Fréttablaðið - 08.07.2020, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 08.07.2020, Blaðsíða 10
Þerneyjarsund er menning- arlandslag sem verður eyði- lagt af áætlanir Reykjavíkur- borgar ná fram að ganga Kórónaveirufaraldurinn hefur sýnt okkur hvernig yfirvöld á Norðurlöndum hafa brugðist við með mismunandi hætti. Saman- burður á viðbrögðum landanna við kreppunni af völdum faraldursins, gæti auðveldað yfirvöldum að taka upplýstar og hnitmiðaðar ákvarðanir þegar næsti heimsfaraldur gýs upp. Norrænt samstarf Norrænu forsætisráðherrarnir sam- þykktu í ágúst 2019 nýja framtíðar- sýn fyrir norrænt samstarf. Sam- kvæmt henni eiga Norðurlöndin að verða sjálf bærasta og samþættasta svæði heims á árunum fram til 2030. Þegar framtíðarsýnin var kynnt þótti mörgum hún full metnaðar- laus, þar sem samþættingin væri þegar staðreynd á Norðurlöndum. Allt frá árinu 1954 höfum við getað ferðast frjálst milli landanna án þess að framvísa vegabréfi og við höfum búið við frjálsan vinnu- markað. Á landamærasvæðum fer fjöldi fólks daglega á milli landa á leið í og úr vinnu. Eða þar til COVID-19 faraldurinn gaus upp. Þá var landamærum lokað og löndin mótuðu hvert sína stefnu til að bregðast við vandanum. Faraldur- inn rak f leyg milli landanna, sem enginn hafði séð fyrir. Hvað hefur kreppan kennt okkur fram að þessu? Þrátt fyrir að lengi hafi verið búist við heimsfaraldri var ekkert Norð- urlandanna (eða nokkurt annað land í heiminum) nægilega viðbúið því hvernig bregðast ætti við heims- faraldri. Kórónaveiran breiddist út á ógnarhraða og barst til „allra“ landa samtímis. Faraldurinn olli kreppu sem bitnað hefur á öllum sviðum samfélagsins. Við höfum einnig lært að þörf er á viðamiklu alþjóðasamstarfi til þess að draga úr áhrifum kreppunnar og taka á þeim. Mikilvægasta lexían er líklega sú að við verðum að hugsa upp á nýtt um viðbúnað okkar við heimsfaraldri og undirbúa okkur betur fyrir þann næsta. Norðurlöndin eru tiltölulega fámenn og hver þjóð fyrir sig býr yfir takmarkaðri færni og afkastagetu til að bregðast við heimsfaraldri. Ef Norðurlöndin eiga samstarf um viðbúnað við heimsfaraldri, verða þau öll mun betur undirbúin því sem að höndum ber. Þjóðirnar gætu hjálpast að í viðbrögðum við erfið- leikunum og auðveldara yrði að tak- marka neikvæðar afleiðingar heims- faraldursins fyrir samfélög okkar. Þörf á aukinni þekkingu, byggðri á rannsóknum Til þess að ef la viðbúnað gegn heimsfaraldri í framtíðinni, verðum við að bæta þekkingargrundvöll um fyrirbyggjandi aðgerðir og hvernig taka ber á heilbrigðiskreppunni sjálfri, en einnig afleiðingum henn- ar fyrir aðra mikilvæga samfélags- þjónustu. Þess vegna verða hafnar rannsóknir í löndunum um aðgerð- ir vegna COVID-19 faraldursins og af leiðingar hans. Rannsóknirnar geta veitt okkur mikilvæga þekk- ingu, vegna þess að þær felast einn- ig í samanburði á viðbrögðum við COVID-19 og af leiðingum farald- ursins í löndunum. Norræna rannsóknaráðið er stofnun á vegum Norrænu ráð- herranefndarinnar, og mun í sam- starfi við fjármögnunaraðila rann- sókna í löndunum geta greitt fyrir norrænu rannsóknasamstarfi um COVID-19. Heilsa Á öllum Norðurlöndunum er að finna heilbrigðisskrár með upp- lýsingum um tíðni, útbreiðslu, með- höndlun og afleiðingar COVID-19 faraldursins. Með samstarfi um notkun gagna milli