Morgunblaðið - 30.01.2020, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 30.01.2020, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JANÚAR 2020 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Harkan í yfir-standandikjaradeil- um á sér litla inni- stæðu. Sennilega hefur ekki verið jafn lítill sveigjan- leiki til launahækk- ana í áratug. Í Morgunblaðinu í gær er rætt við Sonju Ýri Þorbergs- dóttur, formann BSRB, þar sem hún segir að samtök henn- ar verði ekki þreytt til kjara- samningsgerðar. Hún segir að meginkrafan sé stytting vinnu- vikunnar án launaskerðingar, en um leið sé langt á milli semj- enda þegar komi að launaliðn- um. Efling er komin í hart við Reykjavíkurborg, krefst ríf- legra hækkana og hótar verk- föllum. Haft var eftir Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni samtakanna, á mbl.is í fyrradag að þörf væri á kraftaverki ætti deilan að leysast. Ekki er að sjá að lausn sé í sjónmáli þar. Kjaradeilur snúast ekki að- eins um það hvað menn vilja borga há laun, heldur hversu há laun er hægt að greiða. Vissu- lega búa margir við bág kjör og ættu skilið að fá meira í sinn hlut. Það er snjallt hjá Eflingu að segja að kröfur félagsins nemi aðeins andvirði fjögurra bragga. Með því er bent á hvernig peningum er sólundað hjá borginni. Vissulega færi betur á því að nota fjármuni borgarinnar í að bæta kjör starfsfólks á leik- skólum en að henda þeim út um gluggann. Fréttir þessa dagana bera því vitni hvernig stað- an er í efnahags- málum. Á forsíðu Morgunblaðs- ins í gær er fjallað um samdrátt í verslun vegna þess að minna er um ferðamenn en áður og að ferðabannið í Kína hafi valdið samdrætti í sölu í miðbænum um 60-70%. Í gær birtist síðan frétt á mbl.is um að Cintamani sé gjaldþrota. Ef til vill er óvarlegt að tala um kreppu hér á landi, en mörg fyrirtæki eru í erfiðri stöðu og mega ekki við því að reksturinn þyngist. Aukinn kostnaður vegna hærri launa getur hæg- lega knúið fyrirtæki til upp- sagna eða jafnvel veitt þeim náðarhöggið. Rekstur hins opinbera er ekki óháður atvinnulífinu. Það- an koma peningarnir til að reka opinber fyrirtæki og stofnanir. Þegar þrengir að hjá þeim sem borga skattinn dregur úr pen- ingaflæðinu í fjárhirslur ríkis, sveita og bæja. Laun hjá hinu opinbera verða að vera í takti við það sem gerist úti á almennum vinnumarkaði. Hið opinbera getur ekki hleypt öllu í bál og brand með því að ganga lengra en gert hefur verið í einkageir- anum. Þar stendur hnífurinn í kúnni. Sennilega hefur ekki verið jafn lítill sveigjanleiki til launahækkana í áratug} Óraunhæfar kröfur Janúarmánuðurhefur hnippt harkalega í okkur eins og hann telji að við höfum gleymt því hvar í veröldinni við er- um til húsa. Auðvitað höfum við engu gleymt þótt horft sé glaðbeitt í gegnum alkunnar staðreyndir lífsins. Allir landsmenn taka hættur vegna snjóflóða alvar- lega enda eru þau geymd í þjóð- arminni og sum dæmin aðeins í örfáum árum eða áratugum tal- in. Og þótt ekki sé það alla daga efst á blaði allra að Reykjanes- skaginn sé sprelllifandi af eld- virkni er enginn sleginn blindu. En vissulega hefur byggðin þar og í fjölbýlinu norðan af og starfsemin öll stór og smá vaxið mjög í seinni tíð. Meðfæddar áhyggjur af náttúruvá sem lýt- ur sínum eigin lögmálum aukast af þeim ástæðum. Dæmin sanna að draga má verulega úr afleiðingum snjó- flóða á byggðir sem áður voru óvarðar. Veruleikinn er flóknari þegar kemur að eld- stöðvum sem eru óþægilega nærri byggð. Það hafa sennilega fáir ver- ið með daglegar áhyggjur af eld- gosi í Eyjum og lengi staðið í þeirri trú að eldstöðvar þar væru sofnaðar. Þar varð tjónið stór- fellt en þó var mesta þakkar- efnið hversu