Morgunblaðið - 27.01.2020, Qupperneq 1
M Á N U D A G U R 2 7. J A N Ú A R 2 0 2 0
Stofnað 1913 22. tölublað 108. árgangur
ENDURHÆFING
SVO UNGT FÓLK
FÁI BLÓMSTRAÐ
SPÁNN
VARÐI
TITILINN
SAGA ALLRA
LISTASAFNA
ÍSLANDS Á BÓK
EM Í HANDBOLTA 26 SAFNAFRÆÐI 28LÍFSGÆÐI 6
Alexander Kristjánsson, Sigurður
Bogi Sævarsson, Þorgerður Anna
Gunnarsdóttir og Þór Steinarsson
Óvissustigi almannavarna hefur ver-
ið lýst yfir vegna mögulegrar kviku-
söfnunar á Reykjanesskaga, rétt
vestan fjallsins Þorbjarnar. Landris
síðustu daga hefur verið það hrað-
asta frá því að mælingar hófust, en
land hefur risið um tvo sentimetra á
rúmum fimm sólarhringum.
Fjallið Þorbjörn er við bæjarmörk
Grindavíkur, steinsnar frá Svarts-
engisvirkjun HS Orku og Bláa lón-
inu, og í 12 kílómetra fjarlægð frá
Keflavíkurflugvelli, þar sem litakóði
alþjóðaflugs hefur verið færður á
gult, sem þýðir að eldstöð sýni merki
um virkni umfram venjulegt ástand.
Komi til eldgoss gæti þurft að
flytja um 5.000 manns á brott, íbúa
Grindavíkur og starfsmenn Svarts-
engisvirkjunar og Bláa lónsins, auk
ferðamanna, að sögn Rögnvaldar
Ólafssonar hjá almannavarnadeild
ríkislögreglustjóra. Hann segir erf-
itt að segja til um hve langur fyrir-
vari gefist til rýmingar, en hann geti
verið frá nokkrum mínútum upp í
klukkustundir.
Búa sig undir hið versta
Settar hafa verið upp nokkrar
sviðsmyndir um mögulega þróun.
Segir Rögnvaldur að líklegasta
niðurstaðan sé sú að kvikusöfnun
ljúki annaðhvort eða haldi áfram um
skeið, án þess þó að dragi til tíðinda.
Hins vegar miðist viðbragðsáætlanir
við að menn búi sig undir hið versta.
Önnur möguleg sviðsmynd er sú að
kvikusöfnun valdi jarðskjálftavirkni
með stærri skjálftum á svæðinu, allt
að stærð sex. Að sögn Rögnvaldar
hefðu slíkir skjálftar að öllum lík-
indum ekki mikil áhrif á byggingar
en lausamunir gætu hreyfst og fallið
úr hillum og slasað fólk. Þá gætu
lagnir, til dæmis frárennslislagnir
lónsins og heitavatnslagnir virkj-
unarinnar, farið í sundur í slíkum
skjálftum. Starfsmenn HS Orku
voru upplýstir um stöðu mála strax í
gærmorgun og funduðu í gær með
almannavörnum, lögreglu og björg-
unarsveitum í samhæfingarmiðstöð-
inni í Skógarhlíð, um hugsanleg við-
brögð við rýmingu.
Þriðja sviðsmyndin er svo eldgos.
Ekki hefur gosið í eldstöðinni á
Svartsengi síðan á 13. öld, en litlar
heimildir eru um afleiðingar þess.
Að sögn Magnúsar Tuma Guð-
mundssonar, prófessors við Jarðvís-
indastofnun Háskóla Íslands, yrði
gos á svæðinu hraungos og myndi
líkjast Kröflugosum. „Þetta eru lítil
og upp í meðalstór hraungos og
miklu minni en gosið í Holuhrauni,“
segir hann. Kvikan myndi þá finna
sér farveg neðanjarðar eftir kíló-
metra löngum sprungum sem liggja
til norðausturs og suðvesturs, að
sögn Kristínar Jónsdóttur, hóp-
stjóra náttúruvárvöktunar á Veður-
stofunni. Viðbúið er að gos gæti
staðið í nokkra daga eða jafnvel vik-
ur og myndað hraunbreiðu sem
þekti um 15-20 ferkílómetra.
Óvissustig á Reykjanesi
Landris á Svartsengi síðustu
daga er það mesta frá upphafi mæl-
inga fyrir þremur áratugum
Jarðskjálftar og landris á Reykjanesi
Grunnkort/Loftmyndir ehf.
