Fréttablaðið - 08.07.2020, Blaðsíða 24
Frá Valitor
til Heklu
Halldór Bjarkar
Lúðvígsson,
sem var
áður fram-
kvæmdastjóri
hjá Valitor
þar sem hann
stýrði alþjóð-
legum fjárfestingum félagsins
í svonefndum alrásarlausnum,
hefur verið ráðinn fram-
kvæmdastjóri fjármálasviðs
Heklu bílaumboðs. Halldór
lét af störfum hjá Valitor í lok
síðasta árs, ásamt nokkrum
öðrum framkvæmdastjórum,
en greiðslumiðlunarfyrirtækið
vinnur nú að endurskipulagn-
ingu á félaginu til að snúa við
miklum taprekstri og styrkja
kjarnastarfsemina. Áður en
Halldór tók til starfa hjá Valitor
var hann framkvæmdastjóri
fjárfestingabankasviðs og fyrir-
tækjaþjónustu Arion banka.
Skafið úr
Orkuveitunni
Enn og aftur er slök
fjárhagsstjórn
Reykjavíkur-
borgar til um-
ræðu og enn
og aftur ætlar
meirihlutinn að
seilast í fjármuni
Orkuveitu Reykjavíkur. Eftir að
fjárhagur OR beið mikið skip-
brot í kjölfar fjármálakreppunnar
2008, var ein niðurstaðna rann-
sóknarskýrslu um fjárhag orku-
fyrirtækisins, að arðgreiðslu-
stefna fyrirtækisins hafi verið
kolröng. Með öðrum orðum:
borgin, undir forystu Dags B.
Eggertssonar, tók of mikið fé út
úr fyrirtækinu og því var það illa
í stakk búið til að bregðast við
lausafjárvandræðum. Nú á að
láta OR taka nýtt lán til að gera
upp skuldir gagnvart borginni.
Hvar höfum við heyrt þetta lag
áður?
Kakó-Blanda
Minnkandi eftir-
spurn raforku á
Íslandi hefur
í för með sér
ýmsar nei-
kvæðar afleið-
ingar. Tekjufall
Landsvirkjunar
gæti orðið umtals-
vert á þessu ári, ef marka
má orð Harðar Arnarsonar,
forstjóra fyrirtækisins. Þegar
eftirspurn raforku minnkar, er
allra fyrst dregið úr framleiðslu
vatnsaflsvirkjana. Nú er svo
komið að Blönduvirkjun mun
líklegast fara á yfirfall í þessum
mánuði, stangveiðimönnum
til mikillar armæðu. Veiðiklær
landsins þurfa því að leggjast
á eitt og nota meira rafmagn
– skilja ljósin eftir kveikt á
nóttunni (það er hvort sem er
bjart úti), hafa sem mest kveikt
á sjónvarpinu og taka tvær
umferðir á öllu leirtaui í upp-
þvottavélinni.
Blómleg fjárfesting
er hér lykilforsenda
samdráttar í losun gróður-
húsalofttegunda.
Það væri að æra óstöð-ugan að byrja þennan pistil á því að minna á mikilvægi þess að grípa til aðgerða til að sporna við áhrifum
manna á umhverfi sitt. En það er hér
með gert og er það þá frá. En þá að
eiginlegu efni pistilsins: samstarfi
stjórnvalda og sjávarútvegs til að
tryggja að markmið Íslands í lofts-
lagsmálum náist. Samstarf þetta var
undirritað á sólríkum föstudegi í
fyrri viku og gefur dagurinn von-
andi góð fyrirheit um árangur í því
sem fram undan er.
Bjarni Benediktsson, fjármála-
og efnahagsráðherra, lét þau orð
falla við þetta tilefni að allir væru
hluti af vandanum og því yrðu allir
að verða hluti af lausninni. Það eru
orð að sönnu. Eðli máls samkvæmt
verður þó framlag sumra geira
atvinnulífsins meira en annarra
og misjafnt er hversu góð tækifæri
atvinnuvegir hafa til að draga úr
áhrifum á umhverfið.
Stærstu tækifærin
Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi
gáfu út skýrslu haustið 2017 þar sem
gerð er grein fyrir þeirri þróun sem
orðið hefur í samdrætti í olíunotk-
un í sjávarútvegi. Samdrátturinn er
mikill og frá árinu 2005 hefur hann
verið 41%. Margir samverkandi
þættir skýra þetta, en þeir stærstu
eru vafalítið kerfið sem viðhaft er
við veiðar á Íslandsmiðum, færri
og af kastameiri skip, orkuskipti í
Betra er að róa, en reka undan
Heiðrún Lind
Marteinsdóttir
framkvæmda-
stjóri Samtaka
fyrirtækja í
sjávarútvegi
fiskimjölsverksmiðjum, hagkvæm-
ari veiðarfæri og framfarir í tækni.
