Morgunblaðið - 27.01.2020, Blaðsíða 21
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. JANÚAR 2020
✝ Tómas BiplabMathiesen
fæddist í Kolkata á
Indlandi 24. ágúst
2000. Hann lést á
Landspítalanum við
Hringbraut 18. jan-
úar 2020.
Foreldrar hans
eru Ingibjörg Harð-
ardóttir prófessor,
f. 2. nóvember 1961,
og Ólafur Mathie-
sen arkitekt, f. 1. apríl 1960. Syst-
ir Tómasar er Alma Mathiesen
nemi, f. 31. ágúst 2003. Kærasta
Tómasar er Margrét Kolka Hlöð-
versdóttir nemi, f. 20. mars 1997.
Foreldrar hennar eru Margrét
Perla Kolka Leifsdóttir og Hlöð-
ver Hlöðversson.
Tómas stundaði
nám í Fjölbrauta-
skólanum í Breið-
holti og Mennta-
skólanum við
Hamrahlíð. Hann
vann á sumrin í
Björnsbakaríi, á
Hverfastöðinni
Njarðargötu og hjá
Veitum. Tómas æfði
sund og fótbolta
með KR og síðar
frjálsar íþróttir með ÍR. Hann
lærði á píanó í Tónskóla Do Re
Mí og var á síðustu árum ötull við
tónsmíðar.
Útför Tómasar verður gerð
frá Neskirkju í dag, 27. janúar
2020, og hefst athöfnin klukkan
13.
Það tekur okkur óendanlega
sárt að vera nú að kveðja elsku
fallega Tómas sem lífið blasti við.
Hann átti svo margt eftir ógert.
Tómas lærði á píanó á sínum
yngri árum, sem lagði grunninn
að tónlistarsmíði sem hann vann
að undanfarin ár. Hann var
einkar hæfileikaríkur á þessu
sviði, bæði við texta- og lagasmíð.
Nú erum við afar þakklát fyrir að
geta hlustað á þessi lög og minnst
hans um leið.
Fyrir nokkru tókum við upp
þann sið að fjölskyldan hittist af
og til í hádeginu á sunnudögum.
Það var mikið spjallað þegar við
hittumst og var sérstaklega gam-
an hvað krakkarnir tóku mikinn
þátt í umræðunum. Tómas lék á
als oddi og lá ekki á skoðunum
sínum. Síðast þegar við hittumst
sagði hann okkur frá ástinni sinni
sem hann var nýlega búinn að
kynnast og naut þess að vera
með.
Elsku Tómas, þín er sárt sakn-
að en minning þín og tónlistin
mun lifa og ylja okkur um hjarta-
rætur um ókomin ár.
Hvíl í friði, elsku frændi og
barnabarn,
Katrín Rögn, Þórdís Rögn,
Daníel Ingi og Hörður.
Það þyrmdi yfir okkur, sorg og
missir þegar við fréttum að Tóm-
as væri látinn, horfin á braut í
blóma lífsins. Fyrir tæpum 20 ár-
um biðum við með mikilli eftir-
væntingu eftir að sjá nýjan fjöl-
skyldumeðlim þegar Óli bróðir og
Ingibjörg komu heim með dreng-
inn sinn. Aðdragandinn hafði ver-
ið nokkuð lengri en hefðbundin
meðganga og því var gleðin og
ánægjan að kynnast honum þeim
mun meiri. Tómas heillaði strax
alla með sínum björtu augum og
fallega brosi. Hann var einstak-
lega hógvær og kurteis drengur
sem lét ekki fara mikið fyrir sér.
