Morgunblaðið - 30.01.2020, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 30.01.2020, Blaðsíða 34
34 FRÉTTIRTækni MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JANÚAR 2020 Vetrarsól er umboðsaðili 40 ár á Íslandi Sláttuvélar Snjóblásarar Sláttutraktorar Askalind 4 | Kópavogi | Sími 564 1864 | vetrarsol.is Gulltryggð gæði ÚTSALA 50% URBANFLYÖKKLASKÓR 9.997KR. VERÐ ÁÐUR 19.995 KR. BIANCOACE 11.497KR. VERÐ ÁÐUR 22.995 KR. BIANCO BFACE ÖKKLASKÓR 12.497KR. VERÐ ÁÐUR 24.995 KR. því að brúka algrím frá bandarísku geimferðastofnuninni (NASA) dökkna gleraugun þegar ökumað- ur afvegaleiðist en eru tær og glær þegar hann situr rór og einbeittur undir stýri. „Þú getur borið þau í 20 til 30 mínútur á dag og heilinn í þér þróar betur getu sína til skarpari athygli,“ sagði Jay Arcata hjá Narbis. Og bætti því við að verið væri að prófa gleraugun til að geta nýst gegn vissum vit- glöpum. Raftækjasmiðurinn Bosch frum- sýndi sjóntæki sem gefa notand- anum kost á að taka við tilkynn- ingum með svipuðum hætti og í snjallúrum. Því til viðbótar kynnti snjallgleraugnasmiðurinn Vuzix nettengd sundgleraugu sem geta boðið upp á upplýsingar í kafi. Þau má einnig brúka til þjálfunar keppenda. „Svo geturðu horft á Netflix með þeim, sumir verða leiðir á því að synda alltaf fram og aftur sama hringinn í lauginni,“ sagði Paul Travers, forstjóri Vuzix. Öflug heyrnartól Heyrnartól eru sá geiri neyt- endatækja sem vaxið hefur hvað hraðast í seinni tíð. Enginn skort- ur var á þeim á CES-sýningunni, hvort sem var til afþreyingar eða betri heilsu. „Þráðlausir eyrna- tappar eru úti um allt,“ sagði greinandinn Jitesh Ubrani hjá IDC. „Kostnaður við þau hefur lækkað svo mikið að þau voru gef- in út um alla sýninguna.“ Eyrnatapparnir taka stöðugum framförum. Waverly Labs svipti til að mynda hulunni af eyrnatóli sem getur túlkað samræður á 20 tungumálum. Þá sagði Avi Greengart hjá ráðgjafarfyrirtæk- inu Techsponential mikið að ger- ast á sviði heyrnartækja sem væru „félagslega boðleg“ fyrir fólk með heyrnartap. „Þau eiga að höfða til heyrnarskerts fólks sem þarf hjálpartækin en vill ekki fá sér þau,“ sagði hann. Skynjarar út um allt Sum nýjustu íverutólanna afla gagna með því að grípa beint í líkamann. Kanadíska fyrirtækið Myant sýndi til að mynda fatalínu að nafni Skiin sem hefur nærfötum á að skipa sem nota líkamann í heild sem snertiflöt til að skynja líkams- starfsemina og mæla hana í sí- fellu, s.s. hjartslátt, líkamsálag, svefn og fleira. Eru skynjarar ofn- ir þann veg inn í klæðið að notandi nærfatanna finnur ekkert fyrir þeim, sagði fulltrúi Myant, Julie Bosotti. Hún sagði fyrirtækið vera að þróa flík fyrir þungaðar konur sem fylgst geta með heilsu fóst- ursins. Möguleikar eru sagðir á að Nærklæðin nettengd um allan kropp AFP Skynvædd nærföt Skynjarar eru ofnir inn í Skiin-nærfötin sem mæla ýmiss konar starfsemi líkamans, svo sem hjartslátt, líkamsálag og svefn. Sundsjónvarp Með nettengdu Vuzix-sundgleraugunum er m.a. hægt að horfa á myndband á sundi verði sundmenn leiðir á stöðugu hringsóli. AFP Snjöll gleraugu Snjallgleraugun Serenity frá franska fyrirtækinu Ellcie Helthy. Þau greina andlegt álag og þreytu og eru hugsuð fyrir bílstjóra. SVIÐSLJÓS Ágúst Ásgeirsson agas@mbl.is Vöruþróun hefur fleygt hratt fram undanfarin misseri svo sem mátt hefur sjá á tæknineytendasýning- unni árlegu (CES) sem nýlokið er í Las Vegas í Bandaríkjunum. Að þessu sinni gat þar meðal annars að líta allt frá þreytugreinandi ökumannsgleraugum til sköflungs- hlífa sem dæma um getu fótbolta- manna. Hefur tækjum og tólum farið mjög fram frá því á fyrstu dögum púlsmælandi snjallúra. Nýjustu uppfinningar í neyt- endatæknigeiranum voru frum- sýndar á CES-sýningunni. Þær áttu það sammerkt að auðvelda neytendum að nýta sér netið í þágu góðrar heilsu. Snjallgleraugu sem þar voru kynnt áttu til að mynda að bjóða lausnir á margvíslegum vanda- málum. Franska sprotafyrirtækið Ellcie Healthy kynnti gleraugna- umgjörð sem varar ökumenn við syfju og getur einnig skynjað svefnhöfga fullorðins fólks. „Þessi vara hefur bjargað mannslífum og fækkað slysum,“ sagði Theo Nik- tabe, framkvæmdastjóri Ellcie Healthy, um gleraugun góðu sem verið hafa í sölu í Frakklandi og eru á leið á alþjóðamarkað. Svefndrungavarinn gæti verið gagnlegur flutningabílstjórum og fábreytt hönnun hans gæti heillað eldra fólk, en hann lítur út eins og venjuleg gleraugu. „Við reynum að framleiða smart gleraugu sem líta ekki út eins og snjallgleraugu. Eldra fólk kærir sig ekki um tækjabúnað til að verjast falli,“ bætti Niktabe við. Netflix í bólakafi Bandarískt sprotafyrirtæki að nafni Narbis kynnti annars konar sjóntæki sem styðjast við taugafrá- lag til heilaþjálfunar en það getur örvað einbeitingu, einkum og sér í lagi barna með athyglisbrest. Með
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.