Morgunblaðið - 30.01.2020, Page 2

Morgunblaðið - 30.01.2020, Page 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JANÚAR 2020 Bir tm eð fyr irv ar au m pr en tvi llu r. He im sfe rð ir ás kil ja sé rr étt til lei ðr étt ing aá slí ku .A th. að ve rð ge tur br ey st án fyr irv ar a Verð frá kr. 219.995 HVÍTUÞORPIN – fáðumeira út úr fríinu Gönguferðum 11. júní í 7 nætur - Jimera de Líbar - Montejaque – Grazalema – Genalguacil – Ronda Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Sigurður Bogi Sævarsson Þorgerður Anna Gunnarsdóttir Snjóflóðið sem féll á gönguleiðina á Móskarðshnjúka með þeim afleið- ingum að maður grófst þar undir féll í litlu þröngu gili, við aðstæður sem sérfræðingar nefna landslags- gildrur. Fólk frá Veðurstofu Íslands sem sinnir sýnatöku var í Skálafelli, þarna ekki langt frá, þegar tilkynn- ing um flóðið og slysið barst. Fór það því strax á vettvang, þangað sem björgunarfólk dreif þá að. „Þetta er lítið flóð sem fellur í óheppilegum að- stæðum, það hrúgast í raun allur snjórinn ofan í þröngt gil,“ útskýrir Óliver Hilmarsson á snjóflóðavakt Veðurstofunnar við mbl.is. Appelsínugul hætta Í gærkvöldi var í gildi appelsínu- gul snjóflóðahætta fyrir suðvestur- hluta landsins, sem þýðir að hætta er sögð töluverð. Á vef Veðurstofunnar segir að töluvert nýsnævi sé til fjalla og vindflekar hafi myndast síðustu daga. Hættuspá gildi einkum fyrir fjöll og sé gerð með ferðafólk í fjall- lendi í huga. Um fjallaferðir við aðstæður nú segir Oliver mikilvægt sé að fólk fylgist vel með aðstæðum og forðist landslagsgildrur og snævi þaktar hlíðar sem vísa í vestur. „Við búumst svo sem ekki við stórum flóðum en það eru litlu flóðin sem geta verið hættuleg,“ segir Oliver. Þess má geta að fyrir þremur árum, hinn 28. janúar 2017, lét ung- ur maður lífið í snjóflóði sem féll í Esjunni, nokkru austan við hina fjölförnu gönguleið á fjallið sem liggur upp frá Mógilsá í Kolla- fjarðarbotni. Tveir björguðust úr því snjóflóði. Morgunblaðið/Eggert Móskarðshnjúkar Þyrlur, vélsleðar, jeppar og fleiri tæki voru nýtt við aðgerðirnar í gær sem voru umfangsmiklar. Flóðið féll í óheppi- legum aðstæðum  Appelsínugul hætta á SV-horninu  Nýsnævi til fjalla 1 km 1 Snjóflóð í Móskarðshnúkum Grunnkort: map.is Móskarðs- hnúkar Kistufell E S J A Þverfell Gljúfrasteinn Skálafell MOSFELLSBÆR ÞIN GVA LLA VEG UR Mosfell Gönguleið „Aðstæður í sveitarfélögum geta ver- ið gjörólíkar frá einum stað til annars. Með því að festa í lög hver lágmarks- fjöldi íbúa skuli vera þarf að fylgja svigrúm til að taka tillit til ólíkra að- stæðna og von- andi verður tekið tillit til þeirra sjónarmiða,“ segir Þórarinn Ingi Pétursson, þing- maður Fram- sóknarflokks. Í gær var á Al- þingi samþykkt þingsályktunar- tillaga Sigurðar Inga Jóhanns- sonar samgöngu- og sveitarstjórnar- ráðherra, flokksbróður Þórarins Inga, um stefnu og aðgerðir í mál- efnum sveitarfélaga til næstu ára. Já sögðu 35 þingmenn en 15 nei. Þrír þingmenn greiddu ekki atkvæði og níu voru fjarstaddir. Nokkrir gerðu grein fyrir atkvæðum sínum. Sam- kvæmt tillögunni skulu íbúar sveitar- félaga vera ekki færri en 250 eftir sveitarstjórnarkosningar árið 2022 og minnst 1.000 eftir kosningar árið 2026. Búist er við að í framhaldinu verði sett lög um hver lágmarksfjöldi íbúa skuli vera og vill Þórarinn Ingi að þar verði agnúarnir sniðnir af mál- inu. Í fullvissu þess hafi hann stutt til- löguna. Síðastliðið þriðjudagskvöld var íbúafundur á Grenivík með