Hann fylgdist vel með hvað aðrir
höfðust að og þá sérstaklega
frændsystkinum sínum, hvort
heldur það sneri að íþróttum eða
námi þeirra. Það sama átti við
þegar frændsystkinin fóru að
eignast sín börn og nú um jólin
opnaði hann fangið fyrir því
yngsta. Sjálfur var hann liðtækur
í íþróttum og byrjaði ungur að
stunda fótbolta en færði sig yfir í
frjálsar íþróttir, þar sem hann
þótti mjög efnilegur. Það var
ánægjulegt að fylgjast með
áhuga Tómasar á tónlist, hann
var mörg ár í tónlistarskóla þar
sem hann lærði á píanó. Sérstak-
lega er það minnisstætt þegar
Tómas var valinn til þátttöku sem
ungt tónskáld í Upptakti árið
2016. Þar var tónverk hans flutt á
glæsilegum tónleikum í Hörpu.
Lagasmíðar voru þá orðnar eitt
helsta áhugamál hans og kom
hann sér upp litlu „hljóðveri“ á
Lynghaganum til að sinna því.
Eftirtektarvert var að fylgjast
með hversu gott samband Tóm-
asar og Ölmu systur hans var en
þau voru miklir vinir og samrýnd
alla tíð.
Sorgin er þungbær og söknuð-
urinn sár en minning um góðan
dreng lifir.
Elsku Óli, Ingibjörg og Alma,
missir ykkar er mikill. Megi hlýj-
ar minningar styrkja ykkur í
sorginni. Hann mun um alla tíð
eiga stað í hjarta okkar.
Hver minning dýrmæt perla að liðnum
lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka
hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem
gleymist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að
kynnast þér.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Kristján Geir og Sóley,
Svava og Ingvar,
Einar og Svanhildur,
Árni og Sigrún Ósk,
Jens og Kristín Ósk.
Árið 2000 komu sex strákar í
heiminn sem áttu fljótlega eftir
að verða miklir vinir enda stutt á
milli heimila í Vesturbænum. Sú
vinátta, sem hófst á leikskólanum
Sæborg, hefur haldist síðan og
við foreldrarnir höfum í gegnum
strákana einnig haldið hópinn og
bundist vinaböndum. Minningar
úr ferðalögum og fjallaskálum
koma upp í hugann og ótal fót-
boltaferðir og sundæfingar
strákanna með öllu því skutli og
samvinnu sem það krafðist. Það
er óendanlega sárt að þurfa að
kveðja einn úr hópnum allt of
snemma. Tómas var einstaklega
fallegur drengur, kurteis, ljúfur
og góður og það var gaman að
fylgjast með honum vaxa og
verða að myndarlegum ungum
manni. Hópurinn er nú hnípinn
og við munum sakna samveru
Tómasar með drengjunum. Hug-
ur okkar er hjá foreldrum hans,
Óla og Ingibjörgu, Ölmu systur
hans, Margréti vinkonu hans og
öðrum aðstandendum. Minning-
arnar um Tómas lifa áfram og
vonum við að þær veiti fjölskyldu
hans styrk í sorginni.
Ásdís, Oddný, Ragnheiður,
Sigrún, Vala og fjölskyldur.
Við tengjumst sérstökum og
djúpum böndum, vinahópur sex
fjölskyldna sem allar eru mynd-
aðar kringum ættleidd börn,
fædd á Indlandi og Kína, á ár-
unum milli 1994 og 2003. Börnin
eru okkar hamingja og nú telur
hópurinn yfir þrjátíu manns að
viðbættum kærustum og barna-
börnum. Við höfum haldið hópinn
gegnum tíðina og hist reglulega
og notið margvíslegra gefandi
samvista, nú síðast í byrjun jan-
úar í Sæviðarsundinu, þar sem
Tómas hafði sterka nærveru,
bjartur og fallegur og kíminn, og
sat lengi og spjallaði við hitt unga
fólkið.
Tómas var hrifinn frá okkur
þegar hann stóð á þröskuldi full-
orðinsáranna. Í honum mátti sjá
barnið sem við þekktum og fyr-
irheitin um manninn sem hann
gæti orðið. Hann var sérlega vel
gefinn ungur maður, skapandi og
með mikla tónlistarhæfileika,
efnilegur íþróttamaður, hjarta-
hreinn, blíður, glaðlyndur, næm-
ur, leitandi og djúpt þenkjandi, en
líka með góðan og hlýjan húmor.
