Fréttablaðið - 08.07.2020, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 08.07.2020, Blaðsíða 36
www.husgagnahollin.is Sími: 558 1100 Þú finnur bæklinginn husgagnahollin.isReykjavík Bíldshöfði 20 AkureyriDalsbraut 1 Ísafirði Skeiði 1 CLEVELAND Tungusófi Sjá nánar bls. 4 ÚTSALA SUMAR afsláttur60%Allt að www.husgagnahollin.isS ENDU M FR ÍT T V E F V E R S L U N www.husgagnahollin.is F R Í HEIMSEND IN G V E F V E R S L U N Stóll í áklæði 63.992 kr. 79.990 kr. Stóll í leðri 87.992 kr. 109.990 kr. ÚTSALA SUMAR afsláttur 60% Allt að ALBA Hægindastóll með eða án skemils. Svart, ljósgrátt,brúnt eða hvítt leður. Blátt, sinneps- gult, ljós- eða dökkgrátt áklæði. Þægilegur stóll á góðu verði. AFSLÁTTUR 20% Skemill í áklæði 15.992 kr. 19.990 kr. Skemill í leðri 23.992 kr. 29.990 kr. LOKAVIKAN Ég spilaði á The Irish Pub á föstudag og laugar-dag og þetta var spilað þrisvar sinnum á hvoru kvöldi, eða sex sinnum á rúmum fjórum tímum, segir Ellert Sigþór Breiðfjörð Sig- urðarson, trúbador með meiru. Trúbadorarnir Bóas Gunnarsson og Eiríkur Hafdal taka í sama streng. Hafa spilað lagið oftar en þá langar að muna. Lilja Björk Jónsdóttir, sem er ein af fáum konum sem eru að trúbador ast í miðbæ Reykjavíkur, segist hlakka til að takast á við lagið og lyfta þakinu á þeim skemmtistað sem hún sé að syngja á – þegar opn- unartíminn verður rýmri. Þau eru öll sammála um að Hann- es Óli Ágústsson, sem verður brjál- aður í hvert sinn sem hann fær ekki að heyra lagið í myndinni, fangi frammíköll Íslendinga af mikilli snilld. „Ég tengi rosalega við þennan karakter,“ segir Eiríkur. „Þetta er alltaf sami brandarinn. Einhver þykist vera reiður og öskrar eins og Hannes Óli gerir í myndinni. Spilaðu Jaja Ding Dong,“ segir Ellert. Bóas segir að hann hafi skellt nokkrum sinnum upp úr, meðal annars þegar Hannes biður um lagið. „Hann tekur nokkrar týpur af þessum karakter og fangar þær stórkostlega. Þetta er alveg ágætis ádeila á Íslendinga á börunum. Það eru alveg til týpur sem vilja heyra bara einn listamann, konur um fertugt eru til dæmis hrifnar af Sálinni. Standa stjarfar fyrir framan þig eftir drykkju dagsins, og eina sem þær geta sagt er: Spilaðu eitt- hvað með Sálinni.“ Ellert bætir við að hann hafi alveg fengið svona spaða á sig. „Það eru alveg til svona gaurar sem eru álíka slæmir og jafnvel verri, en flestir eru þó kurteisir og skemmtilegir. En Jaja Ding Dong æði runnið á landann Jaja Ding Dong er eitt vinsælasta lag landsins, enda geta allir sungið og dansað með. Trúbadorar miðbæjarins hafa ekki farið varhluta af æðinu og eru beðnir um lagið oftar en góðu hófi gegnir. Will Ferrel og Rachel McAdams enda myndina með nánast viðhafnarútgáfu af laginu sem ómar nú í haus landans. Hannes Óli biður oft um lagið í myndinni og alltaf með miklum tilþrifum. JAJA DING DONG When I feel your gentle touch. And things are going our way. I wanna spill my love on you all day, all day. Viðlag. Jaja ding dong (Ding dong). My love for you is growing wide and long. Jaja ding dong (Ding dong). I swell and burst when I see what we’ve become. Jaja ding dong (Ding dong). Come, come my baby, we can get love on. Jaja ding dong (Ding dong). When I see you I feel a ding-ding dong. Love expands when I’m with you. All over the Milky Way. I wanna open up to you all day, all day. All right everyone, move your body, woo. Viðlag. maður hefur hitt þennan karakter af ýmsum stærðum og gerðum.“ Lilja bendir á að einfaldleiki lagsins sé þannig að allir f lykkjast út á gólf til að taka sporið. Eiríkur tekur undir það. „Myndin kom út á föstudegi og ég spilaði tvö gigg það kvöld. Ég var ekki búinn að horfa fyrir giggin og það var beðið um lagið. Ég vissi ekkert hvaða lag væri verið að biðja um, þannig að ég fór heim og horfði og pikkaði lagið upp, enda einfalt lag. Það geta allir sungið með.“ Þau eru öll sammála um að lagið sé það vinsælt að trúlega verði það farið af lagalistum eftir sumarið. „Við erum að blóðmjólka lagið svo- lítið, þannig að eftir hálft ár verður það trúlega horfið. Ég hélt að það myndi jafnvel ýta Shallow út af borðinu, en lagið er eiginlega orðið of vinsælt. Þetta er algert æði sem hefur gripið um sig. Ég held að allir verði búnir að fá nóg eftir hálft ár – en hvað veit ég?“ segir Ellert. Bóas segir að hann vonist eftir að lagið ýti Shall ow burtu. „Ég er kominn með alveg voðalegt óþol gegn Shal- low, ef ég á að vera hreinskilinn.“ benediktboas@frettabladid.isBlaðið í dag og safn eldri blaða á frettabladid.is 8 . J Ú L Í 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R20 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð LÍFIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.