lítið tjónið varð miðað við það sem eftir á mátti ímynda sér. Nú er talið og vonandi með réttu að vaxandi þekking og betri tækjabúnaður sé nokkur trygging fyrir því að áfallið komi ekki algjörlega fyrirvara- laust. Íslendingar hafa þó engu gleymt og þótt yfirbragðið sýn- ist létt væri það fífldirfska að gera ekki allar þær ráðstafanir sem hugsanlegar eru. Gildir það um hvern og einn sem að kemur og almannavald ríkis og sveitarfélaga. Gangi hættu- merkin ekki eftir verður tími og fjármunir sem varið var í fyrir- byggjandi aðgerðir aldrei taldir óþarfa eyðsla. Hættumerki um nátt- úruvá eru mikilvæg- ustu hjálpartækin, bæði til skamms tíma og lengri} Hafa allan vara á Í lok árs 2019 bárust fregnir af alvar- legum lungnasýkingum í Wuhan-borg í Kína, þá af óþekktum orsökum. Í kjölfarið var staðfest að um sýkingar af völdum kórónaveiruafbrigðis væri að ræða. Sýking af völdum veirunnar hefur nú þegar verið greind hjá um sex þúsund manns, einkum í Kína. Sennilega er veiran upprunin í dýrum en hefur nú öðlast hæfileika til að sýkja menn og staðfest er að hún getur smitast manna á milli en óljóst er hversu smitandi hún er. Ekkert smit hefur verið staðfest á Íslandi. Kórónaveirur eru nokkuð algeng orsök kvefs og öndunarfærasýkinga almennt hjá mönnum en þegar ný afbrigði berast úr dýr- um í menn er þekkt að kórónaveirusýkingar geta verið alvarlegar. Flest tilfellin utan Kína hafa komið upp í Asíu en Alþjóðaheilbrigðis- málastofnunin (WHO) og Sóttvarnastofnun Evrópusam- bandsins (ECDC) hafa hvatt sóttvarnayfirvöld um heim allan til að gera ráðstafanir til að geta brugðist fljótt við ef veikin berst til fleiri landa. Sóttvarnalæknir gerir ráð fyrir að veiran muni berast til Íslands og leggur áhersla á að mikilvægt sé að grípa til ráðstafana til að hefta út- breiðslu hennar sem mest hér á landi. Viðbrögð yfirvalda hér á landi beinast, auk þess að hindra sem mest út- breiðslu veirunnar innanlands, að því að tryggja heil- brigðisþjónustu fyrir veika einstaklinga og viðhalda nauðsynlegri starfsemi innanlands. Undirbúningur á Íslandi er hafinn, í sam- ræmi við viðbragðsáætlanir sóttvarnalæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra og aðrar fyrirliggjandi viðbragðsáætlanir, s.s. sóttvarnir fyrir alþjóðaflugvelli. Sam- ráðsfundir Sóttvarnalæknis eru haldnir dag- lega og Embætti landlæknis, smitsjúkdóma- deild Landspítala, Rauði krossinn, heil- brigðisstofnanir, Heilsugæsla höfuðborgar- svæðisins og ferðaþjónustuaðilar eru meðal þeirra sem koma að vinnunni hérlendis. Aðgerðir sem nú þegar hefur verið gripið til er birting og uppfærsla fræðsluefnis til al- mennings og heilbrigðisstarfsmanna á heimasíðu Embættis landlæknis. Leiðbein- ingar til almennings og ferðamanna um hvernig eigi að nálgast heilbrigðiskerfið ef grunur vaknar um sýkingu af völdum veir- unnar hafa verið gefnar út og á alþjóðlegum flugvöllum landsins verður unnið samkvæmt sérstökum við- bragðsáætlunum. Heilbrigðisstofnanir hafa einnig verið hvattar til að uppfæra sínar viðbragðsáætlanir. Sóttvarnarlæknir og Embætti landlæknis halda mér og ráðuneyti mínu upplýstu um gang mála daglega. Auðvitað vonum við að veiran berist ekki hingað til lands, en ef og þegar það gerist verðum við undirbúin. Svandís Svavarsdóttir Pistill Viðbrögð við kórónaveiru Höfundur er heilbrigðisráðherra. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Guðni Einarsson gudni@mbl.is Ekki þykir ástæða til þessað hvetja til ferðabannstil Kína að því er segir áheimasíðu Embættis landlæknis (landlaeknir.is). Ferða- menn eru hins vegar hvattir til að huga að sóttvörnum. Þá hvetur sótt- varnalæknir einstaklinga á ferðalög- um erlendis, sérstaklega í Kína, til að gæta vel að almennu hreinlæti, sérstaklega handþvotti. Einnig að forðast náið samneyti við einstakl- inga sem eru með almenn kvef- einkenni. Forðast samneyti við villt dýr eða dýr á almennum mörkuðum. Nota pappír eða klút fyrir vit við hnerra, þegar um kvefeinkenni er að ræða, og þvo hendur reglulega. Láta síðan heilbrigðisstarfsmenn vita um ferðir sínar ef fólk þarf að leita til heilbrigðiskerfisins hér á landi. Morgunblaðið fékk veður af ís- lenskum ferðalöngum sem hyggjast fara í ferðalag til Kína í vor. Sumir eru nú þegar búnir að borga ferðina sem kostar drjúgan skilding enda mikið í hana lagt. Af því tilefni voru íslensk tryggingafélög spurð hvort tryggingar næðu yfir það ef fólk vildi hætta við að fara í slíka ferð, til dæmis af ótta við að smitast af Wuhan-veirunni. Hjá Sjóvá fengust þær upplýs- ingar að til þess að ferðavernd fjöl- skyldutryggingar þeirra bætti fólki slíkt þyrfti að vera opinbert ferða- bann til Kína. Ekki nægði að mælst væri til þess að fólk færi þangað ekki. TM sagði að í grófum dráttum talað kæmu ferðatryggingar ekki til skjalanna vegna forfalla í þessum aðstæðum nema yfirvöld settu á ferðabann vegna farsóttar. Margir ferðamenn frá Kína Kínverskir ferðamenn til Ís- lands í fyrra voru 139 þúsund. Það eru um 7% ferðamanna sem komu það ár, að sögn Ferðamálastofu. Þetta er samkvæmt talningum Ferðamálastofu og Isavia á Kefla- víkurflugvelli. Af þessum hópi var um 71% frá meginlandi Kína en 29% frá Hong Kong og Taívan. Ferða- málastofa segir að heimsóknir Kín- verja hafi verið fæstar í apríl og maí en dreifst annars tiltölulega jafnt yfir árið. Það gerir þá að mikil- vægum viðskiptavinum utan há- annatímans. Kínverjar dvöldu hér að jafnaði 7,2 nætur að sumri og 6,6 nætur að vetri á árinu 2018. Kínversku ferðamennirnir á Ís- landi eru flestir ungir og voru 76% þeirra sem hingað komu 2018 yngri en 35 ára. Nokkur hluti Kínverja sem koma hingað býr í Evrópu t.d. vegna náms. Landamærarannsókn Ferðamálastofu sýndi að í fyrra voru 12% kínverskra ferðamanna sem komu til landsins búsett utan Kína og 21,5% á árinu 2018. Landamærarannsókn Ferða- málastofu sýnir að dregið hefur úr vægi pakkaferða frá Kína undan- farin ár. Þannig lækkaði hlutfall þeirra sem nýttu sér pakkaferðir um tæp 12 prósentustig á milli áranna 2018 og 2019. Á sama tíma fjölgaði ferðum Kínverja á eigin vegum. Kínversk stjórnvöld hafa nú bannað skipulagðar hópferðir og pakkaferðir ferðamanna frá Kína um óákveðinn tíma vegna kóróna- veirunnar. Ferðamálastofa segir eðlilegt að spurningar vakni um áhrif þess á íslenska ferðaþjónustu. Þá kveðst Ferðamálastofa fylgjast vel með framvindu kórónaveirunnar og vera í nánu sambandi við sótt- varnalækni um upplýsingamiðlun til ferðaþjónustunnar. Wuhan-veiran hefur mikil áhrif á ferðalög AFP Varin Ferðamenn með öndunargrímu eru algeng sjón á flugvöllum vegna ótta við Wuhan-veiruna. Öndunargrímur renna út úr búðunum. Sýking af völdum kóróna- veiruafbrigðisins sem kennt er við Wuhan í Kína hafði ver- ið staðfest hjá um 6.072 einstaklingum í gær. Af þeim höfðu 132 látist (2,3%). Fjöldi fólks var alvarlega veikur, samkvæmt frétt almanna- varnadeildar ríkislögreglu- stjóra. Veiran veldur alvarlegri lungnasýkingu. Flest greindra tilfella eru frá Kína (5.994), Taílandi (14), Suður-Kóreu og Taívan (átta í hvoru landi), Japan, Malasíu og Singapúr (sjö í hverju landanna), Ástralíu og Bandaríkjunum (fimm í hvoru landi), Þýskalandi (fjögur), Kanada (þrjú), Víetnam (tvö) og Nepal, Srí Lanka, Kambód- íu og Sameinuðu arabísku furstadæmunum (eitt tilvik í hverju). Lungnapest- in breiðist út WUHAN-VEIRAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.