Fréttablaðið - 07.08.2020, Side 4

Fréttablaðið - 07.08.2020, Side 4
Við frestuðum öllu sem við gátum frestað en það er gott að starfsemin leggist ekki alveg niður,Öryggi nemenda er alltaf númer eitt tvö og þrjú. Sólveig Ása Tryggvadóttir, framkvæmda- stjóri AFS Flest nýrra COVID-19 tilfella eru hjá ungu fólki. FJÖLMIÐLAR Torg ehf. tapaði 212 milljónum króna árið 2019 og EBITDA-afkoma félagsins var nei- kvæð um 59 milljónir króna. Afskriftir námu 138 milljónum króna. Kostnaður vegna samein- ingar fyrirtækja var allur færður til gjalda á árinu og hafði neikvæð áhrif á afkomu félagsins. Rekstrartekjur Torgs í fyrra námu 2,3 milljörðum króna og höfðu dregist saman um 10 prósent frá árinu áður. Meðal miðla í eigu Torgs á síðast- liðnu rekstrarári eru Fréttablaðið, sjónva r ps stöðin Hr ingbr aut , frettabladid.is og hringbraut. is. Í vor bættust svo við DV, dv.is, eyjan. is, pressan.is, 433.is og f leiri vefmiðlar. Á liðnu rekstrarári keypti félagið eigin prentvél sem annast prentun Fréttablaðsins og DV. Hjá Torgi starfa um 100 manns. Taprekstur hjá Torgi í fyrra OPIÐ 10.00-22.00 alla daga Renndu við og fáðu lyn afgreidd beint í bílinn www.lyfsalinn.is BÍLAAPÓTEK VIÐ VESTURLANDSVEG STJÓRNSÝSLA Samkvæmt ósk þjóð- garðsins á Þingvöllum féllst Capa- cent á að endurgreiða helming af reikningi fyrir ráðgjöf við ráðningu þjóðgarðsvarðar á árinu 2017. „Gjaldið var ein og hálf milljón fyrir veitta þjónustu sem flestir vita að við vorum ákaflega ósátt við. Við töldum að ráðgjöf og utanumhald Capacent hefði verið ófullnægj- andi og að það lægi til grundvallar úrskurði kærunefndar jafnréttis- mála,“ segir Ari Trausti Guðmunds- son, formaður Þingvallanefndar. Ari vísar þar til máls Ólínu Þor- varðardóttur, fyrrverandi alþingis- manns Samfylkingar með meiru, sem fékk 20 milljónir króna í bætur frá ríkinu eftir að kærunefnd jafn- réttismála komst að þeirri niður- stöðu að brotið hefði verið á Ólínu er gengið var fram hjá henni við ráðningu þjóðgarðsvarðar. Að sögn Ara sneri úrskurður kærunefndarinnar að svokölluðum huglægum matsþætti sem nefndin hafi talið verið skráðan á ófullnægj- andi hátt í ráðningarferlinu. „Við í meirihluta Þingvallanefndar vildum meina að Capacent hefði átt að sjá til þess að huglæga matið væri rétt frá gengið og þá rekjanlegt ef kæmi til eftirmála. Af einhverjum orsökum misfórst það á þennan máta að kærunefndin taldi sig ekki geta rakið það hvernig okkar huglæga mat var á umsækjendum,“ útskýrir hann. Ari segir að á fundi með full- trúum Capacent hafi verið sett fram sú ósk Þingvallanefndar að helmingur reikningsins frá fyrir- tækinu yrði endurgreiddur. „Eftir nokkurn tíma fengum við svo bréf frá framkvæmdastjóranum um að þeir samþykktu að greiða þetta til baka – án þess að viðurkenna í því bréfi að þeir hefðu gert eitthvað rangt,“ rekur Ari. Capacent varð hins vegar gjald- þrota áður en gengið var frá málinu. Ari kveður þjóðgarðinn gera kröfu upp á 750 þúsund krónur í þrotabú fyrirtækisins. Þeir peningar kæmu sér vel fyrir þjóðgarðinn sem glímir nú við mikla fjárhagserfiðleika því innkoman þar byggir að langmestu leyti á sértekjum sem hafa verið hverfandi á COVID-tímanum. Ein- hverjir fjármunir hafa fengist frá rík- inu vegna þessa en þeir duga ekki til, að sögn formanns Þingvallanefndar. Meðal sparnaðarráðstafana hjá þjóðgarðinum var að segja upp samningi við Heilbrigðisstofnun Suðurlands um viðveru sjúkra- flutningamanns. Ari segir þessum samningi hafa verið komið á vegna fjölmennis á Þingvöllum annars vegar og köfunarinnar í Silfru hins vegar. „Þetta var eitt af því fyrsta sem við urðum að láta fara enda aðsóknin allt önnur en venjulega – þótt aðsóknin í Silfru hafi reyndar verið meiri en við héldum því Íslending- arnir hafa verið að láta sjá sig meira en áður. Við munum auðvitað taka upp þennan samning aftur um leið og við getum,“ segir formaður Þing- vallanefndar. gar@frettabladid.is Lofaði að endurgreiða helming af ráðgjöfinni en fór á hausinn Capacent varð við ósk Þingvallanefndar um að fella niður helminginn af 1,5 milljóna króna reikningi vegna umdeildrar þjónustu vegna ráðningar þjóðgarðsvarðar. Fyrirtækið varð gjaldþrota áður en tókst að ljúka málinu. Samningi um sjúkraflutningamann var sagt upp vegna fjárhagsvanda þjóðgarðsins. Tekjur þjóðgarðsins á ÞIngvöllum hafa hrapað samhliða snarminnkandi aðsókn ferðamanna. