasti óþverrinn
í tóbaksfjölskyldunni, snuffið, er
einnig talsvert algengt í hópi íþrótta-
manna. Fyrir þá sem ekki vita er þetta
snuff fínkornótt tóbak til ítroðslu í
nasir og á bak við varir. Þessi óþverri
veldur nikótínfíkn og margir neyt-
endur hans fara síðar að reykja. Þar
að auki er þetta form tóbaks einkar
vel fallið til myndunar krabbameins í
nefi, munni og nálægum líffærum.
íþróttamenn og þjálfarar nota tó-
bak oft fyrir framan unga aðdáend-
ur. Það er í hróplegri andstöðu við
þá ímynd sem íþróttamenn og
íþróttahreyfingin eiga að hafa og
vilja áreiðanlega hafa. í raun er þetta
óbein op mjög öflug auglýsing á tó-
baki. Obein auglýsing þar sem
íþróttamennirnir fá ekki greitt fyrir
sitt framlag og öflug vegna þess að
þeir tengja notkun tóbaks
við hollustu og hreysti.
í þessu samhengi má líka
nefna þá ömurlega stað-
reynd að á nýafstöðnu
þingi var það einn af æðri
mönnum íþróttal ífsins í
landinu sem átti drjúgan
þátt í að koma í veg fyrir að
ný tóbaksvarnarlög næðu
fram að ganga. Maðurinn
er sonur mikils íþrótta-
manns, íþróttamaður sjálf-
ur og aukin heldur formað-
ur íþróttanefndar ríkisins.
Það er erfitt að sjá að þessi
afstaða INGA BJÖRNS AL-
BERTSSONAR sé í þágu
æsku landsins og íþrótt-
anna en tóbaksiðnaðurinn
má vel við una og hlýtur að
telja sig eiga þarna hauk í
horni.
Það er kominn tími til að
íþróttahreyfingin hafi ekki
bara skoðun á þessum mál-
um á tyllidögum, heldur
marki sér eigin stefnu í tó-
baksvarnarmálum. Nær-
tækt og sjálfsagt markmið
slíkrar stefnu ætti að vera
það að íþróttamenn lýsi öll
sín vígi, þ.e. íþróttamannvirki, hvort
sem er úti eða inni, tóbakslaus. Einn-
ig að gera þá kröfu til íþróttaþjálfara
að þeir noti ekki tóbak í vinnutíman-
um. Þá mættu skipulagðar tóbaks-,
áfengis- og aðrar vímuefnavarnir
oftar vera hluti af starfi þjálfara. Við
útfærslu slíkrar stefnu hlýtur hreyf-
ingin einnig að gera þá kröfu til tals-
manna íþróttamála í landinu að þeir
séu ætíð minnugir ábyrgðar sinnar
gagnvart æsku landsins og hugsjón
íþróttanna.
PÉTUR HEIMISSON, LÆKNIR
EGILSSTÖÐUM
64