Morgunblaðið - 30.01.2020, Blaðsíða 18
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
„Ef launakröfur Eflingar fyrir að-
stoðarfólk á leikskólum ná fram að
ganga verða laun þeirra komin upp
undir byrjunarlaun hjá leikskóla-
kennurum. Þá erum við lögð af stað í
höfrungahlaupið,“ segir Guðmundur
Ragnarsson, fyrr-
verandi formaður
Félags vélstjóra
og málmtækni-
manna (VM), sem
varar við afleið-
ingunum. Kröf-
urnar komi ekki á
óvart.
„Þessi svokall-
aða nýja forysta
innan verkalýðs-
forystunnar komst til valda út á lýð-
skrum. Þegar hún komst til valda,
eða lagði af stað í samninga, hafði
hún enga framtíðarsýn, sem birtist í
því sem er að gerast núna. Það kem-
ur þó á óvart hversu hratt þetta er að
framkallast,“ segir Guðmundur.
Horfið af beinu brautinni
„Það er sorglegt að horfa upp á
þessa þróun. Rammasamningurinn
sem var gerður fyrir árin 2015-2018
er sennilega einn áhrifaríkasti kjara-
samningur í sögu verkalýðshreyfing-
arinnar í heiminum. Það er því sorg-
legt að við skyldum missa af tæki-
færinu til að halda áfram á þeirri
vegferð,“ segir Guðmundur.
Hann rifjar svo upp markmið
Salek-samkomulagsins árin 2015-
2018 og hvernig horft var til norræna
vinnulíkansins.
Sá munur sé á Íslandi og öðrum
Norðurlandaþjóðum að í Skandi-
navíu séu lægstu launin lág en tryggt
að lágtekjufólk hafi tryggt húsnæði.
Stjórnvöld hafi þar virkari aðkomu
að því að rétta hlut þessa fólks en
stjórnvöld á Íslandi hafi haft.
Frá lokum síðari heimsstyrjaldar-
innar og fram að þjóðarsáttinni hafi
skipst á launahækkanir og verðbólga
á Íslandi. Skandinavar hafi farið
sömu leið en tekið upp ný vinnubrögð
eftir bankakreppuna í upphafi 10.
áratugarins. Síðan hafi þeir tekið
upp nýtt norrænt líkan og hækkað
laun um 1,5-2% á tveggja ára fresti.
Með því hafi tekist að skapa stöðug-
leika og auka kaupmátt um 30-40%.
Lýðskrumarar tekið völdin
„Vandamálið er popúlisminn sem
ræður ríkjum í verkalýðshreyfing-
unni á Íslandi í dag. Þar skortir öll
tengsl við veruleikann eða heilbrigða
skynsemi. Skynsemisraddir innan
verkalýðshreyfingarinnar eru
kveðnar niður. Það þorir enginn að
fara fram og segja sína meiningu,
eða taka málefnalega rökræðu um
vandamálið eða afleiðingarnar, af því
að það er ráðist á manninn. Þessi for-
ysta kemst áfram með alla vitleysuna
á þessari kúgun gagnvart þeim sem
ætla að hafa aðra skoðun á hlutun-
um.
Starfsgreinasambandið var sett til
hliðar við gerð lífskjarasamningsins,
ekki hlustað á þeirra sjónarmið. Það
sem kraumar þar innandyra á eftir
að koma upp á yfirborðið. Mín
skoðun er sú að Alþýðusambandið sé
algjörlega í rúst. Þetta fólk fer sínu
fram en hluti Starfsgreinasambands-
ins er ósáttur við þessa vegferð. Að-
eins þrjú félög gerðu þennan samn-
ing. Ég kalla þetta ekki lífskjara-
samning heldur kyrrstöðusamning.
Launahækkanir hjá fólki sem er með
meðallaunin, 600 þúsund plús, hafa
ekki haldið í við verðbólgu. Ragnar
Þór Ingólfsson, formaður VR, og Vil-
hjálmur Birgisson, formaður Verka-
lýðsfélags Akraness, voru alltaf á
móti Salek. Samt sem áður er þessi
samningur aðeins smækkuð útgáfa
af Salek.
Horfðu til kjararáðs
Þetta fólk komst til valda á því að
byggja upp miklar væntingar. Ragn-
ar Þór, Vilhjálmur og Sólveig Anna
Jónsdóttir, formaður Eflingar, auk
nokkurra af forystumönnum iðnað-
armanna, ætluðu sér alltaf að sækja
launahækkanir kjararáðs,“ segir
Guðmundur. Sú viðmiðun hafi verið
með öllu óraunhæf.
„Norræna módelið er einfalt. Það
skiptir ekki máli hvort þú rekur
fyrirtæki, heimili eða samfélag. Ef
þú ferð að eyða umfram það sem þú
aflar skapast vandamál,“ segir hann.
Morgunblaðið/Hari
Samkomulag Lífskjarasamningurinn undirritaður í apríl í fyrra.
ASÍ í rúst og lýðskrum
leitt menn í öngstræti
Fyrrverandi formaður VM gagnrýnir verkalýðsforystuna
Guðmundur
Ragnarsson
18 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JANÚAR 2020
Ellefu varamenn tóku sæti á Alþingi
á mánudaginn. Ástæða þessa er
þátttaka þingmanna í alþjóðastarfi
en óvenjumikil fundahöld standa yfir
þessa vikuna erlendis.
Fram kemur á vef Alþingis að nú
standi yfir fundur eftirlitsnefndar
Norðurlandaráðs í Kaupmannahöfn,
fundur stjórnsýsluhindranahóps
Norðurlandaráðs í Helsinki, þema-
ráðstefna Vestnorræna ráðsins í
Þórshöfn í Færeyjum, þingfundur
Evrópuráðsþingsins í Strassborg og
loks heimsókn Norðurlandaráðs til
skoska þingsins í Edinborg.
