Fréttablaðið - 04.08.2020, Blaðsíða 16
Fisker tilkynnti nýlega að merkið
væri að ganga frá samningi við
Volkswagen um að nota MEB-
undirvagninn fyrir nýja Ocean-
raf bílinn. Með tilkynningunni
fylgdi mynd sem að sýnir að
merkið ætli sér að framleiða fleiri
bíla, en stofnandi fyrirtæksins,
Henry Fisker sér fyrir sér að Fisker
bjóði upp á fjórar gerðir bíla árið
2025. Ocean-bíllinn er svipaður
að stærð og Ford Mustang Mach-E
og fer hann í framleiðslu á næsta
ári. Næsti bíll er fjögurra dyra
sportbíll sem byggir á Emotion-
hugmyndabílnum og á eflaust að
keppa við Porsche Taycan og Tesla
Model S. Síðan kemur sportlegur
jepplingur sem keppir við BMW
iX4 og loks er einnig von á pallbíl
frá Fisker, nema hvað?
Fisker með fjóra
bíla árið 2025
GMC hefur í nýju myndbandi sýnt
bestu mynd hingað til af nýjum
Hummer-rafjeppa og einnig til-
greint að hann verði frumsýndur í
haust. Einnig kemur fram að fram-
leiðsla hefjist haustið 2021 og að
væntanlegir kaupendur geti farið
að forpanta bílinn. Bíllinn kemur
í tveimur útgáfum, sem jeppi og
pallbíll sem stuttum palli. Dekkin
eru vel sýnileg og gefa sterklega
til kynna að bíllinn verði torfæru-
tæki. Einnig eru akstursstillingar
eins og Gra-b Mode og Adrenalin
Mode nefnd á nafn en ekkert
útskýrt frekar hvað er átt við. Á
mynd af jeppanum á hönnunar-
stofu má sjá sterkbyggða króka og
stuðara að framan ásamt veglegri
undirakstursvörn. Hann verður
með þaki sem hægt verður að taka
af, líkt og í nýjum Bronco. Eins og
fram hefur komið verður honum
ekki afls vant en hann mun hafa úr
1000 hestöflum að spila.
Nýr Hummer frumsýndur í haust
Eitt af undirmerkjum PSA, Peu-
geot, hefur kynnt nýjan undirvagn
samsteypunnar sem fyrst má sjá
undir næstu kynslóð Peugeot 3008.
Er hans að vænta innan þriggja ára
og mun undirvagninn heita eVMP,
og geta notað rafhlöður með allt
að 650 km drægi. Byggir undir-
vagninn að miklu leyti á EMP2
undirvagninum og mun öflugasta
útgáfan vera 335 hestöfl með fjór-
hjóladrifi. Peugeot mun geta boðið
næstu kynslóð 3008 bílsins einnig
sem tengil tvinnbíl, en systurmerk-
ið Citroen mun ekki geta það með
nýjum C4, þar sem hann byggir
á CMP- rafbílaundirvagninum.
Núverandi tengiltvinnútgáfa er
296 hestöfl með 65 km drægi en
næsta kynslóð mun örugglega gera
betur en það.
PSA kynnir undir-
vagn fyrir rafbíla Þegar ný S-lína Mercedes er kynnt er tækifærið venjulega
notað til að kynna nýjasta
tæknibúnað framleiðandans.
Væntanleg S-lína er engin
undantekning á þeirri reglu og
við höfum séð njósnamyndir af
því að undanförnu.
Mercedes-Benz hefur látið frá sér
meiri upplýsingar um væntan-
lega kynslóð S-línunnar og er
greinilegt að hönnuðir merkisins
fengu að fara nokkrar ferðir í
nammibúðina. Meðal þess sem
við munum sjá í bílnum er nýjasta
útgáfa E-Active Body Control-
kerfisins sem er með fjölstillan-
legum dempurum, fimm tölvum
og tuttugu skynjurum víða um
bílinn. Er kerfinu ætlað að skynja
hreyfingar bílsins og yfirborð
vegarins þúsund sinnum á sek-
úndu og stilla fjöðrun og undir-
vagn bílsins samkvæmt því.
