Fréttablaðið - 07.08.2020, Blaðsíða 1
— M E S T L E S N A DAG B L A Ð Á Í S L A N D I * —1 7 2 . T Ö L U B L A Ð 2 0 . Á R G A N G U R F Ö S T U D A G U R 7 . Á G Ú S T 2 0 2 0
Nýr Škoda Superb iV
Rafmagn & bensín
Verð frá 5.190.000 kr. hekla.is/skodasalur · Sími 590 5000 · Laugavegur 170 · HEKLA
FERÐAÞJÓNUSTA Mikil vandræði
hafa verið við útgreiðslu andvirðis
Ferðagjafarinnar til einstaklinga
og fyrirtækja sem tóku þátt í átaks-
verkefni stjórnvalda. Alls áttu 668
aðilar von á greiðslu frá Fjársýslu
ríkisins í byrjun mánaðarins. Svo fór
að 355 aðilar fengu greiddar út alls
um 137 milljónir króna en 313 þátt-
takendur þurftu að bíta í það súra
epli að fá ekki greitt eins og þeim
bar. Í svari frá atvinnu- og nýsköp-
unarráðuneytinu segir að ástæðan
sé sú að stór hluti þátttakenda hafi
ekki skráð inn bankaupplýsingar.
„Unnið er að því að fá banka-
upplýsingar frá fyrirtækjum og
einstaklingum og hafa nú borist
upplýsingar frá 181 aðila sem mun
fá greitt samtals 43.302.961 krónu í
upphafi næstu viku,“ segir Guðrún
Gísladóttir, skrifstofustjóri fjár-
laga, rekstrar og innri þjónustu hjá
atvinnuvega- og nýsköpunarráðu-
neytinu.
Einn þeirra sem fengu ekki greitt
er Björn Baldursson, eigandi Surf &
Turf á Selfossi. „Ég hef tekið við um
150 Ferðagjöfum á mínum veitinga-
stað enda bauð ég 2.000 krónur til
viðbótar hverri gjöf,“ segir Björn.
Hann hafi búist við um hálfri millj-
ón um mánaðamótin og sé verulega
ósáttur við að það dragist. „Þeir sem
standa að þessu halda því fram að
ég hafi ekki skilað inn bankaupp-
lýsingum en það er einfaldlega lygi.
Það segir sig sjálft að þegar svona
stór hluti á að hafa gleymt að skrá
inn upplýsingarnar þá er eitthvað
í ólagi. Þetta er að mínu mati illa
unnið,“ segir Björn.
Ari Steinarsson, framkvæmda-
stjóri Yay ehf. sem hannaði og rekur
Ferðagjafarappið, segir að fyrirtæk-
ið muni læra af reynslunni. „Eitt af
því sem við hefðum getað gert betur
var að setja kerfið þannig upp að
fyrirtæki geti ekki skráð sig í kerfið
án þess að gefa upp þessar upplýs-
ingar. En það var lagt upp með frá
byrjun að gera skráninguna fyrir
fyrirtækin sem einfaldasta, svo þess
vegna er þetta svona,“ segir Ari. – bþ
Mikil vandræði við útgreiðslu
47 prósent þeirra fyrirtækja sem áttu von á útgreiðslu andvirðis Ferðagjafar ríkisins um mánaðamótin
fengu ekki greitt því að bankaupplýsingar vantaði. Ósáttur eigandi veitingahúss segir ferlið illa unnið.
Ég hef tekið við um
150 Ferðagjöfum á
mínum veitingastað enda
bauð ég 2.000 krónur til
viðbótar hverri
gjöf.
Björn Baldursson,
veitingamaður á
Selfossi
STJÓRNSÝSLA Capacent varð við
ósk Þingvallanefndar um að fella
niður helminginn af 1,5 milljóna
reikningi vegna umdeildrar þjónustu
vegna ráðningar þjóðgarðsvarðar.
Fyrirtækið varð gjaldþrota áður
en tókst að ljúka málinu en þjóð-
garðurinn hefur gert kröfu í þrotabú
fyrirtækisins. Formaður Þingvalla-
nefndar segir að peningarnir myndu
koma sér vel fyrir þjóðgarðinn sem
glímir við fjárhagserfiðleika í kjölfar
COVID-19.
Málið sem um ræðir er mál Ólínu
Þorvarðardóttur, fyrrverandi alþing-
ismanns, sem fékk 20 milljónir króna
í bætur frá ríkinu eftir að kærunefnd
jafnréttismála komst að þeirri niður-
stöðu að brotið hefði verið á Ólínu er
gengið var fram hjá henni við ráðn-
ingu þjóðgarðsvarðar. – gar / sjá síðu 4
Lofuðu að
borga en urðu
gjaldþrota
Það getur tekið á að hoppa í stærsta hoppukastala heims líkt og sjá má á mæðusvip barnsins sem hvíldi sig á toppi kastalans í gær. Hoppukastalinn sem ber heitið Skrímslið er staðsettur
við Perluna í Öskjuhlíðinni í Reykjavík og er rúmir sautján hundruð fermetrar að stærð. Hoppukastalinn verður opinn alla daga í ágúst ef veðurguðirnir verða örlátir. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI