Morgunblaðið - 27.01.2020, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 27.01.2020, Blaðsíða 32
Ljóðasveigurinn Kafka Fragments eftir ungverska tónskáldið Györgys Kurtág verður flutt af Herdísi Önnu Jónasdóttur sópransöngkonu og Elfu Rún Kristinsdóttur fiðluleikara í Mengi í kvöld kl. 20 og eru tónleik- arnir á dagskrá hátíðarinnar Myrkra músíkdaga. Verkið byggist á texta- brotum eftir Kafka, úr dagbókum hans, minnisbókum og bréfum, og er í 40 stuttum köflum. Herdís og Elfa flytja Kafka Fragments MÁNUDAGUR 27. JANÚAR 27. DAGUR ÁRSINS 2020 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 670 kr. Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr. PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr. Fram vann níunda leik sinn í röð í úrvalsdeild kvenna í handknattleik, Olísdeildinni, þegar HK kom í heimsókn í Safamýrina á laugar- daginn. Leiknum lauk með 32:22- sigri Fram, sem er með þriggja stiga forskot á Val á toppi deild- arinnar. Valskonur unnu á sama tíma þrettán marka sigur gegn Stjörnunni í Origo-höllinni á Hlíð- arenda, 35:22. »26 Toppliðin juku forskot sitt á sannfærandi hátt ÍÞRÓTTIR MENNING Kobe Bryant, fyrrverandi leikmaður Los Angeles Lakers í NBA-deildinni í körfuknattleik, lést í þyrluslysi í Calabasas í Kaliforníu í Bandaríkj- unum í gær. Fjórir voru í þyrlunni, þar á meðal þrettán ára dóttir Bryants, Gianna Maria Onore. Körfuknattleikskappinn fyrrver- andi lætur eftir sig eigin- konu og þrjár dætur en hann var 41 árs gamall. Hann er af mörgum talinn besti leikmaður í sögu NBA-deildarinnar en hann varð fimm sinnum meistari með Los Angeles Lakers, liðinu sem hann lék með allan sinn feril. »27 Einn sá besti lést af slysförum í Kaliforníu hann hafi alltaf haft gaman af því að vinna. „Ég hlakkaði til hvers vinnudags og gera það sem þurfti að gera hverju sinni.“ Hann hafi líka haft visst sjálfstæði og það hafi ekki skemmt fyrir. „Þá hefur sam- vinna og samkomulag eigenda og starfsmanna fyrirtækisins ávallt verið til fyrirmyndar. Ég tók þá af- stöðu strax að setja mig ekki á há- an hest heldur vann við allt sem þurfti; sópaði gólfið, lagaði kaffi, fór í skipaskoðanir af ýmsu tagi og al- mennar tjónaskoðanir á vegum skipafélaganna og eiginlega flest sem þurfti að gera. Þetta á reyndar við um alla starfsmenn Navis.“ Ekki er öllum gefið að klifra upp í skipsmastur eða skríða í botntönk- um skipa. „Ég lét mig hafa það, skorðaði mig af og beit á jaxlinn, en klifur er ekki fyrir lofthrædda og sem betur fer er ég ekki með inni- lokunarkennd. Menn með hana eiga erfitt með að skríða í botntönkum og ættu ekki að gera það.“ Agnar er með vinnuaðstöðu heima og ætlar að fara að vinna úr ýmsu, sem hefur mætt afgangi. „Ég á eftir að skipuleggja ljósmynda- safn mitt, skrá söguna, og svo hef ég nóg að lesa, ekki síst til þess að halda mér við í fræðunum. Svo heimsæki ég barnabörnin og þar sem fimm þeirra búa erlendis tekur það sinn tíma og orku.“ Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Samstarfsmenn Agnars Erlings- sonar, skipaverkfræðings hjá skipa-, verkfræði- og ráðgjafar- fyrirtækinu Navis, héldu kveðjuhóf fyrir hann á dögunum. „Ég skar á vinnuna um áramótin, enda mamma hætt að skamma mig – hún dó 104 ára fyrir tveimur árum – og nú er ég kominn með sjö barnabörn,“ segir verkfræðingurinn, sem átti 82 ára afmæli 12. janúar. Þegar Agnar var 65 ára 2003 var honum vegna aldurs gert að hætta störfum fyrir Det Norske Veritas á Íslandi, DNV, sem hann hafði veitt forstöðu frá stofnun útibúsins á Ís- landi 1979. Áður vann hann við rannsóknir fyrir fyrirtækið í Ósló 1965-1969 og starfaði því fyrir DNV samtals í tæplega 30 ár. Þegar hann hætti var verið að stofna Nav- is og hann tók tilboði um að ganga til liðs við nýja félagið. „Einhverjir höfðu á orði að ég væri kannski orðinn gamall en mér varð þá að orði; gamall, ég, ekki enn orðinn afi og mamma er enn að skamma mig! Þetta tilsvar hefur lifað með fyrir- tækinu.“ Eitt besta tímabilið Agnar bjóst ekki við að vera lengi hjá Navis. „Satt best að segja átti ég ekki von á að fyrirtækið yrði langlíft en þessi 17 ár hafa verið eitt besta tímabil lífs míns.“ Hann leggur áherslu á að hlutirnir hafi ekki gerst af sjálfu sér því fyrstu tvö árin hafi menn nánast unnið kauplaust til að koma fyrirtækinu á laggirnar. „Það tókst og Navis fór á flug.“ Agnar segir að tilfinningarnar séu blendnar á þessum tímamótum. „Ég hef reyndar hugsað um þetta í nokkur ár og í viðtali, að mig minn- ir í sjómannablaði 2007, sagðist ég vera að huga að því að fara að hætta. Það gekk auðvitað ekki eftir þá, síðan eru liðin 13 ár, en ein- hvern tíma þarf að setja punkt. Ég komst að því að nú væri þetta orðið gott og ég held að strákarnir séu sammála mér núna, þó að þeir hafi reynt að halda í mig undanfarin ár.“ Heilsan er góð og Agnar segir hana forsendu þess að geta unnið svona lengi. Hitt sé ekki síðra að Vinnan alltaf í öndvegi  Agnar segist samt ekki geta beitt sömu rökum og fyrr Ljósmynd/Bjarni Hjartarson Tímamót Hjörtur Emilsson framkvæmdastjóri, Elín Erlingsson og Agnar Erlingsson í kveðjuhófinu sem starfsmenn fyrirtækisins héldu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.