Fréttablaðið - 04.08.2020, Side 36
ÚTSALA HEFST
Í AQUASPORT
5. ÁGÚST
30-70%
AFSLÁTTUR
Bæjarlind 1-3 · 201 Kópavogur · Sími 564 0035
SUNDBOLIR OG SUNDFATNAÐUR
Hi n i r f jöl mö r g u g læpasag nau nn-endu r la nd si n s hljóta að hafa tekið eftir þeirri hneigð g l æ p a s a g n a höf-
unda að skrifa langar og þykkar
bækur sem skortir tilfinnanlega
snerpu. Færustu glæpasagnahöf-
undar 20. aldar kunnu að skrifa af
snerpu og þurftu ekki 400-700 síður
fyrir efni sitt. Fréttablaðið mælir
hér með fjórum glæpasögum sem
eru klassískar, og hafa allar verið
kvikmyndaðar. Hér eru morð á
eyju, örlagaríkar samræður í lest,
töffari í vanda og elskendur á villi-
götum.
Myrk Christie
Agatha Christie er drottning saka-
málasagnanna, skrifaði rúmlega
60 á farsælum ferli og skapaði hina
ódauðlegu spæjara Hercule Poirot
og Miss Marple. Bækur hennar eru
einstaklega læsilegar og ekki bregst
að lausn ráðgátunnar kemur á
Sígildir krimmar sem svíkja engan
Sumarið er tíminn til þess að sökkva sér á kaf í glæpi og sögur af þeim. Ekki síst þegar ofan á vonbrigði með
veðrið bætist sóttvarnaskellur. Þá er vissara að sigla á örugg lestrarmið og krimma sem hafa margsannað sig.
Bækur Agöthu Christie eru í stöðugri endurprentun víða um heim.
Farley Granger og Robert Walker í hinni frábæru mynd Strangers on a Train.
óvart. Bók hennar, And Then There
Were None er ein mest selda bók
allra tíma, um 100 milljónir eintaka
hafa selst. Þessi bók, sem er hennar
besta og jafnframt sú myrkasta,
var sú sem henni fannst erfiðast
að skrifa. Átta einstaklingar koma
saman á eyju og smám saman fer að
fækka í hópnum. Afar spennandi
bók með hrollvekjandi endi.
Harðsoðinn Chandler
Það er alltaf mikil ánægja að gleyma
sér í harðsoðnum stíl Raymon
Chandler. Svefninn langi er ein af
hans þekktustu sögum. Guðbergur
Bergsson þýddi hana á sínum tíma
á íslensku. Þar er töffarinn Philip
Marlowe í essinu sínu, en annar
töffari, Humphrey Bogart, gerði
hann ódauðlegan á hvíta tjaldinu.
Í þessari bók rannsakar einka-
spæjarinn hótanir sem gömlum
hershöfðingja hafa borist. Sá á tvær
dætur sem koma mjög við sögu.
Gríðarlega skemmtilegur krimmi
sem allir glæpasagnaunnendur
með sjálfsvirðingu verða að lesa að
minnsta kosti einu sinni á ævinni.
Sálfræðileg innsýn
Patricia Highsmith er framúr-
skarandi glæpasagnahöfundur.
Sálf ræðiþáttur inn er f y r ir-
ferðarmikill í bókum hennar,
þar sem jafnvel allra ólíklegasta
fólk fremur morð. Þekktasta per-
sóna hennar er hinn listelski og
siðblindi morðingi Tom Ripley.
Ein af bestu bókum Highsmith
er Strangers on a Train þar sem
tveir menn hittast í lest og annar
þeirra stingur upp á að þeir
skipti á morðum. Alfred Hitchcock
gerði rómaða mynd eftir bókinni.
Glæpur elskenda
James M. Cain skrifaði nokkrar
frábærar glæpasögur, þar á meðal
Pósturinn hringir alltaf tvisvar. Elsk-
endur ákveða að drepa eiginmann
konunnar, en eftir morðið byrja þau
að tortryggja hvert annað. Bókin
hefur verið kvikmynduð sjö sinnum,
orðið að óperu og leikriti. Hún er talin
ein áhrifamesta glæpasaga 20. aldar.
Bókin hefur tvisvar verið gefin út á
íslensku. Eftir lestur á henni er svo
upplagt að lesa aðra magnaða glæpa-
sögu eftir Cain, Tvöfaldar tjónabætur.
Kolbrún Bergþórsdóttir
4 . Á G Ú S T 2 0 2 0 Þ R I Ð J U D A G U R20 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
LÍFIÐ