Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.04.1995, Side 70

Íþróttablaðið - 01.04.1995, Side 70
Hnefaleikari nokkur til- kynnti eitt sinn opinberlega að hann stundaði ekki kynlíf í fullar átta vikur fyrir hnefa- leikakeppni til þess að halda fullri orku í keppninni. OF MIKIÐ KYNLÍF...? MINNKANDI GETA ... í ÍÞRÓTTUM? ‘XyniífoL] íþróttir í meira en fimm þúsund ár hafa kínverskir læknar meðhöndlað kynlífs- fíkla. Jafnvel hómó- patar meðhöndla bæði konur og karla sem orðið hafa fyrir ótíma- bærri öldrun vegna mikils taps á „ástar- vökva". Þýtt og endursagt; Þórunn Hafstein líkamanum veikir það óneit- anlega vefi hans. Einkennin vegna „eyðslu" ástarvökvans geta verið marg- vísleg. Þau geta lýst sér í of hröðum hjartslætti, verk fyrir brjósti, bakverk, smástingjum hér og þar, doða, hræðslu og miklum kvíða. Og ef um þrá- láta eyðslu ástarvökvans er að ræða getur það t.d. komið í veg fyrir góðan árangur á sviði líkamsræktar. Þetta getur dregið úr stælingu vöðva, orsakað verki í liðamaótum og beinþynningu, svo eitthvað sé nefnt!!! Hér eru nokkrar stórmerki- legar kenningar sem sýna fram á að skírlífi eykur getuna ... í íþróttum. Læknar segja það engin ný sann- indi að uppsöfnun sæðis viðhaldi getu íþróttamanna og að það sé t.d. vel þekkt fyrirbæri að hnefaleikarar „spari" sáðlát allt upp í eitt ár fyrir keppni svo þeim gangi beturíhringn- um! Læknarnir halda því einnig fram að þeir karlmenn, sem stundi mikla líkamsrækt, nái töluvert betri og skjótari árangri í ræktinni stundi þeir kynlíf í hófi. Þeir segja að í hvert sinn sem karlmaður fái sáðlát missi hann við það magn af karlhormóninum testósterón en hann er einmitt nauð- synlegur til þess að líkamræktar- menn geti orðið að vöðvafjöllum. Einnig hafa rannsóknir sýnt fram á að ef mikið er af testósteróni í líkaman- um sé skapið betra — og gáfurnar og líkamlegur styrkur mun meiri en ella! En það er ekki einungis testósterón sem „skolast" úr líkama karlmanns- ins þegar hann fær fullnægingu því sæðið inniheldur mikið magn af amínósýrum (mynda uppistöðuna í hvítuefnum), vítamínum, steinefn- um, DNA (efni genanna), nauðsyn- legum fitusýrum, ávaxtasýrum, lesi- tíni (fituefni), fosfóri (frumefni), sí- trónsýru, sínki, C-vítamíni, prosta- glandíni og öðrum næringarefnum. Vísindamenn hafa leitt í Ijós að við missi ákveðins hluta af sæði sé við- komandi eiginlega að missa næring- arefni úr 60 sinnum stærri hluta af blóði líkamans. En hvernigskyldu nú næringarefni blóðsins komast í þessa „ástarvökva" líkamans? Þetta er það sem gerist hjá konum og körlum samkvæmt því sem læknavísindin upplýsa okkur um: Þegar við innbyrðum fæðu og vatn fær blóðið mikið af næringar- efnum. Síðan flytja blóðið og blóð- vökvinn næringuna til vöðvanna og til hinna ýmsu hluta líkamans, eins ogt.d. fituvefja, beina, brjósks, bein- mergs og tauga. Að síðustu berast svo næringarefnin til æxlunarfæra líkam- ans. Ástarvökvi konunnar er einnig talinn mjög ríkur af prótínefnum og þegar karlmenn og konur missa mik- ið magn áðurtalinna næringarefna úr ENGAR VÍSINDALEGAR SANNANIR En það er of snemmt að örvænta! Vísindamenn viðurkenna þó að ekki séu til neinar vísindalegar sannanir fyrir því að eyðsla ástarvökvans títt- nefnda sé okkur skaðleg, heilsufars- lega séð. Læknar hafa ef til vill hing- að til ekki viljað horfa beint í augun á fullfrísku, heilbrigðu fólki og tjá því bara si svona að kynlíf sé beinlínis heiIsuspiIlandi — nema hvað! Vís- indin hafa ekki sannað að svo sé, einungis sýnt fram á að svo geti verið. En bíðum aðeins við! I meira en fimm þúsund ár hafa kínverskir lækn- ar meðhöndlað kynlífsfíklaogjafnvel hómópatar meðhöndla bæði konur og karla sem orðið hafa fyrir ótíma- bærri öldrun vegna mikils taps á ást- arvökva. Og einkennin hafa ekki lát- ið á sér standa. „Sjúklingarnir" hafa t.d. orðið bognir í baki, átt við hárlos að stríða og kvartað undan því að þeir eigi erfitt um vik. Einnig að þeir séu taugaspenntir, þjáist af þung- lyndi og andlegum sljóleika, hafi of miklar áhyggjur, léttist og hafi sí- þreytueinkenni. Stundi fólk hinsveg- 70

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.