Hann var tryggur vinur, góður
stóri bróðir Ölmu og elskaður son-
ur Ingibjargar og Óla. Við eigum
bjartar minningar um yndislegar
stundir í ferðalögum og útilegum,
við munum hann brosmildan og
kátan í afmælum og alls konar há-
tíðum, munum veislur og matar-
boð og hljóðlátar samverustundir.
Við munum tónlist og sögur, leik,
hlátur og samtöl. Við munum
hann Tómas og munum aldrei
gleyma honum. Blessuð sé minn-
ing Tómasar Biplabs. Megi allar
góðar vættir styrkja ykkur og
styðja, elsku vinir, Ingibjörg, Óli
og Alma.
Hrafnhildur og Árni, Guðrún
og Gísli, Lína og Guðjón,
Ingibjörg og Guðmundur
Andri, Sigrún og Loftur Atli
og fjölskyldur.
Elsku besti Tómas B.
Það er virkilega erfitt og skrýt-
ið fyrir okkur vinina að hittast
núna til þess að skrifa minning-
argrein um þig, okkar hinstu
kveðju til þín.
Aldrei hefði okkur grunað að
leiðir okkar myndu skilja svona
snemma og það að þurfa að horf-
ast í augu við þá staðreynd að þú
sért farinn frá okkur og komir
ekki aftur er eitthvað sem enginn
okkar getur eða vill trúa. Í raun
finnst okkur enn eins og þú eigir
að vera hér sitjandi hjá okkur
enda ómissandi partur af hópnum.
Eftir óteljandi stundir, enda-
lausar samræður og svo mörg
ævintýri saman er erfitt að
kveðja. Hvernig á maður að geta
komið fyrir 17 árum af vináttu í
einni stuttri minningargrein?
Frá því að við kynntumst allir
á leikskólanum Sæborg hefur
hópurinn verið óaðskiljanlegur
og leið varla sá dagur sem við
hittumst ekki eða töluðum sam-
an. Það skipti í raun ekki máli
hvernig veðrið var úti eða hvaða
dagur vikunnar var því þegar við
vorum allir saman fundum við
alltaf einhverja leið til að gera
daginn að sérstöku ævintýri.
Sumarmánuðirnir voru þó ein-
staklega skemmtilegir en þá hitt-
umst við snemma á morgnana á
Lynghagaróló og héldum inn í
daginn án nokkurrar vitundar
um hvað væri fram undan. Það
endaði yfirleitt á trampólíninu
hans Ara, í klifurgrindinni þinni
eða í HM á Maló til myrkurs en
að sjálfsögðu með tilheyrandi
ristaðs-brauðs pásum heima hjá
einhverjum okkar þess á milli.
Með aldrinum gerir maður sér
betur grein fyrir því hversu full-
komið lífið var þá, þessa löngu
sumardaga sem fóru einfaldlega í
að sitja saman og spjalla langt
fram á nótt. Lífið var í raun eins
fullkomið og það gat verið en
minningin um þessa daga mun
ávallt hlýja okkur og hughreysta
á vetrardögum lífsins.
Þú varst aðal skemmtikraftur-
inn í hópnum og þér tókst að gera
ótrúlegustu hluti fyndna, sem
engum öðrum hefði tekist. Minn-
ingin um þig; trausta, góðhjart-
aða, fyndna og brosmilda vin okk-
ar mun lifa með okkur til æviloka.
Þú átt sérstakan stað í hjörtum
okkar allra, elsku Tómas, takk
fyrir allar góðu stundirnar!
Þínir vinir að eilífu,
Ari, Ásgeir, Ingimar (Ingi),
Jóhannes (Jói) og Tómas V.