Meðal aksturskerfa bílsins
verður svokölluð „Curve“-still-
ing sem að hallar bílnum eins
og mótorhjóli inn í beygjurnar.
Aksturskerfin verða líka tengd
öryggiskerfi bílsins og geta
skynjararnir meðal annars
skynjað hættu á hliðarárekstri.
Ef að það gerist munu demparar
bílsins lyfta honum snögglega upp
til að minnka hættu á að höggið
nái til farþegarýmis en beinist
þess í stað að undirvagni bílsins.
Auk þess verður bíllinn með
nýjum öryggispúða milli farþega
í framsætum, og er honum ætlað
að minnka hættu á að höfuð þeirra
rekist saman við hliðarárekstur.
Bíllinn verður með næstu kynslóð
fjórhjólastýringar sem að minnkar
snúningshring hans um tvo metra
frá fyrri kynslóð.
Ný S-lína verður sú fyrsta með
næstu kynslóð MBUX-upplýsinga-
kerfisins. Það mun geta virkað
samtímis á allt að fimm skjám í
bílnum í einu. Stærsti skjárinn
verður 12,8 tommu OLED-skjár
í miðjustokki. Hann mun stýra
mörgum af stjórntækjum bílsins
og losa hann við 27 takka í mæla-
borðinu. Nýr upplýsingaskjár á
framrúðu bílsins mun sýna leið-
söguupplýsingar eins og þær væru
tíu metrum fyrir framan bílinn, og
koma þannig í veg fyrir að notkun
þess dreifi athygli ökumannsins.
Myndavélar í innanrými munu
geta skynjað hreyfingar farþega
og ökumanns, til dæmis er nóg að
ökumaður horfi á hliðarspegla
til að upp komi stillingar hans á
skjánum. Loks getur nýja MBUX-
kerfið geymt upplýsingar um allt
að sjö notendur og helstu stillingar
þeirra á sætum, miðstöð, útvarpi
eða ljósastillingum.
Ekki hafa verið gefnar út upp-
lýsingar um vélbúnað S-línunnar
ennþá, en líklega verða sex strokka
bensín- og dísilvélar með tvinnút-
færslu helst í boði. Auk þess má
vænta V8-útgáfu og jafnvel V12,
auk EQS-rafútgáfunnar. Sá bíll fer í
framleiðslu seint á næsta ári.
Nýjar upplýsingar um S-línuna
Lítið dulbúin S-lína við prófanir nálægt hönnunarsetri Mercedes-Benz í Þýskalandi.
Stóri OLED skjárinn verður næstum 13 tommur og stýrir flestu í bílnum.
Útlínurnar vísa til útlits fyrri kynslóða þótt um nýja hönnun sé að ræða.
Kraftalegur framendi og undirakst-
ursvörn bendir til torfærugetu.
Pallbíllinn er sá eini sem er falinn
en hinir þrír eru vel sýnilegir.
Nýi eVMP-undirvagninn kemur
fyrst í næstu kynslóð Peugeot.
Auk þess má vænta
V8-útgáfu og jafn-
vel V12, auk EQS rafút-
gáfunnar. Sá bíll fer í
framleiðslu seint á næsta
ári.
Meirihluti nýskráðra Honda-bíla
á árinu eru tvinnbílar, en Honda
CRV er söluhæsti Honda-bíllinn
það sem af er ári. Hann var meðal
annars valinn jepplingur ársins
í Bandaríkjunum í fyrra og hjá
tímaritinu WhatCar? sem og
valinn græni jepplingur ársins
hjá Green Car Journal. Nú hafa
bæst við tveir nýir tvinnbílar hjá
Honda, annars vegar Honda Jazz
og hins vegar Honda Jazz Crosstar
sem er smájepplingur frá japanska
framleiðandanum.
Meirihluti nýrra
Honda tvinnbílar
Honda CRV er vinsælasti bíll Honda-
merkisins hérlendis og reyndar víðar.
4 . Á G Ú S T 2 0 2 0 Þ R I Ð J U D A G U R2 B Í L A R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
BÍLAR