Fréttablaðið - 08.07.2020, Blaðsíða 9

Fréttablaðið - 08.07.2020, Blaðsíða 9
Hlíðasmári 6. Sími: 510 7900. lind@fastlind.is Stefán Jarl Lögg. fasteignasali 892 9966 stefan@fastlind.is Nánari upplýsingar veita Hannes Steindórsson Lögg. fasteignasali 699 5008 hannes@fastlind.is TIL LEIGU TILBOÐ ÓSKAST Einstaklega vandað og vel staðsett skrifstofuhúsnæði. Eignin er öll mjög snyrtileg, 10 rúmgóðar skrifstofur allt frá 10 fm uppí 40 fm, aðstaða fyrir allt að 30-40 starfsmenn. Rúmgott fundarherbergi ásamt snyrtilegu eldhúsi og starfsmannaaðstöðu. Næg bílastæði. Hlíðasmári 6, 201 Kópavogur 314 m2 atvinnuhúsnæði, 10 rúmgóðar skrifstofur Eftir tíðar umræður um loftslags-breytingar og COVID-19 far-sóttina hafa kannski einhverjir byrjað að velta fyrir sér hvort þetta gæti verið tengt. Vitað er að fjölgun mannkyns er aðalástæðan fyrir ofnotkun á nátt- úruauðlindum og landsvæðum, eyðingu skóga og ósnertri náttúru, sem eru búsvæði villtra dýra. Æ f leiri dýrategundir þurfa að deila æ minni landsvæðum, sem eykur hættuna á veirusýkingum sem drepa dýrastofna og geta einnig auðveld- lega borist í menn. Við þrengjum að öllum dýrategundum með offjölgun mannsins. Við tölum um að við þurfum að spara orku, byggja á vistvænan hátt, þétta byggð og nýta betur auðlindir jarðar í stað þess að sóa þeim. Þetta eru góð og gild markmið. En hvers vegna er ekki minnst á að stöðva fólksfjölgun, eða réttara sagt draga úr henni jafnt og þétt? Jú, aðalástæð- an er að hagfræðin og vistfræðin eru ekki á sömu bylgjulengd. Hagfræðingar benda á að fólk eld- ist og að við þurfum að eignast fleiri börn til að hagkerfið haldi jöfnum hagvexti. Þetta gerist að vísu aðeins í þeim ríkjum þar sem fólk er vel upp- lýst og þjóðfélög eru lýðræðislega og félagslega sterk. Bent er á hve kostn- aðarsamt er að reka þjónustu fyrir aldraða: hjúkrunarheimili, læknisað- stoð, dagvistun og fleira. Hefur verið tekinn með í reikninginn kostnaður- inn við umönnun ungbarna, læknis- þjónustu verðandi mæðra og barna, leikskóla, skóla og f leira? Börn og ungt fólk er í skóla í allavega þrett án ár og svo tekur háskólinn við. Meðal- dvalartími íbúa á hjúkrunarheim- ilum er um tvö til þrjú ár og kannski enn styttri tími að njóta þjónustu heimahjúkrunar. Eru þó flestir þeir einstaklingar búnir að borga skatta til þjóðfélagsins í áraraðir. Þjóð- félagið tekur við vel menntuðum ein- staklingum en stofnkostnaðurinn er hár. Það er þessi stofnkostnaður sem alþjóðasamtök allra landa þurfa að leggja af mörkum, fyrir jöfnum lífs- gæðum allra jarðarbúa hvar sem er á hnettinum. Önnur lönd á móður jörð eru háð því að hafa mikið og ódýrt vinnuafl og fjölskyldur eiga mörg börn í von um að nokkur vaxi úr grasi. Matar- skortur vegna þurrka og offjölgunar er vel þekkt fyrirbrigði sem leggst á þessar þjóðir með nokkurra ára millibili. Alþjóðleg hjálparsamtök taka þá höndum saman til að hjálpa nauðstöddu fólki og útvega vistir. Er ekki kominn tími til að alþjóð- leg hjálparsamtök, með stuðningi SÞ, Evrópubandalagsins, Araba- bandalagsins, Efnahagsbandalags Vestur-Afríkuríkja (CEDEAO), og svo mætti lengi telja, hjálpist að við að leysa vandann á uppbyggilegri hátt? Vandinn er aðallega mennt- unarskortur og offjölgun fátækra þjóða. Ofan á leggst misrétti kynja og ættasamfélög (klan), sem ráða ríkjum innan ríkja og vantreysta yfirvöldum landsins. Ættasamfélag er ævafornt samfélagsmynstur þar sem skýr stéttaskipting ræður. Ég tel að með því að vinna mark- visst að bættu menntakerfi þessara landa frá grunnskóla til háskóla, muni löndin fá upplýsta þegna sem stuðla að uppbyggingu virks og nútímalegs samfélags á vistvænan hátt. Fólksfjölgunin mun jafnt og þétt minnka og hvert barn fær mögu- leika á að lifa og dafna. Þetta mun taka tíma. Eigum við að ná árangri áður en f leiri villtar dýrategundir deyja út og sjúkdómar blossa upp á fjölmennum svæðum, þarf að vera samstarf milli ríkjanna og alþjóð- legra