Fréttablaðið - 04.08.2020, Side 14
Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum
að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og
umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit-
stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega.
Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Hjördís Erna
Þorgeirsdóttir | hjordiserna@frettabladid.is s. 550 5767 | Oddur Freyr Þorsteinsson, oddurfreyr@
frettabladid.is s. 550 57686 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir, sandragudrun@frettabladid.is, s.
550 5762 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768
Útgefandi:
Torg ehf
Ábyrgðarmaður:
Jóhanna Helga Viðarsdóttir
Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Atli
Bergmann, atli@frettabladid.is, s. 550 5657, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@
frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is,
s. 550 5656,
Birgitta Saga Jónsdóttir er 25 ára Kópavogsmær sem er að hefja síðustu önnina í
meistaranámi í lögfræði og rekur
Instagram-síðuna Heimilisplöntur,
sem samkvæmt lýsingunni er
„plöntusíða fyrir plöntuperra og þá
sem vilja fræðast um þær heim-
ilisplöntur sem fást á íslenskum
markaði“. Birgitta býr í 30 fermetra
íbúð með kærastanum sínum,
hundi og um 60 heimilisplöntum.
Hún segir að sér líði vel þegar hún
hugsar um plönturnar og fylgist
með þeim vaxa og blómstra og að
þetta sé bæði skemmtilegt áhuga-
mál og góð leið til að hugsa um
sjálfan sig.
Birgitta segir að kærastanum
finnist plönturnar stundum vera að
taka yfir. „En það skiptir ekki máli.
Við nýtum plássið vel. Það verður
líka að taka það með í reikninginn
að margar af þessum plöntum eru
bara litlar, það telur,“ segir hún létt.
Birgitta hafði lengi engan áhuga
á plöntum, þrátt fyrir að alast upp í
kringum fólk með græna fingur.
„Ég var alveg svona plastblóma-
týpan og skildi ekki af hverju fólk
vildi eiga plöntur,“ segir hún. „En
mamma og pabbi voru alltaf með
rosa mikið af plöntum og ég ólst
upp með tveggja metra háan kaktus
í stofunni sem pabbi minn hafði átt
síðan hann var 15 ára og sá vel um.
Einu sinni datt þessi kaktus
næstum á stóru systur mína þegar
hún var barn, en pabbi náði að grípa
hann áður og fékk nálar í sig allan.
En hann hefur samt alltaf fylgt
okkur,“ segir Birgitta. „Núna skil
ég þetta. Hann var búinn að hugsa
um þennan kaktus og fylgjast með
honum vaxa og við það myndast
ákveðin tengsl.“
Áhuginn óx hratt
„Ég byrjaði að hafa áhuga á plöntum
fyrir tveimur til þremur árum og
þá heltók áhuginn mig. Ég byrjaði
með nokkrar plöntur, en það gekk
auðvitað ekki alltaf fyrst, þegar
ég var að læra,“ segir Birgitta.
„Tengdaforeldrar systur minnar
reka blómabúðina Auði í Garðabæ
og ég byrjaði að fara þangað, sem
mér finnst rosa gott. Eftir að ég fór
að vera umkringd áhugafólki um
plöntur byrjaði áhuginn að aukast
og ég fór að sanka að mér plöntum
hægt og rólega.
Fljótlega varð þetta svona eins
og að safna Pokémon, „Gotta Catch
‘Em All!,““ segir Birgitta í gríni. „Það
er kannski ekki alveg raunsætt, að
minnsta kosti ekki í þessari íbúð
sem ég er í núna. Ég byrjaði líka að
sanka að mér fróðleik og kaupa fullt
af bókum. Núna er ég með svona
tíu bækur um plöntur og umhirðu
þeirra, því ég vil auðvitað að þær
séu hamingjusamar hjá mér.“
Gerir heimili heimilislegri
Birgitta segir að það sé gefandi og
gott dundur að sjá um eitthvað og
horfa á það vaxa. „Plöntunum fylgir
auðvitað umhirða en það er tími
fyrir sjálfa mig. Ég tek alltaf laugar-
daga í að labba um stofuna og tékka
á öllum plöntunum og sinna þeim,“
segir hún. „Mér líður vel þegar ég er
að hugsa um plönturnar mínar og
sé eitthvað blómstra. Ég á til dæmis
loftplöntu sem er að blómstra núna
og þær blómstra bara einu sinni
á lífsleiðinni. Það er æðislegt að
fylgjast með kraftaverki náttúr-
unnar gerast heima hjá þér.“
Birgitta er óvirkur alkóhólisti og
segir að allur peningurinn sem hún
hefði eytt í áfengi og leigubíla fari
núna í plönturnar í staðinn.
„Ég hef glímt við kvíða og þung-
lyndi síðan ég var 12 ára, en hef
verið rosa góð á þessu ári og þetta
hjálpar rosalega mikið,“ segir hún.
„Þetta er leið fyrir mig til að ná mér
niður og núllstilla mig. Þannig að
þetta er bæði áhugamál og líka leið
til að hugsa um sjálfan sig.
Plönturnar hjálpa líka við að
hreinsa loftið, þó að þær séu fyrst
og fremst augnayndi, og mér finnst
heimili verða heimilislegri með
plöntum,“ segir Birgitta.
Þetta vantaði á Instagram
„Ég byrjaði að pósta mikið um
plöntur á mína eigin Instagram-
síðu, en vinkonurnar sýndu því
ekki mikinn áhuga. Ég sá hins
vegar að það var ekkert íslenskt
Instagram að tala um plöntur og
umhirðu þeirra á markvissan og
aðgengilegan hátt, þó að það væri
til stórt og gott samfélag kringum
þetta á Facebook,“ segir Birgitta.
„Mig langaði að fylla í þetta skarð
og þar sem ég hef líka áhuga á ljós-
myndun byrjaði ég að taka myndir
af plöntunum mínum, segja hvernig
á að hugsa um þær og dreifa því.
Viðbrögðin hafa verið mjög góð
og ég er búin að eignast vinkonur
í gegnum þetta sem deila sama
áhugamáli. Samfélagið í kringum
þetta er miklu stærra en maður býst
við. Mér finnst þetta yndislegt og ég
er búin að eignast mjög yndislega
vinkonu í gegnum þetta, hana Silju
Hönnu. Maður kynnist fólki út frá
þessu sameiginlega áhugamáli og
það gerir rosa mikið fyrir mann,
það vilja nefnilega ekki allir spjalla
við mann um plöntur.
Þar sem ég er komin með yfir
1000 fylgjendur ætla ég að fara í
gjafaleik og gefa plöntu. Ég ætla líka
að vera duglegri að pósta og ég held
líka að það gæti verið gaman að
leyfa öðru áhugafólki að taka yfir
Instagrammið,“ segir Birgitta.
Þar sem hún hefur enga menntun
sem við kemur plönturækt býður
Birgitta einfaldlega upp á ráðlegg-
ingar. „Mér finnst ég ekki geta sett
mig á stall. Þetta er líka pínu loðið,
því þetta er allt breytilegt eftir
aðstæðum. Í fyrsta lagi eru allar
plöntur mismunandi og svo skapa
ólíkar aðstæður ólíkar þarfir,“ segir
hún. „En ég gef upplýsingar um
æskilega birtu og æskilega vökvun
miðað við þá birtu og reyni að vera
dugleg að taka fram hvaða plöntur
er barnvænar og dýravænar.“
Birgitta segir að aðrir sem séu
fróðari en hún geti gefið fólki
leiðbeiningar. „Til dæmis hann Haf-
steinn Hafliðason inni á Facebook
hópnum „Stofublóm inniblóm
pottablóm“, hann er algjört plöntu-
séní. Svo eru líka aðrar stelpur á
Instagram, til dæmis Ingibjörg
Andrea, sem er meira að segja með
heimagerða mold og alls konar,
og Arna Sif Eirberg, sem safnar
fágætum plöntum. Þær eru báðar
stjórnendur í hóp á Facebook sem
heitir Sjaldgæfar/Exotic Plöntur
Íslands.“
Margt í boði fyrir byrjendur
Birgitta segir að henni sýnist
Monstera Deliciosa vinsælasta
heimilisplantan um þessar mundir.
