Morgunblaðið - 27.01.2020, Qupperneq 24
24 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. JANÚAR 2020
50 ára Victor er Hafn-
firðingur, ólst upp í
Norðurbænum og býr
þar. Hann er með MSc-
gráðu í íþróttafræðum
frá Íþróttaháskólanum í
Köln og er fram-
kvæmdastjóri Samfés –
Samtaka félagsmiðstöðva og ungmenna-
húsa á Íslandi.
Maki: Hildigunnur Erna Gísladóttir, f.
1969, hársnyrtimeistari og eigandi Hár-
móts.
Dætur: Sóley Berg, f. 1998, og Svanhvít
Berg, f. 2002.
Foreldrar: Helga Herbertsdóttir, f. 1946,
fv. bókari hjá Reykjavíkurborg, og Guð-
mundur Halldórsson, f. 1944, prentari og
fv. leigubílstjóri. Þau eru búsett í Reykjavík.
Victor Berg Guðmundsson
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Sígandi lukka er best. Sumir skilja
ekki fyrr en skellur í tönnum. Ekki hugsa
þig um tvisvar ef þér verður boðið í ferða-
lag.
20. apríl - 20. maí
Naut Þú hefur gaman af skáldsögum og
lætur þig dreyma um að skrifa eina. Þú ert
með öll tromp á hendi, eftir hverju ertu að
bíða?
21. maí - 20. júní
Tvíburar Ekki láta áhugamálið sitja á hak-
anum, alltaf. Hikaðu ekki við að kanna
möguleika sem þér bjóðast hvað varðar
vinnu.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Þeir eru margir sem leita til þín til
að fá svör við spurningum sínum. Einhver
gefur þér hýrt auga.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Ekki gefast upp þótt þér finnist útlit-
ið svart. Lokaðu augunum fyrir sumu, en
ekki öðru. Gerðu hreint fyrir þínum dyrum.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Þú gerir hosur þínar grænar fyrir
persónu sem þú hefur nýlega kynnst. Ein-
hver deila er komin í hnút, leystu hnútinn
eins og þér einni/einum er lagið.
23. sept. - 22. okt.
Vog Tilfinningasemi setur mark sitt á nán-
asta samband þitt í dag. Dagurinn hentar
ekki vel til stefnumóta.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Ánægjulegir atburðir hafa
gerst í lífi þínu og þú vilt deila þeim með
öðrum. Einver gengur á eftir þér með
grasið í skónum. Reyndu að finna út hvað
þér finnst um það.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Þú getur haft þau áhrif sem
þú vilt og ættir að notfæra þér það. Mennt
er máttur, þú hefur lengi velt því fyrir þér
að fara í nám. Láttu slag standa.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Segðu hug þinn svo samstarfs-
menn þínir fari ekki í grafgötur með af-
stöðu þína. Gleymdu ekki að leika þér, þú
átt það til að vera of alvörugefin/n.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Reyndu að koma fram við aðra
eins og þú vilt að aðrir komi fram við þig.
Bíddu til morguns með að taka ákvörðun
sem tengist ferðalagi.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Þú fellur hugsanlega fyrir ein-
hverjum gylliboðum í dag. Gefðu þér tíma
til að slaka á og safna kröftum. Þú hefur
unnið allt of mikið síðustu vikur.
R
agnheiður Guðfinna
Guðnadóttir fæddist 27.
janúar 1980 í Vest-
mannaeyjum og ólst þar
upp. „Ég er hreinrækt-
aður Vestmannaeyingur, ég er skírð
eftir ömmum sínum tveimur og það er
óhætt að segja að persónuleikar
þeirra beggja eigi hlut í persónuleika
mínum.“
Ragnheiður fór stundum í sveitina í
Berjanesi í Landeyjum. „Þar var
mamma í sveit og við fjölskyldan fór-
um þangað til að taka þátt í vorverk-
unum. Ég er sveitakerling í mér og
hef alltaf unað mér vel með dýrum og í
náttúrunni.“
Ragnheiður gekk í Barnaskóla
Vestmannaeyja, þar var hún færð upp
um bekk. „Félagssaga mín er því með
þeim sem eru fæddir 1979. Þau tóku
mér eins og ég væri ein af þeim og við
vinkonurnar héldum saman upp á fer-
tugsafmælið á síðasta ári.“
Ragnheiður fór ung í fyrirsætustörf
erlendis, hún vann Elite-keppnina á
Íslandi 1996 og í kjölfarið hófst mikil
ferðasaga Ragnheiðar í módel-
störfum. Hún starfaði meðal annars í
Mílanó, París, London og Edinborg.