landa, mætti fá mun fleiri gagnasett að vinna með og hægt yrði að bera saman hvernig sjúkdómurinn gaus upp í löndunum. Á þann hátt mætti öðlast meiri vitn- eskju um árangur mismunandi nálg- unar og stefnu sem löndin hafa tekið, í þeim tilgangi að fyrirbyggja og hefta útbreiðslu COVID-19 smitsins, veita sjúklingum meðferð og fylgja þeim eftir. Þá fengist yfirgripsmikil þekking sem heilbrigðisyfirvöld gætu nýtt í viðbúnaði fyrir næsta heimsfaraldur. Norræna rannsókna- ráðið hefur tvisvar sinnum auglýst styrki til um umsóknar í heilbrigðis- málum vegna COVID-19 og við erum reiðubúin að auglýsa fleiri styrki til rannsókna, einnig á öðrum þáttum COVID-19 heimsfaraldursins. Skólar og menntun Þegar heimsfaraldurinn braust út brugðust Danmörk, Finnland og Noregur f ljótt við með því að loka öllum skólum og koma á heima- námi. Lítið var vitað hvaða áhrif þessar ráðstafanir hefðu á nám barna, heilsu þeirra og velferð. Þá lá heldur ekki fyrir mikil þekk- ing um hvernig kennarar gætu boðið upp á góða kennslu og fylgt hverjum nemanda eftir. Ætla má að svipaðar aðgerðir verði íhugaðar í framtíðinni þegar heimsfaraldrar steðja að. Nú gefst okkur tækifæri til að gera samanburðarrannsóknir á Norðurlöndum, sem gera skólayfir- völd betur í stakk búin til að taka upplýstar ákvarðanir um aðgerðir, strax í upphafi nýs heimsfaraldurs. Viðbrögð yfirvalda COVID-19 faraldurinn hefur sýnt okkur að yfirvöld Norðurlandanna hafa tekið sér ólík hlutverk og brugðist við á mismunandi hátt. Með því að rannsaka og bera saman ólík viðbrögð landanna við sömu kreppu, er hægt að gera yfirvöldum auðveldara að taka upplýstar og markvissar ákvarðanir þegar næsta kreppa ríður yfir. Heimsfaraldur- inn hefur sýnt okkur hvað vönduð samskipti og upplýsingagjöf eru mikilvæg. Með því að rannsaka og bera saman það sem er líkt og ólíkt í samskiptastefnu landanna á meðan á COVID-19 faraldrinum stendur, öðlumst við þekkingu sem nýtist þegar þróa á samskiptastefnu í alvarlegum kreppum. Hvað varðar COVID-19 faraldur- inn þá hafa yfirvöld þurft að íhuga hvort vegi meira, að tryggja líf og heilsu fólks eða tryggja störf, efna- hagslíf, menntun, íþróttir, menning- arlíf og þar fram eftir götunum. Þetta hefur verið eldraun fyrir yfirvöld sem hafa þurft að bregðast skjótt við f lóknum og erfiðum spurningum. Með því að rannsaka þessa togstreitu sem myndast milli ólíkra sjónarmiða og hagsmuna og bera saman ákvörð- unarferlið í löndunum, ekki síst að skoða siðferðislegar vangaveltur sem haft hafa áhrif á val ráðamanna, fæst þekking sem auðveldar yfirvöldum að íhuga afleiðingar vandlega, þegar næsta kreppa knýr að dyrum. Þörf á auknu norrænu rannsóknasamstarfi í kjölfar kórónakreppunnar Við Þerneyjarsund var ein helsta kauphöfn landsins á miðöldum. Hún var forveri verslunar í Hólminum, þeirrar sem flutt var til Reykjavíkur þegar bær- inn fékk kaupstaðarréttindi 1787. Öfugt við Hólminn – Örfirisey – og miðbæ Reykjavíkur, er Þerneyjar- sund ósnortið af framkvæmdum, einn af örfáum stöðum á höfuðborg- arsvæðinu þar sem hægt er að kom- ast í tæri við umhverfi eins og það var, áður en borgin breiddist yfir holt og móa. Við Þerneyjarsund eru ummerkin um miðaldaverslunina að mestu undir yfirborði en þar eru, auk Þerneyjar sjálfrar með miklum minjum, tvö bæjarstæði á fasta- landinu, Glóra og Niðurkot, sem vitna um horfna búskaparhætti. Þetta landslag er einstakt á höfuð- borgarsvæðinu, falin perla sem fáir vita af. Það hefur til skamms tíma verið skilgreint sem „opið svæði“ á skipulagsuppdráttum, en nú hefur Reykjavíkurborg samþykkt deili- skipulag sem gerir ráð fyrir iðnaðar- svæði í bilinu á milli bæjarstæðanna tveggja, í miðju hinnar fornu Þern- eyjarhafnar. Ef af verður munu þess- ar framkvæmdir rjúfa það einstæða menningarlandslag sem þarna hefur varðveist. Ferill málsins í höndum borgar- yfirvalda sýnir vel hvernig sjónar- mið umhverfisverndar og minja- verndar eru af bökuð og hunsuð, til að greiða götu framkvæmdaaðila. Borgarsögusafn og Minjastofnun Íslands hafa verið eindregin í and- stöðu sinni við þessar ráðagerðir, en snúið hefur verið út úr málflutningi þeirra til að komast að fyrirfram- gefinni niðurstöðu. Til grundvallar liggur svokallað kostamat, unnið á vegum framkvæmdaaðila og borgarinnar, þar sem komist er að því að Þerneyjarsund sé álitlegasti kosturinn, meðal annars á þeirri forsendu að áhrif framkvæmdanna á menningarminjar séu óveruleg. Sú niðurstaða byggir á því að iðnaðar- lóðin raski ekki þekktum mann- virkjaleifum sem sýnilegar eru á yfirborði. Henni er smokrað inn á milli rústanna og látið eins og þar með séu áhrifin hverfandi. Lög um menningarminjar eru hins vegar afdráttarlaus um að fornleifar eru ekki aðeins mannvirkjaleifar, heldur einnig landslag sem hefur menningarsögulegt gildi – búsetu- landslag og menningarlandslag. Það þarf ekki lagaþekkingu til að sjá að þarna er stefnt að því að eyðileggja landslag Þerneyjarsunds, þó þekkt- um mannvirkjaleifum eigi ekki að moka burt í þessari umferð. Annað er svo hvort að það sé trúlegt að þarna verði látið við sitja – reynslan sýnir að ef iðnaðarsvæðið verður að veruleika, verður þess ekki langt að bíða að það verði álitin knýjandi nauðsyn að stækka það eða veita öðrum sambærilega aðstöðu. Og þá verður auðvelt að segja að það sé hvort sem er búið að eyðileggja það sem verðmætast var – heildina – og tiltölulega lítill viðbótarskaði þó einhverjar grjóthrúgur þurfi að fjúka. Afgreiðslu Reykjavíkurborg- ar á deiliskipulaginu fylgir loforð um hverfisvernd fyrir þá aðskildu búta sem eftir verða (að vísu er ekki „talið tímabært að festa slík hverfisverndarsvæði í aðalskipu- lagi nú“), sem er svolítið eins og að skera miðjuna úr Kjarvalsmálverki og lofa því svo, að hugsa ákaflega vel um ræmurnar sem eftir standa. Í því liggur skaðinn sem nú stend- ur fyrir dyrum. Hann er réttlættur með afneitun á þeirri staðreynd að Þerneyjarsund er menningarlands- lag, menningarsöguleg heild sem verður eyðilögð, ef áætlanir Reykja- víkurborgar ná fram að ganga. Þerneyjarsund á höggstokknum Nú þegar nýtt merki og kynningarmynd band KSÍ fer eins og eldur í sinu um heims- byggðina, er gaman að rifja upp uppruna landvættanna sem eru þar í aðalhlutverki. Og endur- spegla íslenska skjaldarmerkið. Allir Íslendingar þekkja auðvitað skjaldarmerkið. Á því er íslenski fáninn í miðju, umkringdur fjór- um skjaldberum eða landvættum, uxa, risa, erni og dreka. Landvættir skjaldarmerkisins eru ættaðir úr Heimskringlu Snorra Sturlusonar. Þar segir Snorri frá því að eitt sinn hafi Haraldur Gormsson, Danakon- ungur, sent galdramann til Íslands til að sjá hvort ekki mætti sigla þangað liði til