samtaka. Í dag stöndum við frammi fyrir fólksflótta frá löndum í Mið- Austur- Asíu og Afríku. Evrópa hefur tekið á móti milljónum innflytjenda. Þeim gengur misvel að aðlagast, læra tungumálið, nýja siði og taka þátt í þjóðfélaginu. Fjölmargir koma frá ættasamfélögum og bera oft ekkert traust til yfirvalda í nýja landinu. Evrópulönd sáu fyrst möguleika sína í að f lytja inn ódýrt vinnuafl. Þetta átti líka að vera lausn á fækkun barnsfæðinga og stuðla að auknum hagvexti. Hagfræðin tók ekki með í reikninginn kostnaðinn við „ódýra vinnuaflið“ þegar fram liðu stundir. Allur þessi kostnaður vegna húsnæð- is, uppihalds, aðlögunarnámskeiða og tungumálakennslu, túlkaþjón- ustu, læknisþjónustu og lögfræði- þjónustu, umsóknir og skráningar, atvinnuleit og fleira. Í Noregi er talað um að einn meðal skattgreiðandi borgi kostnaðinn fyrir einn inn- flytjanda/hælisleitanda á ári. Hag- fræðingar ættu að reikna þetta dæmi einu sinni enn. Þjóðirnar sem missa fólk úr landi, sem hafa að langmestu leyti verið hraustir karlmenn á aldrinum 18 til 45 ára, eru að missa mannauðinn. Þetta hefur enn neikvæðari afleið- ingar fyrir þjóðirnar sem sitja uppi með allra fátækustu íbúana og stórt hlutfall kvenna, barna og eldri borg- ara. Þjóðfélagið skerðist enn frekar og á erfiðara með uppbyggingu eftir margra ára erfiði. Dæmi má taka frá Sýrlandi þar sem samfélagið vantar mannafla við að byggja upp innviði og hreinsa bæjarústir eftir hörmung- ar sem þar hafa geisað. Þegar litið er á heildina er f lóttastraumurinn að veikja þegar viðkvæmar þjóðir og seinka uppbyggingu þjóðfélaga. Keðjuverkunin er augsýnileg. Vestur- landabúar auglýstu sig sem bjarg- vætti, en eru kannski fyrst núna að vakna til veruleikans og gera sér grein fyrir bjarnargreiðanum. Að flytja stóran hluta fólks milli landa er ekki lausnin. Væri betri lausn að alþjóðasam- tök hjálpi þjóðunum að byggja upp samfélög sem eru í vanda? Allir þeir peningar sem Vesturlönd og önnur ríki nota til að taka á móti flóttafólki, gætu betur nýst í uppbyggingu inn- viða þessara þjóða. Þó svo að stríðs- átök herji milli þjóðarbrota eða landa, þá væri kannski hægt að hug- leiða friðarviðræður óháðra mann- réttindasamtaka, fremur en að senda herafla á svæðið. Flóttamannabúðir eru tímabundin lausn, en því fyrr sem landsmenn komast heim, því fyrr er hægt að byrja uppbyggingu. Fólksfjölgun og fólksflótti ásamt hlýnun jarðar og farsóttum, kallar á aðgerðir sem virka. Öll lönd þurfa að banna fjölkvæni, með viðurlögum. Einnig ætti að harðbanna með viður- lögum að gifta (selja) smástúlkur í hjónabönd. Það stuðlar að sterkari stöðu kvenna í þeim löndum sem þetta viðgengst og fækkun fæðinga. Í Evrópu og víðar fær fjölskylda barnabætur með hverju barni sem fæðist. Hvernig væri að öll lönd jarð- ar myndu gefa fjölskyldum barna- bætur fyrir fyrstu þrjú börnin? Ég er alls ekki að stinga upp á að banna að eignast fleiri börn, en það á að stuðla að vissri þróun. Að draga úr fjölgun mannkyns er stórt skref fyrir varð- veislu náttúruauðlinda og minnkun kolefnislosunar. Ég lít á fámennið á Íslandi sem mikinn styrk (hér væri hagfræð- ingurinn ekki sammála mér). Við höfum forréttindi smáþjóða. Það hefur verið samstaða þegar mikið liggur við, sem dæmi þegar stórir viðburðir á íþróttavettvangi eiga sér stað og þegar farsótt eins og COVID- 19 gengur yfir. Einangrun síðustu mánaða hefur vakið upp margar spurningar um hvernig Ísland getur verið sjálf bært. Við höfum mikla möguleika til að ná því markmiði, með því að vera útsjónarsöm. Tökum stöðuna 2020 Anna Kristjánsdóttir arkitekt og nemi í skipu- lagsfræði Það hefur verið samstaða þegar mikið liggur við, sem dæmi þegar stórir viðburðir á íþróttavettvangi eiga sér stað, og þegar farsótt eins og COVID-19 gengur yfir. S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 9M I Ð V I K U D A G U R 8 . J Ú L Í 2 0 2 0

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.