Fréttablaðið - 04.08.2020, Side 12
FÓTBOLTI Ciro Immobile, leikmað-
ur Lazio, varð markahæsti leik-
maður ítölsku deildarinnar með 36
mörk og fær hann gullskó Evrópu.
Lionel Messi hafði unnið gullskó-
inn þrjú ár í röð og reyndar hafa
hann og Cristiano Ronaldo skipt
gullskónum bróðurlega á milli sín
undanfarinn áratug. Aðeins Luis
Suárez hefur skipt sér af málum
en hann vann hann með Ronaldo
árið 2014 og svo aftur með Barce-
lona 2016.
Immobile kom til Lazio frá Dort-
mund árið 2016 og kostaði innan
við 10 milljónir evra. Ferillinn var
svona frekar á leið niður á við og
það var ekkert búist við sérstak-
lega miklu. Hann skoraði jú aðeins
þrjú mörk fyrir Dortmund og var
lánaður til Sevilla sem skilaði
honum eftir sex mánuði. Hjá Dort-
mund var Jurgen nokkur Klopp
við stjórnvölinn og sá kann nú
að ná því besta út úr sínum leik-
mönnum. Dortmund leyfði honum
að fara til Lazio þar sem Simeone
Inzaghi var mættur til að taka við
Rómarliðinu. Þar var spilaður fót-
bolti sem smellpassaði Immobile.
Hann hefur varla getað reimt á sig
takkaskóna án þess að skora fyrir
Lazio og er kominn með 103 mörk
í 142 leikjum.
Immobile jafnaði markamet
Gonz alo Higuain um helgina sem
hann setti fyrir f jórum árum.
Séu markametin skoðuð sést að
Higuain skoraði þrjú mörk úr
vítaspyrnum en Immobile hefur
skorað 14. Ekki að það geri lítið úr
afrekinu – það þarf jú að skora úr
þessum vítaspyrnum.
Immobile er fæddur við rætur
Vesúvíus-eldfjallsins. Hann sló í
gegn með unglingaliðinu Sorrento
Calcio þar sem hann skoraði 30
mörk. Gamli varnarjaxl Juventus,
Ciro Ferrara, sá hann í einum leik
og mælti með honum við félag-
ið sem stökk á pilt og borgaði 80
þúsund evrur fyrir þjónustu hans.
Hann byrjaði í U-19 ára liðinu og
skoraði töluvert fyrir liðið. Hann
fékk smjörþefinn af aðalliðinu árið
2009 þegar hann kom inn á fyrir
sjálfan Alessandro Del Piero.
Hann gekk þessa hefðbundu leið
ungra leikmanna og fór í lán til
Siena, Grosseto og Pescara í Seríu
B. Hjá Pescara fann hann marka-
skóna og skoraði 28 mörk og endaði
markahæstur í deildinni. Genoa
keypti piltinn en þar gekk illa og
endaði hann ári síðar hjá Tórinó –
þar sem hann var í eitt ár og raðaði
inn mörkum og endaði marka-
hæstur í Seríu A með 22 mörk.
Jurgen Klopp sá gæðin og keypti
hann í framlínuna fyrir 18 milljón-
ir evra. Það gekk ekki eins og fyrr
segir en um leið og hann fór í bláa
búning Lazio gengu hlutirnir vel og
mörkin hafa varla hætt að koma.
Þetta er í fyrsta sinn síðan 2007
sem gullskór Evrópu endar á Ítalíu
en þá vann Fransesco Totti þennan
margfræga skó. Pólverjinn Robert
Lewandowski, hjá FC Bayern varð
annar og Ronaldo fékk bronsskó-
inn. Lionel Messi skoraði „aðeins“
25 mörk þetta árið sem dugði þó
til að verða markahæstur í Spánar-
sparki. benediktboas@frettabladid.is
Gullskór Evrópu endaði á
Ítalíu í fyrsta sinn í þrettán ár
Ciro Immobile fékk gullskó Evrópu fyrir mörkin sín 36 í Seríu A. Hann rauf þar með einokun Lionel
Messi og Ronaldo sem hafa verið fastir áskrifendur að skónum gyllta. Immobile hefur skorað 103 mörk í
142 leikjum fyrir Lazio, en hann kostaði aðeins átta milljónir evra þegar hann kom frá Dortmund 2016.
Gamli varnarjaxl
Juventus, Ciro Ferrara, sá
hann í einum leik og mælti
með honum við félagið sem
stökk á pilt og borgaði 80
þúsund evrur fyrir þjónustu
hans.
4 . Á G Ú S T 2 0 2 0 Þ R I Ð J U D A G U R12 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
SPORT
FÓTBOLTI Knattspyrnusamband
Íslands fundar með yfirvöldum í
dag og mun stjórn sambandsins
funda í kjölfarið. Eftir fundinn
mun sambandið svo upplýsa frekar
um stöðu mála. KSÍ frestaði öllum
sínum leikjum til 5. ágúst en í svari
Þórólfs Guðnasonar sóttvarna-
læknis til ÍSÍ var ákveðið að fresta
öllum æfingum og keppnum til 13.