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Eftir nokkurn tíma fengum við svo bréf frá framkvæmdastjóranum um að þeir samþykktu að greiða þetta til baka – án þess að viðurkenna í því bréfi að þeir hefðu gert eitthvað rangt. Ari Trausti Guð- mundsson, formaður Þing- vallanefndar COVID-19 Einstaklingar með virkt COVID-19 smit hér á landi voru 97 í gær og 795 voru í sóttkví. Enginn var inniliggjandi á sjúkrahúsi. Tekin hafa verið yfir 76 þúsund sýni innanlands og rúm 73 þúsund á landamærunum. Afkastageta sýkla- og veirufræði- deildar Landspítala er í hámarki og því mun Íslensk erfðagreining létta undir með deildinni þar til afkasta- geta hennar eykst. Þetta kom fram á upplýsingafundi almannavarna í gær. Á fundinum kom einnig fram að smit í samfélaginu sé ekki mjög útbreitt. Íslensk erfðagreining hefur nú skimað 4.400 manns og einungis hafa greinst fimm tilvik COVID-19 í þeim hópi. Þórólfur Guðnason sótt- varnalæknir segir því ekki ástæðu til að herða aðgerðir. Alma Möller landlæknir sagði á fundinum í gær að f lest nýrra COVID-19 tilfella væru hjá ungu fólki. Þá hvatti hún kennara, for- ráðamenn og aðra sem eru í sam- skiptum við ungt fólk til að aðstoða við að miðla fræðslu og ráðgjöf. Anna Birna Jens dóttir, fram- k v æ m d a s t j ó r i h j ú k r u n a r - heimilisins Sól túns, segir helsta verk efni hjúkrunar heimilanna vegna COVID-19 vera að tak marka um ferð þar sem hætta er á að ætt- ingjar og vinir íbúa, sem og starfs- fólk hjúkrunar heimilanna, komi með smit inn á heimilin. Því hafi verklagi á hjúkrunar- heimilum verið breytt og á þeim flestum hafi heimsóknir verið tak- markaðar, lagt er upp með að ein- ungis einn komi í heimsókn á dag. Anna í trekar að fólk sem á að vera í sótt kví eða ein angrun, eða hafi verið í útlöndum komi ekki inn á heimilin fyrr en fjórtán dögum eftir heimkomu og virði reglur um heim- sóknir. – bdj Afkastageta sýkla- og veirufræðideildar Landspítala er í hámarki MENNTAMÁL Skiptinemar á fram- haldsskóla- og háskólastigi verða langtum færri í haust en í venju- legu árferði. Á það bæði við um nema sem koma hingað til lands og íslenska nema sem fara til útlanda. Sumir skólar erlendis hafa ein- faldlega lokað fyrir allt skiptinám meðan á faraldrinum stendur. Friðrika Þóra Harðardóttir, for- stöðumaður Skrifstofu alþjóða- samskipta hjá Háskóla Íslands, segir að skólinn eigi von á um 200 erlendum skiptinemum en ekki sé víst hvort þeir skili sér allir. Sumir eru þó þegar komnir og byrjaðir að undirbúa haustið. Þetta er helm- ingsfækkun því í venjulegu árferði eru í kringum 400 skiptinemar við skólann. Þá er einnig umtalsverð fækkun erlendra nemenda sem koma á eigin vegum. „Sumir af okkar samstarfsskólum erlendis stöðvuðu allt skiptinámið alfarið,“ segir Friðrika. „Síðan eru einnig nemendur sem voru búnir að skipuleggja skiptinám en treystu sér síðan ekki til að ferðast.“ Sömu sögu er að segja af íslenskum nemum, sumir gátu ekki farið og aðrir hættu við að fara, sérstaklega utan Evrópu. Nýlega var greint frá því að senni- lega yrði kennslan í Háskóla Íslands fjarkennsla, að einhverju leyti hið minnsta. Friðrika segir ekki ljóst hvaða áhrif það hafi á skiptinámið. „Þegar við þurftum að skipta yfir í fjarkennslu í vor voru samt margir skiptinemar sem ákváðu að vera áfram á landinu og klára önnina,“ segir hún. Hið sama á við um yngri skipti- nema sem AFS sjá um. Sólveig Ása Tryggvadóttir framkvæmda- stjóri segir að tekið verði á móti 15 nemum í haust, en vanalega séu þeir á fjórða tug. Tólf íslenskir nemar fara utan. „Við frestuðum öllu sem við gátum frestað en það er gott að starfsemin leggist ekki alveg niður,“ segir Sólveig. Aðeins sé sent til Evr- ópu en vanalega eru Bandaríkin og Suður-Ameríka vinsæl. „Öryggi nemenda er alltaf númer eitt tvö og þrjú.“ – khg Skiptinemum fækkar mikið og sumir samstarfsskólar loka alveg fyrir ferðir FERÐAÞJÓNUSTA Heildarfjöldi far- þega hjá Icelandair var 73.200 í júlímánuði samanborið við 18.500 í júnímánuði. Farþegaf lug jókst mikið eftir að ferðatakmörkunum í Evrópu var aflétt um miðjan júní. Þó að farþegaflutningar hafi tekið við sér í júlímánuði voru þeir aðeins brot af því sem þeir voru í sama mánuði í fyrra. Dróst fjöldi farþega saman um 87 prósent. Farþegar hjá Air Iceland Connect voru tæplega 15 þúsund í júlímán- uði og fækkaði um 48 prósent á milli ára. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, segir að félag- ið hafi lagt höfuðáherslu á að við- halda sveigjanleika til að takast á við áframhaldandi óvissu og geta brugðist hratt við breytingum á mörkuðum í því ástandi sem nú ríkir. – eþs 73 þúsund farþegar hjá Icelandair í júlí 7 . Á G Ú S T 2 0 2 0 F Ö S T U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.