Varamennirnir ellefu sem tóku
sæti á Alþingi eru: Arna Lára Jóns-
dóttir fyrir Guðjón S. Brjánsson,
Elvar Eyvindsson fyrir Birgi Þór-
arinsson, Jónína Björk Óskarsdóttir
fyrir Guðmund Inga Kristinsson,
Ásgerður K. Gylfadóttir fyrir Silju
Dögg Gunnarsdóttur, Njörður Sig-
urðsson fyrir Oddnýju G. Harðar-
dóttur, Olga Margrét Cilia fyrir Þór-
hildi Sunnu Ævarsdóttur, Stefán
Vagn Stefánsson fyrir Höllu Signýju
Kristjánsdóttur, Una Hildardóttir
fyrir Rósu Björk Brynjólfsdóttur,
Eydís Blöndal fyrir Kolbein Óttars-
son Proppé, Bjarni Jónsson fyrir
Lilju Rafneyju Magnúsdóttur og
Karen Elísabet Halldórsdóttir fyrir
Bryndísi Haraldsdóttur. sisi@mbl.is
Morgunblaðið/Eggert
Ellefu varamenn á
Alþingi sama dag
Festing vefmyndavélar „súluvarps-
ins“ í Eldey er brotin og hallast illi-
lega. Leyfi hefur fengist til að fara
út í eyjuna til að lagfæra búnaðinn
og verður athugað hvort Land-
helgisgæslan hafi tök á að flytja
tæknimennina með þyrlu.
Sigurður Harðarson rafeindavirki
telur að festingin hafi byrjað að láta
undan í óveðrinu rétt fyrir jól og hún
hafi svo gefið sig alveg þegar rúm
vika var af janúar. „Þetta hafa ekki
verið neitt venjuleg veður,“ segir
Sigurður.
Þetta er festing sem hefur haldið
vélinni uppi frá upphafi. Vefmynda-
vélin sjálf er í lagi þótt myndin úr
henni sé hallandi en Sigurður telur
að hún geti skemmst ef hún fellur til
jarðar.
Hann er tilbúinn með öflugri fest-
ingar. Eldey er friðuð enda er í
henni eitt stærsta súluvarp í heimi.
Því þarf sérstakt leyfi Umhverfis-
stofnunar til að fara þangað út og
það fæst ekki nema utan varp-
tímans. Sigurður hefur fengið leyfi
Umhverfisstofnunar, með skil-
yrðum, til að fara út og skipta um
festingar. Mun hann leita til Land-
helgisgæslunnar um að flytja sig og
aðstoðarmenn þangað. Landhelgis-
gæslan hefur lengi stutt þetta verk-
efni með því að flytja mannskapinn, í
tengslum við æfingaflug þyrlanna.
Sigurður er kominn í nokkra tíma-
þröng. Súlan sest upp í byrjun febr-
úar, þannig að verkið þarf að vinna í
þessari viku eða byrjun næstu. Ef
það tekst ekki kemur til greina að
rétta myndirnar við í tölvu fyrir út-
sendingu en það er nokkurt verk.
Útsendingarnar úr Eldey hafa
verið á netinu frá árinu 2008. Hefur
reglulega þurft að fara út til að huga
að búnaðinum. Sendingarnar lágu
niðri í nokkrar vikur í fyrravetur
vegna skemmda á sólarrafhlöðum.
Þurfti að fara tvær ferðir vegna þess
og til að bæta tækjabúnaðinn.
helgi@mbl.is
„Súluvarp“ Eldey hallar ef mið er
tekið af því sem sést í útsendingu.
Enn þarf að laga
búnaðinn í Eldey
sp
ör
eh
f.
Glæsileiki, rómantík og ölduniður Lago Maggiore vatnsins undirstrika fegurð Ítalíu
og töfra Alpafjallanna í þessari vikuferð þar sem dekrað verður við okkur í bænum
Stresa. Margar skoðunarferðir standa til boða, svo sem sigling á Comovatni til
yndislega bæjarins Bellagio, dagsferð til heimsborgarinnar Mílanó og sigling til
eyjunnar Isola Bella þar sem við sjáum glæsilega höll í miðjum lystigarði.
Verð: 229.900 kr. á mann í tvíbýli. Mjög mikið innifalið!
Fararstjóri: Þóra Björk Valsteinsdóttir
Vor 8
Bókaðu núna á baendaferdir.is
Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 Reykjavík
27. apríl - 4. maí
Bella Ítalía
Karl Berndsen, hár-
greiðslu- og förðunar-
maður, er látinn 55 ára
að aldri. Hann glímdi
við alvarleg veikindi
síðustu ár.
Karl fæddist og ólst
upp á Skagaströnd en
flutti ungur þaðan og
hugurinn leitaði út í
heim. Árið 2008 flutti
hann heim til Íslands
eftir þrettán ára búsetu
í London, Brussel og
Los Angeles. Á þeim
tíma farðaði hann með-
al annars ofurfyrirsætur á tískusýn-
ingum hjá nokkrum af þekktustu og
virtustu tískuhönn-
uðum heims.
Hann skapaði sér
fljótt nafn fyrir störf
sín hér á landi. Karl
opnaði snyrtistofuna
Beauty Bar og stýrði
vinsælum útlitsþáttum
í sjónvarpi. Nutu þætt-
irnir Nýtt útlit á Skjá
einum mikilla vin-
sælda.
Hann skipaði
heiðurssæti á lista
Besta flokksins fyrir
borgarstjórnar-
kosningarnar árið 2010 og bauð sig
fram fyrir Flokk fólksins árið 2018.
Andlát
Karl Berndsen