Landris austan við fjallið
Þorbjörn við Grindavík
Land hef ur risið um 2 senti metra
frá 21. janú ar. Sam bæri leg ur
landris hraði hef ur ekki mælst
síðan mæl ing ar hófust fyr ir tæp-
lega þrem ur ára tug um.
Jarðskjálfta hrina
Sam hliða landris inu hefur staðið
yfi r skjálfta hrina aust an við
rismiðjuna. Stærsti skjálft inn
mæld ist 3,7 að stærð
22. janú ar.
Jarðskjálftar síðustu sjö daga
Svartsengis-
virkjun
Bláa lónið
Svartsengisvirkjun
Reykjanesvirkjun
Grindavík
Grindavík
Kefl avík
Sandgerði
Höfuðborgarsvæðið
Kefl avíkur-
fl ugvöllur
Njarðvík
Vogar
Þorbjörn
Þorbjörn
Loftmyndir ehf.
Stækka
ð svæði
Bláa lónið
Síðast gaus í eld stöðva kerfi
Svartseng is í Reykja neseld um
sem stóðu yfi r með hlé um
á tíma bil inu 1210-1240
3,7
Morgunblaðið/Eggert
Á vaktinni Einar Bessi Gestsson og Kristín Jónsdóttir náttúruvársérfræðingar voru á vaktinni á Veðurstofunni í
gærkvöldi og inn í nóttina. Vel verður fylgst með landrisi í Svartsengi næstu daga.
Landris á Reykjanesi
Grindavík
Kefl avík
Jarðskorpuhreyfi ngar 18.-24. janúar
mældar frá Sentinel-1 gervitunglinu.
Rauði liturinn táknar landris yfi r 15 mm.
Kort: vedur.is,
HÍ, ÍSOR
Grindavík og Bláa lónið í næsta
nágrenni eldstöðvarinnar, sem hefur
ekki gosið í 700 ár
Eldgos talið ólíklegt en þó býr
fólk sig undir hið versta. Flytja þarf
5.000 manns komi til goss
Kórónaveiran sem nú geisar austur í
Kína veldur því að nokkur brögð hafa
verið að því síðustu daga að þarlendir
hópar hafi afbókað hópferðir hjá ís-
lenskum ferðaþjónustufyrirtækjum.
Þetta segir Kristófer Oliversson, for-
maður Félags fyrirtækja í hótel-
rekstri.
Umrædd veira veldur alvarlegri
sýkingu í lungum og hefur þegar hér
er komið sögu orðið að minnsta kosti
56 að bana. Þá hafa 2.000 manns sýkst
af veirunni. Viðbrögð stjórnvalda
eystra á síðustu dögum hafa verið þau
að loka fyrir ferðalög Kínverja úr
landi. Frá og með deginum í dag
verða skipulagðar hópferðir inn í
landið og út úr því svo bannaðar. Tals-
menn ferðaþjónustu á Íslandi telja of
snemmt að segja nokkuð um áhrif
þessa eða hve lengi lokunin standi, en
hafa megi í huga að Kínverjar séu
fjórði fjölmennasti hópurinn sem
hingað komi.
Sóttvarnargrímur seljast grimmt í
apótekum á Íslandi þessa dagana og
kaupendurnir eru yfirleitt ferðamenn
frá Kína, sem vilja vera við öllu búnir.
„Þegar svona veira kemur fram á
sjónarsviðið verða menn auðvitað
smeykir og eðlilegt að gripið sé til há-
marksviðbúnaðar í upphafi meðan
mörgum spurningum er ósvarað,“
segir Kristófer Oliversson.
Kórónaveiran veldur usla
AFP
Kína Eystra er fólk með grímur til
varnar hugsanlegum heimsfaraldri.
MÓttast áhrif veirunnar … »2
Hildur Guðnadóttir tónskáld hlaut í
gærkvöldi Grammy-verðlaun fyrir
tónlist sína í sjónvarpsþáttunum
Chernobyl. Hildur hefur þegar
hlotið Emmy-verðlaun fyrir hljóð-
verkið, sem hún skapaði með hljóð-
um úr kjarnorkuveri og eigin
röddu en engum hljóðfærum, líkt
og hún lýsti í ítarlegu viðtali við
Morgunblaðið í sumar. Hildur hef-
ur farið sigurför um verðlauna-
hátíðir vestanhafs undanfarna
mánuði, auk þess sem hún er til-
nefnd til Óskarsverðlauna fyrir
sama verk.
Hildur Guðnadóttir hlaut
Grammy-verðlaun
AFP
Verðlaunahafi Hildur Guðnadóttir