Íþróttablaðið - 01.04.1995, Síða 76
Hið árlega LANDSBANKA-
HLAUP, sem hefur unnið sér fastan
sess í íþróttalífi landsmanna, verður
haldið ítíunda sinn laugardaginn 20.
maí næstkomandi, klukkan 11 fyrir
hádegi. Skráning hefst um 10 dögum
fyrir hlaupið og er þátttaka heimil
öllum börnum sem eru fædd á árun-
um 1982,1983,1984 og1985. Börn-
in hlaupa mislangar vegalengdir eft-
ir aldri og fá þrír fyrstu í hverjum
riðli verðlaun. Allir þátttakendur fá
derhúfu að hlaupinu loknu.
Hlaupið verður víðsvegar um
landið, á 36 stöðum alls, en að þessu
sinni sameinast útibúin á Stór-
Reykjavíkursvæðinu um eitt stórt
hlaup í Laugardalnum.
I tilefni af 10 ára afmæli hlaupsins
hefur Landsbankinn samið við ÍTR
Tíunda Landsbankahlaupið verður haldið í Laugardalnum fyrir öll útibúin á
Stór-Reykjavíkursvæðinu.
LANDSBANKAHLAUPIÐ
um að sundlaugarnar í Laugardal og
fjölskyldu- og húsdýragarðurinn
verði opinn gestum í boði bankans á
hlaupdaginn. Umferðar-og lukkuálf-
urinn Mókollur, vinuryngri systkina,
kemur í heimsókn. Frjálsíþróttasam-
bandið hefur aðstoðað Landsbank-
ann dyggilega við hlaupið og skipu-
lagt það í samvinnu við bankann.
Landsbankahlaupið er glæsilegt
framlag til eflingar íþróttaiðkunar
barna á þessum aldri og stuðlar að
heilbrigðari æsku landsins. Hlaupið
hefurveriðbörnunum mikil hvatning
til frekari íþróttaástundunar og svo
verður vonandi áfram.
Verslunin ÍS-SPOR, sem er með
landsins mesta úrval af verðlauna-
gripum, verðlaunapeningum og bik-
urum hefur flutt í glæsilegt og rúm-
gott húsnæði að Síðumúla 17. Hjá
íyrirtækinu, sem átti 20 ára afmæli á
síðasta ári, vinna sjö manns en fram-
kvæmdastjóri þess og aðaleigandi er
Sigurður Pétursson. „Okkur líkar
mjög vel í Síðumúlanum og fær ís-
spor stöðugt fleiri viðskiptavini. Ná-
lægðin við fþróttasamband íslands á
eftir að skila sér í aukinni sölu og
sömuleiðis kemur nýttfólk inn af göt-
unni. Sumir hafa orð á því að það hafi
verið of langt í Kópavog, þar sem
verslunin var áður til húsa."
Eins og áður sagði er glæsilegt úr-
val verðlaunagripa í ís-spor og þar er
mjög persónuleg og góð þjóunsta.
Fyrirl iggjandi eru verðlaunagripir
fyrir allar íþróttagreinar, í öllum
stærðum og gerðum og sú nýbreytni
hefur verið tekin upp að bjóða upp á
mikið úrval af gjafavörum."
Sigurður Pétursson i hinni glæsilegu verslun að Síðumúla 17.
ÍS-SPOR
ílutt í Síðumúla 17