Stundum erum við minnt á hve
hverfult lífið getur verið og
ósanngjarnt. Stundum er líka
erfitt að skilja almættið, eins og
til dæmis núna, þegar ljúfur
drengur, Tómas Biplab, er tekinn
frá okkur aðeins nítján ára gam-
all.
Tómas var nemandi minn í
5.-7. bekk í Melaskóla árin 2010
til 2013. Hann var duglegur nem-
andi enda dyggilega studdur af
ástríkum foreldrum sem fylgd-
ust vel með námi hans. Ekki
tranaði hann sér fram í kennslu-
stundum né var með læti. Hugs-
aði áður en hann talaði.
Í bekknum hans Tómasar
voru sérlega vandaðir og dugleg-
ir krakkar sem náðu vel saman
frá fyrstu stundu. Svo vel að enn
þann dag í dag hittumst við í
gömlu stofunni þeirra einu sinni
á ári, nú síðast í nóvember sl. Það
hefur verið gaman fyrir mig að fá
að fylgjast með hópnum vaxa og
þroskast og verða að myndar-
legu ungu fólki. Þar var Tómas
auðvitað engin undantekning.
Alltaf ljúfur, kurteis og bros-
mildur. Oft líka dálítið glettinn.
Tómasi var ýmislegt til lista
lagt, t.d. var hann mikið í tónlist.
Árið 2016 varð ég þeirrar ánægju
aðnjótandi að vera boðið í Hörpu
að hlusta á verk eftir hann flutt á
tónleikum Upptaktsins, sem eru
Tónsköpunarverðlaun barna og
ungmenna.
Ég þakka Tómasi samfylgdina
og votta foreldrum hans og syst-
ur, ættingjum og vinum, mína
innilegustu samúð. Minningin
um góðan dreng lifir.
Hvíl í friði, elsku hjartans vin-
urinn.
Erla Ívarsdóttir.
Einn fallegan júnídag fyrir ör-
fáum árum útskrifaðist Tómas,
umsjónarnemandi minn, ásamt
öðrum úr Hagaskóla. Kynni mín
af Tómasi og fólkinu hans voru
afar ánægjuleg. Tómas átti um-
hyggjusama foreldra. Hann var
einstakur ljúflingur, vel liðinn af
samnemendum sínum, hafði fal-
lega framkomu og lét sér annt
um aðra. Hann var hæfileikarík-
ur og skapandi og virtist eiga
framtíðina fyrir sér. Því komu
fregnir af ótímabæru andláti
hans til mín eins og þruma úr
heiðskíru lofti. Ég minnist þessa
góða drengs með hlýhug og
söknuði og votta foreldrum hans
og systur mína dýpstu samúð.
Ljúf minning lifir.
Svo, vinur kæri, vertu sæll,
nú vegir skilja að sinni.
Þín gæta máttug verndarvöld
á vegferð nýrri þinni.
Með heitu, bljúgu þeli þér
ég þakka kynninguna,
um göfugan og góðan dreng
ég geymi minninguna.
(Höf. ók.)
Elva Traustadóttir.
Fallinn er frá góður drengur,
Tómas Biplap Mathiesen, nem-
andi Menntaskólans við Hamra-
hlíð. Tómas stundaði nám við
skólann frá haustönn 2017 á fé-
lagsfræðabraut. Fyrir okkur
starfsfólki var Tómas dagfars-
prúður nemandi sem kom vel
fram við jafnt samnemendur
sem starfsfólk skólans. Ég var
svo lánsamur að geta fylgst með
Tómasi á frjálsíþróttavellinum,
en hann æfði frjálsar íþróttir um
árabil með frjálsíþróttadeild ÍR.
Hann lagði metnað í það sem
hann tók sér fyrir hendur og
lagði mikið á sig fyrir liðsheild-
ina. Tómasi leið greinilega vel á
hlaupabrautinni, en þar var hann
svo sannarlega á heimavelli.