Hvað sem mönnum kann að finn-
ast um fiskveiðistjórnunarkerfið, þá
hefur það leitt til mun umhverfis-
vænni veiða og minni olíunotkunar.
Losun frá sjávarútvegi hér á landi,
bæði frá íslenskum og erlendum
fiskiskipum, er um fimmtungur
þess sem skrifast á ábyrgð Íslands.
Af þessu sést hversu mikilvægt það
er að draga úr losun í sjávarútvegi
og hve mikilsvert framlag sjávarút-
vegs getur orðið, ef rétt er á málum
haldið.
Í aðgerðaáætlun stjórnvalda er
stefnt að því að samdráttur í losun
frá sjávarútvegi verði um 50-60%
árið 2030, miðað við árið 2005. Að
sumu leyti mun þetta hugsanlega
gerast með betra ástandi fiski-
stofna og þar með auðveldari sókn.
Stærstu tækifærin eru hins vegar í
endurnýjun skipaflotans og nýrri
tækni. Blómleg fjárfesting er hér
lykilforsenda samdráttar í losun
gróðurhúsalofttegunda. Rekstrar-
skilyrði sem sjávarútvegi eru sett
af hálfu stjórnvalda, þurfa því að
hvetja til frekari fjárfestinga. Það er
ekki bara til að draga úr umhverf-
isáhrifum af veiðum, heldur einnig
til þess að íslenskur sjávarútvegur
standist alþjóðlega samkeppni á
erlendum markaði, þar sem um 98
prósent af íslensku sjávarfangi eru
seld.
Dregur úr samkeppnishæfni
Á grundvelli fyrrgreinds samstarfs,
hefur fjármála- og efnahagsráð-
herra skipað starfshóp sem mun
vinna með fulltrúum sjávarútvegs-
ins að tillögum til að draga úr losun
og auka kolefnisbindingu. Binda má
vonir við að eitt fyrsta umræðuefni
hópsins verði kolefnisgjaldið. Árið
2019 greiddi sjávarútvegur tæplega
2 milljarða króna í kolefnisgjald.
Það má hafa á því vissan skilning
að gjaldinu sé ætlað að hvetja til
samdráttar í losun gróðurhúsaloft-
tegunda. Í einhverjum tilvikum
kann það að gera það, en þó ólík-
lega í verulegum mæli. Fram hjá
því verður ekki litið, að sjávarút-
vegur er grunnatvinnuvegur okkar
Íslendinga og enn er ekki komin
staðgönguvara sem nýta má alfar-
ið í stað jarðefnaeldsneytis þegar
kemur að fiskveiðum. Og það er
vonandi ekki markmið stjórnvalda
að draga úr fiskveiðum.
Að óbreyttu gerir kolefnisgjaldið
lítið annað en að draga úr sam-
keppnishæfni sjávarútvegs og aftra
fyrirtækjum frá fjárfestingum sem
gætu leitt til samdráttar í losun.
Stærstu framfaraskrefin í loftslags-
málum verða með öðrum orðum
ekki stigin með áframhaldandi
skattheimtu. Ef allir eiga að vera
hluti af lausninni, líkt og fjármála-
og efnahagsráðherra reifaði í fyrri
viku, þá munu stjórnvöld vonandi
huga að jákvæðum, efnahagslegum
hvötum í sjávarútvegi, þannig að
göfugum markmiðum í loftslags-
málum verði náð. Ef rétt er á spilum
haldið, er áðurgreint markmið um
50-60 prósenta samdrátt í losun
frá sjávarútvegi nefnilega innan
seilingar.
Skotsilfur Bjartsýnir á að Wigan fái nýja eigendur til að koma í veg fyrir gjaldþrot
Umsjónarmenn með nauðasamningum enska knattspyrnuliðsins Wigan eru þess fullvissir að nýir hluthafar muni koma að félaginu. Fimmtíu fjár-
festar hafa lýst yfir áhuga og tveir sýnt að þeir ráði yfir að minnsta kosti tíu milljónum punda. Wigan er þriðja knattspyrnuliðið á Englandi sem fer í
nauðasamninga á þessu leiktímabili. Áhorfendur mega ekki mæta á völlinn til að horfa á leiki og því er erfitt að fjármagna reksturinn. MYND/AFP
8 . J Ú L Í 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R10 MARKAÐURINN