Fréttablaðið - 08.07.2020, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 08.07.2020, Blaðsíða 27
Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is Þótt ekki verði haldið til útlanda á þessu sumri er svo ótrúlega margt skemmtilegt hægt að gera innanlands. Sumar­ bústaðaferð með fjölskyldunni með tilheyrandi grillveislu, eða gönguferðum í náttúrunni í fall­ egu veðri. Það er slakandi að vera í rólegheitunum í íslenskri sveit. Með breyttu viðhorfi er hægt að ná bata gegn streitu í sumarfríinu og forðast með því álagstengda sjúkdóma. Nútíma fjölskyldurútína kallar fram streitu í daglegu lífi. Það er því afar mikilvægt að nota tímann í fríinu til að slaka á. Það er ágætt ráð að taka af sér úrið og slökkva á símanum. Sinntu frekar áhuga­ málum eins og lestri góðra bóka, að teikna, huga að plöntum í garð­ inum, fara í sund eða göngu. Samfélagsmiðlar og alls kyns öpp geta verið mjög stressandi. Ef okkur líður vel, erum glöð í bragði og njótum frísins, gefur það um leið orku og andlega hugleiðslu. Þegar fólk tekur sér frí frá sam­ félagsmiðlum, til dæmis í tvær vikur, getur það orsakað stress yfir að verið sé að missa af einhverju Slepptu streitunni í sumarfríinu Finnst þér erfitt að slaka á í fríinu? Dekraðu við þig og forðastu áreiti, slakaðu á og hvíldu þig. Vet- urinn hefur verið erfiður og nú má njóta. Það er margt og mikið skemmtilegt í boði um allt land. Það má svo sannarlega liggja í leti og slaka á í sumar- fríinu. Það er reyndar gott fyrir heilsuna. MYNDIR/GETTY Grillveisla með þínum nánustu er alltaf hin besta skemmtun. spennandi. Þess vegna er betra að minnka notkunina eftir fyrir fram ákveðnum reglum sem maður setur sér. Fjölskyldusamvera er nauð­ synleg í sumarfríum. Hjón ættu engu að síður að reyna að gefa sér dag saman án barna. Það bætir sambandið, eftir því sem sænskur ráðgjafi segir við Expressen. Skiln­ aðir eru algengastir í september og október eftir „erfitt“ sumarfrí. Þar sem utanlandsferðir eru ekki á dagskrá er ekki úr vegi að taka til höndum við það sem setið hefur á hakanum heima. Hjón geta unnið að því saman. Þeir sem eru undir miklu álagi í vinnunni ættu að huga að hreyf­ ingu í sumarfríinu. Þá gefst loks tími til að taka sig aðeins í gegn. Hreyfing getur verið margvísleg. Má þar nefna hjólatúr með fjöl­ skyldunni, ferð í sund eða á aðra baðstaði, eða bara að fara í langan göngutúr með stoppi á kaffihúsi. Auðveld fjallganga er sömuleiðis skemmtileg fyrir alla, eða veiði­ ferð í nálægt vatn. Á góðviðris­ dögum er líka frábært að borða morgunmatinn utandyra og gera eitthvað spennandi, eins og að baka pönnukökur eða fara í bakaríið og leyfa sér að kaupa góðgæti sem þar er boðið upp á. Það er um að gera að njóta hvers dags án álags og bæta heilsuna um leið. Skipholti 29b • Sími 551 4422 • www.laxdal.is TRAUST Í 80 ÁR Fylgdu okkur á Facebo ok S Í G I L D K Á P U B Ú Ð RÍFANDI ÚTSALA Á NÝJUM SUMARLÍNUM. ALLT AÐ 50% AFSLÁTTUR. SJÁ LAXDAL.IS FÓLK KYNNINGARBLAÐ 3 M I ÐV I KU DAG U R 8 . J Ú L Í 2 0 2 0

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.