„Reyndar eru flestar Monstera-
plöntur á Íslandi Monstera Bors-
igiana, sem eru aðeins öðruvísi og
það hefur verið umræða um það,“
segir hún. „Það er líka mikil eftir-
spurn eftir Variegated Monstera
Deliciosa, sem er með hvítar skellur
á laufunum. Svo eru Hoya- plöntur
líka mjög vinsælar, sem og Gyðing-
urinn gangandi, sem er til í mörgum
litaafbrigðum.
Fyrir þá sem eru að byrja með
heimilisplöntur eru Monstera
og Mánagull góð byrjun, sem og
Sansevieria, sem heitir tannhvöss
tengdamamma á íslensku. Það eru
plöntur sem þarf voða lítið að hugsa
um eða vökva. Fyrir þá sem vilja
vökva og finnast eins og þeir séu
að sinna þeim meira eru kólusar
sniðugir og þeir eru til í mörgum
fallegum litum. Ég held að ég eigi
svona tíu afbrigði, það er enda-
laust úrval. Það er líka hægt að fá
afleggjara á netinu í Facebook-hóp-
unum Afleggjarar og Markaðstorg
inniplantna.“
Græddi ömmu í faraldrinum
„Ég held að mín uppáhalds planta
sé Hoya-plantan sem ég var með
í glugganum á meðan ég vann í
meistararitgerðinni minni hjá
ömmu þegar COVID-faraldurinn
fór af stað, en þá vantaði mig sama-
stað til að vinna. Amma sá um hana
fyrir mig og hún byrjaði að spretta
eins og hún sé tryllt,“ segir Birgitta.
„Hún minnir mig alltaf á ömmu, en
mér þykir mjög vænt um hana. Við
náðum mjög vel saman á meðan ég
var að vinna heima hjá henni, en
höfðum ekki verið mjög nánar fyrir
það, og ég tileinkaði henni ritgerð-
ina. Ég held að það besta sem kom
út úr COVID fyrir mig hafi verið að
fá ömmu mína.“
Birgitta hafði
lengi engan
áhuga á plöntum,
en þegar hann
vaknaði óx hann
hratt. Fljótlega
fór hún að sanka
að sér plöntum
og bókum um
umhirðu þeirra.
FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Birgitta hefur fengið frábær viðbrögð
við síðunni og eignast góða vini sem
deila áhugamálinu með henni.
Birgitta segir að það sé stórt og gott samfélag í kringum heimilisplöntur á
Facebook en það hafi vantað íslenskt Instagram sem talaði um plöntur og
umhirðu þeirra á markvissan og aðgengilegan hátt og hún vildi bæta þar úr.
Þetta er leið fyrir
mig til að ná mér
niður og núllstilla mig.
Þannig að þetta er bæði
áhugamál og líka leið til
að hugsa um sjálfan sig.
Framhald af forsíðu ➛
Oddur Freyr
Þorsteinsson
oddurfreyr@frettabladid.is
Birgitta deilir 30 fermetra íbúð með kærastanum sínum, hundi og um 60
heimilisplöntum. Kærastanum finnst plönturnar stundum vera að taka yfir
en Birgitta segir að þau nýti plássið vel og margar af plöntunum séu litlar.
Á Instagram-síðunni Heimilisplöntur
veitir Birgitta alls kyns ráðleggingar
varðandi umhirðu heimilisplantna.
2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 4 . ÁG Ú S T 2 0 2 0 Þ R I ÐJ U DAG U R