Morgunblaðið - 30.01.2020, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 30.01.2020, Blaðsíða 66
66 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JANÚAR 2020 Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Vísindi og myndlist eru oft eins og galdrar – við lítum stundum á það sem vissar andstæður en ég held að vísindamenn og listamenn vinni oft á svipaðan hátt. Það eru þessi ástríða, þekkingarleit og forvitni sem drífa okkur öll áfram,“ segir Selma Hregg- viðsdóttir þar sem við erum á mynd- listarsýningu þeirra Sirru Sigrúnar Sigurðardóttur í galleríinu BERG Contemporary á Klapparstíg 16. Sýninguna kalla þær Ljósvaka/ Æther en viðfangsefni verkanna hverfast um hina víðfrægu steind silf- urberg. Heiti sýningarinnar má með- al annars rekja til kenninga um hið ímyndaða frumefni ljósvaka sem átti að fylla út í himingeiminn og bar ljós gegnum tíma og rúm. Sú hugmynd var síðar afsönnuð með afstæðis- kenningu Einsteins. Fram yfir 1900 hafði aðeins fundist hér á Íslandi fullkomlega tært kalsít sem fékk heitið silfurberg og hafði frá 18. öld vakið mikla athygli og bor- ist til safna og víssindamanna víða um lönd. Átti steindin eftir að leika lykilhlutverk í þróun eðlisfræði, bæði ljóss og kristallaðra efna, í tvær og hálfa öld. Hið töfrakennda augnablik þegar horft er gegnum kristallinn og heim- urinn tvöfaldast gegnum ljósbrotið er uppspretta verkanna á sýningunni. Á veggjum eru raðir stórra ljósmynda af kristöllum sem þær Sirra Sigrún og Selma hafa ræktað. Önnur ljós- myndapör sýna skannaðar steindir, annars vegar með skautuðu ljósi silf- urbergs en hins vegar óskautuðu. Þá eru á sýningunni þrjú myndbands- verk listakvennanna, þar sem þær leika sér meðal annars með sýningar- rýmið og silfurberg á athyglisverðan hátt. Og fyrir miðju er einstök silfur- bergskúla sem Náttúrufræðistofnun Íslands á og var slípuð og formuð af Bjarna Ólafssyni frá Brimnesgerði til að sýna á heimssýningunni í Chicago árið 1892, en náði þó aldrei þangað. Silfurbergið kom allt úr Helga- staðanámunni í Eskifirði. Selma seg- ist vera fædd þar og uppalin og hafa sem barn oft leikið sér að því að leita regnboga í steinum úr námunni. Þær Sirra Sigrún eru saman í stjórn Kling & Bang og fyrir nokkrum árum voru þær saman á Eskifirði og heimsóttu þá silfurbergsnámuna þekktu. „Út frá því fengum við þá hugmynd að vinna verkefni út frá silfurbergi,“ segir Selma. „Nokkur ár liðu en síð- asta sumar settum við svo upp litla sýningu í Dhalshúsi á Eskifirði. Við unnum þar í mánuð og hófum krist- allaræktun í eldhúsi móður minnar,“ en myndir af afrakstrinum má ein- mitt sjá í verkunum. Sirra bendir á að menn hafi öðlast skilning á ljósi út frá silfurberginu og það sé hornsteinn þess hvernig við sjáum veruleikann. Selma bætir við að silfurberg tvöfaldi allt sem horft er á gegnum það og það hafi þótt óskiljanlegir töfrar sem vísindamenn glímdu við að skilja. „Þessi sjónræni þáttur varð kveikjan að því sem við síðan rannsökuðum fyrir þessi verk.“ Kristallarnir svífa í myndum þeirra í eins konar portrettum og þær segja líka að sér finnist sem hver og einn þeirra sé eins og sjálfstæður karakter. „Það er viss upphafning á náttúrunni og vísindum að gera portrettmyndir af hverjum og ein- um,“ segir Selma. Og þær segja þessa sýningu ekki vera endastöð rannsóknar sinnar á kristöllum. „Nei, nei, við erum þegar komnar með sýningar á dagskrá, í Sófíu í Búlgaríu og í Den Haag í Hol- landi, hugsanlega í Aþenu líka. Þetta heldur áfram og við munum spinna út frá efniviðnum. Við erum algjörlega hugfangnar af þessu.