Ragnheiður missti föður sinn 19 ára
gömul, hætti þá fyrirsætustörfum, fór
aftur á æskuslóðirnar og tók stúdents-
próf árið 1999 við Framhaldsskólann í
Vestmannaeyjum. Hún varð fegurð-
ardrottning Íslands 2001. „Það var
óvænt stefna að fara aftur í þessa átt,
fór í keppnina út af þrýstingi en sé alls
ekki eftir því. Ég fór samt ekki að
keppa úti, af því ég var ólétta fegurð-
ardrottningin. Það var laumufarþegi
með í keppninni.“
Ragnheiður flutti til Reykjavíkur
og hóf lögfræðinám. „Það átti ekki við
mig svo ég hætti í því námi. Ég tók að
mér stjórn sjónvarpsþáttar hjá 365
sem fjallaði um lífsstíl og heilbrigði.
Setti upp námskeið fyrir unglinga til
að virkja hreyfingu og lífsáhuga og
starfrækti það þrjú sumur. Vann í ým-
iskonar verkefnum sem sjálfstæður
verktaki og bauðst starf sem stjórn-
andi morgunþáttar á Stöð 2 og sinnti
honum í eitt og hálft ár. Vann sem
einkaþjálfari í ár og bauðst svo verk-
efnastjórastaða hjá útgáfufyrirtækinu
Senu þar sem ég vann í tæp tvö ár. Ég
áttaði mig svo á hvar áhugasvið mitt
liggur sem er sálfræði.“
Ragnheiður lauk BS-gráðu 2011 við
Háskóla Íslands og meistaragráðu í
félags- og vinnusálfræði frá Háskóla
Íslands vorið 2013. Með náminu og
eftir það sinnti hún verkefninu Þú get-
ur, sem snýst um forvarnir og að
styðja fólk til náms sem hefur átt við
geðræn vandamál að stríða. Hún vann
á geðsviði Landspítalans með meist-
aranámi og var þar eitt ár. Árin 2013-
2017 var hún ráðgjafi hjá Forvörnum
ehf. og Streituskóla Forvarna.
Ragnheiður er nýbúin að stofna
fyrirtækið Hugarheim. „Við erum
þrjár sem erum grunnteymi í fyrir-
tækinu og erum með ólíka nálgun á
það sem snýr að streitu og andlegri og
líkamlegri líðan í dag. Sérhæfing mín
er að fylgjast með og greina hugsun
og hegðun fólks í félagslegum að-
stæðum, handleiða og hjálpa við ýmis
vandamál sem koma upp í mannlegri
hegðun og líðan. Ég sinni líka fræðslu
innan fyrirtækja og stofnana um
streitu, samskipti, tilfinningagreind
og fleira. Fyrirlestrar um þessi mál-
efni verða æ stærri hluti af mínu
starfi.“
Ragnheiður hefur mikinn áhuga á
hreyfingu, ferðalögum, dýrum og að
vera í faðmi sinna nánustu, sem eru
synir hennar og maki. Ragnheiður er
Ragnheiður Guðnadóttir, framkvæmdastj. og sérfr. í félags- og vinnusálfræði – 40 ára
Synirnir Tristan Gylfi, Hektor Þór og Hannes Guðni.
Sálfræðin var
aðalmálið
Parið Ragnheiður og Reynir.
Fjölskyldan Ragnheiður ásamt foreldrum sínum og bræðrum.
30 ára Jóhann er
Garðbæingur, ólst
upp í Bæjargilinu en
býr í Urriðaholti.
Hann er stúdent frá
Fjölbrautaskólanum í
Garðabæ og er að
ljúka námi í pípulögn-
um frá Tækniskólanum. Hann er leik-
maður Stjörnunnar í fótbolta og spilar í
stöðu bakvarðar.
Maki: Mekkín Bjarkadóttir, f. 1992,
vinnur í söludeild hjá Já.is.
Foreldrar: Anna Laxdal, f. 1960, stuðn-
ingsfulltrúi í Hofsstaðaskóla, og Bern-
harð Laxdal, f. 1960, fiskeldissjúkdóma-
fræðingur og er með eigið fyrirtæki,
Lífsgleði ehf. Þau eru búsett í Garða-
bæ.
Jóhann Laxdal
Til hamingju með daginn
Frederiksberg/
Kópavogur Birkir Jóel
Bjarnason fæddist 11. júlí
2019 kl. 17.10 á Herlev
Hospital í Danmörku.
Hann vó 3.856 g og var 51
cm langur. Foreldrar hans
eru Aldís Guðmundsdóttir
og Bjarni Páll Hauksson.
Nýr borgari