sveitar- stjórnarráðherra um sameiningar- mál. Í Grýtubakkahreppi, sem Greni- vík er hluti af, er mikil andstaða við að sveitarfélaginu verði gert að samein- ast öðrum, en skv. þingsályktunar- tillögunni myndi slíkt gerast eftir sex ár. Íbúar í sveitarfélaginu í dag eru 371. Hefur fjölgað á síðustu árum auk þess sem fjárhagur sveitarfélagsins er traustur. Ríkisvaldið skapi skilyrði Þórarinn Ingi, sem er bóndi á Grund í Grýtubakkahreppi jafnhliða því að hafa setið sem varamaður á Al- þingi síðustu misseri, lýsti á fundinum fyrirvara sínum. „Sveitarfélög geta verið í gjörólíkri stöðu þótt íbúafjöldi þeirra sé hinn sami. Meginmálið er að ríkisvaldið skapi sveitarfélögunum skilyrði til að geta uppfyllt skyldur sínar og veitt íbúum þjónustu. Slík efling sveitarstjórnarstigsins er inn- tak þingsályktunartillögunnar sem nú hefur verið samþykkt og ég styð í megindráttum.“ sbs@mbl.is Studdi málið með fyrirvara Þórarinn Ingi Pétursson  Sameining sveitarfélaga á Alþingi Morgunblaðið/Sigurður Bogi Grenivík Mikil andstaða er þar við þvingaða sameiningu sveitarfélaga. Nýsköpunarverðlaun forseta Ís- lands voru afhent við hátíðlega at- höfn á Bessastöðum í gær. Halldór Bjarki Ólafsson, nemi í læknisfræði við læknadeild Háskóla Íslands, hlaut verðlaunin fyrir verkefnið Tengsl óeðlilegs blóðhags við bráða fylgikvilla og langtímaútkomu eftir skurðaðgerðir. Guðni Th. Jóhannesson veitti sér- staka viðurkenningu fyrir fjögur önnur verkefni á Bessastöðum í gær. Fjallað er um þau á mbl.is. Hlaut nýsköpunarverðlaun forseta Íslands Morgunblaðið/Árni Sæberg Afhending Halldór Bjarki og Guðni. Svartfuglinn settist upp í Ystakletti í Vestmannaeyjum í gær. Það hefur ekki gerst jafn snemma ársins í meira en 100 ár. Sigurgeir Jónasson ljósmyndari hefur fylgst með komu- tíma svartfuglsins í yfir 70 ár og fað- ir hans, Jónas Sigurðsson frá Skuld, gerði það einnig áratugum saman. Þeir hafa því skráð komutíma svart- fuglsins í meira en 100 ár. „Það fyrsta sem pabbi skráði hjá sér um að svartfugl settist upp var 4. febrúar. Mér þótti það alltaf óeðli- lega fljótt og langaði að slá metið hans! Það fyrsta sem ég á skráð hjá mér um komutíma svartfuglsins er 7. febrúar. Það að hann setjist upp 29. janúar er alveg viku fyrr en áður hefur þekkst í okkar skráningum,“ sagði Sigurgeir. Hann sagði að glöggur maður sem var með Herjólfi í gær hefði haft samband og sagt tíðindin. Sigurgeir fór svo og skoðaði bergið. Svartfugl- inn sat þá uppi í tveimur nokkuð stórum bælum sunnan í Ystakletti rétt vestan við Klettsnef. „Við að fylgjast með þessu ár eftir ár tók ég eftir því að þegar svartfuglinn var kominn í bergið þá var það óbrigðult áratugum saman að loðnubátarnir voru farnir að veiða loðnu hér innan við Elliðaey og í Fjallasjónum svona þremur til átta dögum síðar,“ sagði Sigurgeir. Hann sagði að á seinni ár- um hefðu loðnugöngur bæði breyst og brugðist. Auk þess hefðu veiði- heimildir ekki verið gefnar út það sem af er þessu ári. Það gæti því orðið erfiðara en áður að átta sig á því hvenær loðnan kæmi. Sigurgeir sagði að svo virtist sem bæði fýllinn og lundinn kynnu á dagatalið og miðuðu komur sínar við sömu dagsetningar ár eftir ár, hvort sem ætið fyrir þá væri komið eða ekki. gudni@mbl.is Svartfuglinn settist upp í Ystakletti í Eyjum í gær  Hefur ekki sest jafn snemma upp í meira en 100 ár Morgunblaðið/RAX Svartfuglar Áður fyrr var eins og fuglinn tæki mið af loðnugöngum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.