“ „Við erum algjörlega hugfangnar af þessu“  Kristallar Sirru Sigrúnar Sigurðardóttur og Selmu Hreggviðsdóttur í BERG Morgunblaðið/Einar Falur Kristallaportrett Sirra Sigrún og Selma segja sýninguna í BERG Contemporary enga endastöð í kristallaskoðun. Eins og síðustu ár stóð listráð Hafn- arborgar fyrir samkeppni um hug- mynd að haustsýningu. Að þessu sinni varð fyrir valinu hugmyndin Villiblómið sem verður haustsýning ársins 2020. Í tilkynningu segir að hún hafi verið valin „úr fjölda frá- bærra tillagna sem bárust undir lok síðasta árs en vinningstillagan var send inn af sýningarstjórunum Becky Forsythe og Penelope Smart. Villiblómið beinir nýstárlegri linsu – næmri og leitandi – að vilja okkar til að kanna náttúruna. Í gegnum þessa linsu fá áhorfendur tækifæri til að virkja sæg flókinna tilfinninga og dýpka vitund sína um hinn viðkvæma heim okkar og stöðu okkar í honum. Ásamt listamönnum frá Íslandi og Kanada búa sýningarstjórarnir til nýtt rými fyrir kraftmikinn samruna umhverfisaktívisma, femínisma og handiðnar í samtímalist. Með því að blása lífi í hefð- og staðbundin efni umbreyta listamennirnir marmara, við, plöntulit, blómum og málmi í nýj- ar útgáfur af textíl, skúlptúr, mál- verkum og steindum glerbrynjum.“ Becky Forsythe er sýningarstjóri og rithöfundur. Hún útskrifaðist með MA-gráðu frá University of Manitoba (2011) og viðbótardiplóma í safna- fræðum frá Georgian College (2014). Frá 2015-2018 gegndi hún stöðu safneignarfulltrúa Nýlistasafnsins, þar sem hún stýrði mörgum verk- efnum. Penelope Smart er sýningarstjóri og rithöfundur. Hún útskrifaðist með MFA í gagnrýnni sýningarstjórnun frá OCADU (2013), þar sem hún hlaut sérstaka viðurkenningu. Pene- lope hefur gegnt stöðu sýningar- stjóra hjá The Art Gallery of Ontario, MULHERIN-galleríunum (Toronto og New York) og Eastern Edge Gall- ery (St. John‘s, Nýfundnalandi og Labrador). Villiblómið verður næsta haustsýn- ing Hafnarborgar Becky Forsythe Penelope Smart Hátíðin Dagar serbneskrar menn- ingar verður haldin í þriðja sinn hér á landi frá morgundeginum til 2. febrúar. Aðalskipuleggjandi há- tíðarinnar er Serbnesk menningar- miðstöð á Íslandi í samvinnu við utanríkisráðuneyti Serbíu, Menn- ingarmiðstöð Kópavogs og Hannesarholt. Í ár eru dagarnir til- einkaðir serbneskri tónlist og verð- ur flutt tónlist á rótgróin hljóðfæri serbnesku þjóðarinnar, þ.á m. trompet, flautu, sekkjapípu og tvö- falda flautu. Á hátíðinni verður einnig boðið upp á fyrirlestur um serbneska tónlist og hljóðfæri, flautusmíði auk tónleika með serb- neskri þjóðartónlist, skv. tilkynn- ingu. Hátíðin verður sett annað kvöld kl. 19.30 í Salnum í Kópavogi. Dagskrána má finna á facebooksíðu Serbneskrar menningarmiðstöðvar á Íslandi. Serbnesk Ónefnd kona á kynningar- ljósmynd fyrir serbnesku hátíðina. Dagar serbneskrar menningar hefjast Þekktar íslenskar og rússneskar söngperlur hljóma á hádegistón- leikum í Fríkirkjunni í Reykjavík í dag kl. 12, en tónleikarnir eru hluti af tónleikaröðinni Á ljúfum nótum. Flytjendur eru Nathalía D. Halldórs- dóttir mezzósópran og Hjörtur Ingvi Jóhanns- son píanóleikari. „Það er eitthvað sammerkt með mörgum þeim söngvum sem þessar þjóðir syngja sér til ánægju og yndis- auka,“ segir í tilkynningu frá flytj- endum. Nathalía lauk prófi frá Nýja Tónlistarskólanum og hefur sótt söngtíma í Rúss- landi, Danmörku og Bandaríkjunum. Hún hefur tekið þátt í óperu- uppfærslum m.a. á veg- um Sumaróperunnar og Íslensku óperunnar ásamt því að syngja ein- söng með Sinfóníu- hljómsveit Íslands. Hjörtur lauk burtfarar- prófi í klassískum píanó- leik frá Tónlistarskóla FÍH 2010 og BM-gráðu í djasspíanóleik frá Kons- ervatoríinu í Amster- dam. Hann er hljómborðsleikari hljómsveitarinnar Hjaltalín og er virkur í tónlistarlífi landsins. Þekktar söngperlur í hádeginu í dag Söngkona Nathalía D. Halldórsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.