ágúst. Á morgun ætti að skýrast
hvort knattspyrnufólk geti hafið
æfingar og keppni að nýju.
Guðni Bergsson formaður KSÍ
sagði í útvarpsþættinum Fótbolta.
net að hann væri bjartsýnn á að
hægt yrði að klára Íslandsmótið.
„Við erum búin að gefa út reglugerð
þar sem við kveðum á um að við
ætlum að gefa okkur allavega til 1.
desember til að klára mótið ef við
þurfum á að halda. Ef okkur seinkar
um eina til tvær vikur þá gerir það
okkur erfiðara fyrir en við höfum
tíma upp á að hlaupa,“ sagði Guðni
í þættinum.
Flest liðin hafa spilað átta eða
níu leiki nema Stjarnan sem hefur
aðeins leikið sex leiki. Sjöundi leikur
Stjörnunnar í fyrra var 3. júní gegn
Val. Næsta umferð efstu deildar
karla er áætluð 9. ágúst. Það skýrist
á morgun hvort það þurfi að blása
þá umferð af eins og þá sem átti að
hefjast í dag með leik KA og HK.
Samkvæmt sérstakri reglugerð
sem stjórn KSÍ samþykkti í júlí er
nóg að spila tvo þriðju af mótinu
til að krýna meistara og skera úr
um hvaða lið falla eða fara upp um
deildir. „Ég er bjartsýnn á að við
klárum mótið,“ sagði formaðurinn
og bætti við að 1. desember væri
viðmið. „Við vildum ekki alveg fara
fram að jólum eða inn í næsta ár.
Við töldum að 1. desember væri gott
viðmið. Við viljum allavega klára
tvo þriðju leikja svo að mótin verði
í raun og veru gild. Ég held að það
hafi verið gott að vera búin að setja
þessa reglugerð,“ sagði Guðni. – bb
Upplýsingar um framhald fótboltans berast eftir fund stjórnar KSÍ
Blikakonur eru efstar í Pepsi-deild kvenna. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Samkvæmt sérstakri
reglugerð sem stjórn KSÍ
samþykkti í júlí er nóg að
spila tvo þriðju af mótinu til
að krýna meistara og skera
úr um hvaða lið falla eða
fara upp um deildir.
Immobile ásamt Cristiano Ronaldo leikmanni Juventus sem endaði þriðji markahæsti í Evrópu en hann hefur
unnið gullskóinn fjórum sinnum á ferlinum. Immobile skoraði eitt mark í lokaumferðinni á laugardag. MYND/GETTY
Þetta er í fyrsta sinn sem leikmaður
Lazio vinnur gullskóinn. Immobile
hefur verið magnaður fyrir félagið
síðan hann kom á klink frá Dortmund.
FÓTBOLTI Liverpool hefur lagt fram
tilboð í Alsíringinn Aissa Mandi
sem spilar með Real Betis. Mandi
er með 25 milljóna punda klásúlu
í samningnum sínum en Liverpool
vonast til að fá hann ódýrar þar
sem hann er að renna út af samn-
ingi. Enskir miðlar greina frá því
að tilboð Liverpool hafi verið níu
milljónir punda og er þar fullyrt að
Jurgen Klopp sjái Mandi
sem leikmann sem
gæti fyllt skarð Dejan
Lovren sem fór til Zenit
í Rússlandi. Mandi yrði
annar Alsíringurinn í
enska boltanum en
R iyad Mahrez,
l e i k m a ð u r
M a n c h e s t e r
City, er sá eini
eins og staðan
er núna. – bb
Klopp vill fá
Mandi í liðið
Jurgen Klopp
stjóri Liver-
pool.
FÓTBOLTI Didier Drogba vill verða
forseti knattspyrnusambands Fíla-
beinsstrandarinnar en kosið verður
fimmta september. Þrír aðrir eru í
kjöri. „Það er ekkert leyndarmál að
fótboltinn í landinu er ekki á góðum
stað. Þess vegna vil ég – og mitt lið
á bak við kjörið, snúa blaðinu við,“
sagði Drogba við blaðamenn en
þúsundir manna fylgdu honum síð-
asta spölinn að húsi knattspyrnu-
sambandsins þar sem hann skilaði
framboði sínu. Drogba er gífurlega
vinsæll í heimalandinu enda spilaði
hann þrisvar á HM fyrir Fílabeins-
ströndina, tvisvar kom hann liðinu
í úrslit Afríkukeppninnar og vann
fjölda titla með Chelsea. – bb
Drogba vill
verða forseti í
heimalandinu
Didier Drogba í þá gömlu góðu daga
með Chelsea. MYND/GETTY