hefnda fyrir níð sem Íslendingar höfðu ort um konung. Þannig segir Snorri frá: „Sá fór í hvalslíki … En er hann kom fyrir Vopnafjörð þá fór hann inn á fjörðinn og ætlaði á land að ganga. Þá fór ofan eftir dalnum dreki mikill og fylgdu honum margir ormar, pöddur og eðlur og blésu eitri á hann. En hann lagðist í brott og vestur fyrir land, allt fyrir Eyjafjörð. Fór hann inn eftir þeim firði. Þar fór móti honum fugl svo mikill að vængirnir tóku út fjöllin tveggja vegna og fjöldi annarra fugla, bæði stórir og smáir. Braut fór hann þaðan og vestur um landið og svo suður á Breiðafjörð og stefndi þar inn á fjörð. Þar fór móti honum griðungur mikill og óð á sæinn út og tók að gella ógurlega. Fjöldi landvætta fylgdi honum. Brott fór hann þaðan og suður um Reykjanes og vildi ganga upp á Víkarsskeiði. Þar kom í móti honum bergrisi ...“ Snorri var reyndar langt í frá fyrstur til að lýsa þessum vættum, drekanum, uxanum, fuglinum og bergrisanum. Þannig vill nefnilega til að um 1.000 árum fyrir daga Snorra, var sagt frá sömu vættum í Opinberunarbók Jóhannesar sem er að finna aftast í Biblíunni. Í Opin- berunarbókinni greinir spámaður- inn Jóhannes svo frá, að hann hafi séð í sýn sjálft hásæti Guðs á himn- um. Kringum þetta hásæti Guðs stóðu fjórar verur, segir Jóhannes. Þannig lýsir hann þeim: „Fyrsta veran var lík ljóni, önnur veran var lík uxa, þriðja veran hafði ásjónu sem maður og fjórða veran var lík f ljúgandi erni.“ Reyndar á þessi mynd sér enn eldri samsvörun í táknum ættbálka Ísraels í Mósebókum. Ættbálkarnir voru 12 og hafði hver ættbálkur ákveðið tákn. Þegar Ísraelsþjóðin var á ferð í eyðimörk Sínaí eftir f lóttann frá Egyptalandi, reistu menn tjaldbúðir að kveldi kringum sáttmálsörkina og skiptu tjaldbúð- unum í fjóra hluta. Fyrir hverjum hluta fór einn ættbálkur. Júda í austri, Rúben í suðri, Efraím í vestri og Dan í norðri. Merki Rúbens er vatnsberinn eða risinn, merki Efra- íms nautið, merki Dans örninn eða gammurinn og merki Júda ljónið. Síðar tók Júda upp merki högg- orms Móse – orminn. Dreki Snorra er í ætt við orm, því honum fylgja ormar og eðlur. Ormur eða dreki Snorra, gæti því vel verið hið forna merki Júda. Þess má geta að Snorri skipar landvættum sínum í sömu höfuðáttir og táknum ættbálka Ísraels er skipað kringum tjaldbúð Drottins í Gamla testa- mentinu. Hvergi er getið um í heim- ildum að Snorri Sturluson hafi haft þessa texta Biblí- unnar í huga er hann samdi sögu sína. En greinilega er um sömu tákn að ræða sem rötuðu inn í frásögn Snorra. Og þannig urðu hinar fornu táknmyndir verndara hásætis Drottins samkvæmt Biblí- unni, að landvættunum sem gæta Landsins okkar bláa. Og prýða nú einkennistákn KSÍ. Landvættirnir, KSÍ og Biblían Arne Flåøyen framkvæmda- stjóri Norræna rannsóknaráðs- ins, NordForsk Hvergi er getið um í heim- ildum að Snorri Sturluson hafi haft þessa texta Biblí- unnar í huga er hann samdi sögu sína. En greinilega er um sömu tákn að ræða sem rötuðu inn í frásögn Snorra. Þess vegna verða hafnar rannsóknir í löndunum um aðgerðir vegna COVID-19 faraldursins. Orri Vésteinsson prófessor í forn- leifafræði við Háskóla Íslands Þórhallur Heimisson leiðsögumaður, rithöfundur og guðfræðingur 8 . J Ú L Í 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R10 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.