Fréttablaðið - 08.07.2020, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 08.07.2020, Blaðsíða 40
RITSTJÓRN ritstjorn@frettabladid.is AUGLÝSINGADEILD auglysingar@frettabladid.is PRENTUN Torg ehf. DREIFING Póstdreifing ehf. dreifing@postdreifing.is 550 5000 Bjarna Karlssonar BAKÞANKAR PRINCE POLO 35 G 99 KR/STK 2929 KR/KG Fyrir svanga ferðalanga Þessa viku hef ég notið sumar­daga í Færeyjum ásamt eig in konu og barnabarni. Hér heilsa geldingahnappur og holta sóley í grænum gróanda, kría og tjaldur birtast við klettóttar strend ur og í hillum verslana rekst Íslend ingurinn á Appololakkrís og Bingóstangir. Vinnulúnir jafn aldr ar og upplitsdjörf ung­ menni meðtaka aðkomumanninn for mála laust, vegakerfið ber vitni um metnað í dreifðum byggðum og híbýli fólks sýna hagleik og smekk vísi, í bland við þjóðlega sjálfs vitund. Við ferjulægið þar sem komast má til Sandoy stóð ég á tali við nokkra karla á mínu reki og var að velta því upp hvort húsbíllinn fengi far, þótt ég væri of seinn að panta. Ef þeir hafa ekki pláss færðu bara bíl inn minn lánaðan, mælti þá einn eins og ekkert væri eðlilegra. Ég veit ekki hvað maðurinn heitir og hann kann engin deili á mér önnur en að ég er Reykvíkingur. Sjálfur er hann sjómaður á báti sem landar oft í Hafnarfirði. Við ferjuna gekk maður undir manns hönd að skapa rými og með nokkurra senti­ metra nákvæmni tókst að mjaka bílnum um borð. Syðsti bærinn á Sandoy kúrir undir bröttum hlíðum við opið haf. Þar heitir Dalur. Smiðurinn í þessu fámenna þorpi sem jafnframt rek ur tjaldsvæði staðarins birtist klædd ur færeyskri lopapeysu og er í ljós kom að við höfðum ekki reiðufé en bara kort, bað hann okkur um blað og penna. Ég rétti honum það sem var við höndina, saurblaðið á Sölku Völku í kilju­ formi og þar skrifaði hann banka­ upplýsingar sínar og bað okkur að leggja inn í Þórshöfn daginn eftir. Rithönd þessa hógláta fulltrúa fær eyskrar gestrisni fer vel, þar sem tölur og nafn standa skráð þvert undir nafni Sölku Völku. Má ég hundur heita bregðist ég trausti hans. Færeyjar Sjáumst á Símamótinu um helgina í góðu keppnisskapi. Bein útsending verður á Síminn Sport. Fylgstu með í opinni dagskrá. Sumarið er þitt á Símamótinu Áfram stelpur! siminn.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.