Tómas hafði yndi af því að
koma í námsver skólans þar sem
hann ræddi lífið og tilveruna við
þær Valgerði og Þóreyju. Í sam-
tölum kom fram að hann setti sig
vel inn í hlutina áður en hann tók
afstöðu til mála. Tómas er horf-
inn á braut og við getum því mið-
ur ekki fylgt honum eftir með
stuðningi og nærveru eins og við
hefðum óskað. Við starfsfólk
Menntaskólans við Hamrahlíð
minnumst Tómasar með hlýju og
eftirsjá.
Við sendum fjölskyldu Tóm-
asar okkar innilegustu samúðar-
kveðjur.
F.h. Menntaskólans við
Hamrahlíð,
Steinn Jóhannsson rektor.
Tómas Biplab
Mathiesen
HINSTA KVEÐJA
Minning þín er mér ei gleymd;
mína sál þú gladdir;
innst í hjarta hún er geymd,
þú heilsaðir mér og kvaddir.
(Káinn)
Hafðu þökk fyrir allt og
allt.
Hvíl í friði, elsku Tómas.
Þín, amma
Erna.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
HALLA GUNNLAUGSDÓTTIR,
Hlaðhömrum 2,
Mosfellsbæ,
lést á líknardeild Landspítalans 18. janúar.
Útförin fer fram frá Bústaðakirkju
mánudaginn 27. janúar klukkan 13.
Soffía Bryndís Guðlaugsd. Haukur Már Stefánsson
Hildur Guðlaugsdóttir Njörður Snæland
ömmubörn og langömmubörn
Elskulegur faðir okkar,
EINAR ÞORSTEINSSON,
lést laugardaginn 4. janúar á Hrafnistu,
Skógarbæ.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey.
Fyrir hönd aðstandenda,
Elín, Júlíus og Halla Einarsbörn
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
HARALDUR STEFÁNSSON,
fyrrverandi slökkvistjóri,
lést 22. janúar á deild 12E á
Landspítalanum.
Útför fer fram frá Vídalínskirkju í Garðabæ föstudaginn 31.
janúar klukkan 13.
Erla Ingimarsdóttir
Ragnar Haraldsson Jóna Hjálmarsdóttir
Sólveig Haraldsdóttir Frosti B. Eiðsson
Haraldur Haraldsson Bergdís Eysteinsdóttir
Ingibjörg María Haraldsd. Christopher Wright
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir,
sonur, tengdasonur, bróðir og mágur,
JÓN ÞORKELL GUNNARSSON,
lést á krabbameinsdeild Landspítalans hinn
21. janúar. Útförin fer fram frá Selfosskirkju
föstudaginn 31. janúar klukkan 13.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en bent er á
styrktarreikning barna hans: 0123-15-003183,
kt. 150277-5319.
Unnur Björk Hjartardóttir
Brynja Rán Jóhann Michael
Hjörtur Breki
Anna Kristín
Kolbrún Klara
Gunnar Þorsteinn Jónsson Selma Sigurðardóttir
Kristín Brynja Ingólfsdóttir Hjörtur Elíasson
Hilmar Gísli Gunnarsson Árný Björk Árnadóttir
Sigurður Gunnar
Gunnarsson
Hilda Bára Víglundsdóttir
Kristinn Baldvin Gunnarsson Hrafnhildur Hreinsdóttir
Yngvi Rafn Gunnarsson Íva Sigrún Björnsdóttir
Selma Gunnarsdóttir Birgir Steinarsson
Ástkær faðir minn, tengdafaðir, afi og
bróðir,
SVERRIR KOLBEINSSON
Furugerði 13,
Reykjavík,
lést á hjartadeild Landspítalans 23. janúar.
Hann verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju
fimmtudaginn 30. janúar klukkan 15.
Guðjón Steinar Sverrisson Patricia Elizabeth Velasco
Kristín Ósk Guðjónsdóttir
Adda Björg Guðjónsdóttir
Viktor Ingi Guðjónsson
Magnús Bjarni Guðjónsson
Ævar Halldór Kolbeinsson