Morgunblaðið - 30.01.2020, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 30.01.2020, Blaðsíða 56
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JANÚAR 2020 www.gilbert.is Hjá Gilbert úrsmið sérhæfum við okkur í úrsmíði, hönnun og framleiðslu úra Sigurður Þorri Gunnarsson siggi@k100.is Reynsluboltinn Matti Matt stígur á svið í keppninni í ár en hann þarf vart að kynna, þekktur fyrir sterka rödd og sviðssjarma, hvort sem er með hljómsveitunum Reggae on Ice eða Pöpum eða einn. Lagið heitir Dreyma og er eftir tvo unga lagahöfunda sem hafa verið ötulir að dæla frá sér ljúfum smellum undanfarin ár, þá Birgi Stein Stefánsson, sem einnig hefur getið sér gott orð sem söngvari, og Ragnar Má Jónsson. „Ég tók síðast þátt með tvö lög árið 2011; Eyjafjallajökullinn margfrægi og svo fór ég út með Vinum Sjonna það ár. Það var náttúrlega stórkostleg skemmtun,“ segir Matti Matt þegar hann er spurður hvenær hann tók síðast þátt í keppninni. „Ég var bú- inn að ákveða að taka aldrei aftur þátt í henni en svo hringdu þeir Birgir Steinn og Ragnar Már í mig og spurðu hvort þeir mættu senda á mig lag, sem þeir svo gerðu og ég féll fyrir laginu við fyrstu hlustun,“ segir Matti, sem samdi textann við lagið og segir hann persónulegan. „Pæling var um hvort ég hefði ennþá eitthvert erindi því það hafa orðið ákveðin kynslóðaskipti í þessu.“ Lagið verður síðast á svið í seinni undankeppninni hinn 15. febrúar. Lenti í ævintýri eftir skilaboð á instagram Nafn Aarons Ísaks eða Kid Isak eins og hann kallar sig þekkja ekki margir. Einhverjir kannast kannski við hann frá því í fyrra þegar hann söng nýja útgáfu af „Ég er eins og ég er“ fyrir Reykjavík Pride. Aaron hafði ekki stefnt að því að taka þátt í keppninni þegar hann fékk skilaboð frá Kristni Óla, eða Króla, einum þekktasta tónlistarmanni landsins, á Instagram. Hann samdi lagið „Æv- intýri“ ásamt félaga sínum JóaPé og Þormóði Eiríkssyni, sem er einn atkvæðamesti lagahöfundur landsins um þessar mundir. „Kiddi heyrði í mér á Instagram og bað um númerið mitt. Ég bara úúúh er þetta eitthvert deit eða,“ sagði Aaron og skellti upp úr þegar hann sagði frá aðdraganda þess að hann tók þátt í keppninni. Hann var farinn að syngja „demó“ af laginu innan við klukkutíma eftir skilaboðin á Instagram og áttu þeir eftir að vera í stúdíóinu í 12 tíma. Útkoman varð sú að Aaron mun mæta fyrst- ur á svið fyrra undankvöldið í söngvakeppinni hinn 8. febrúar. Finna sig óvænt í Söngvakeppninni Síðdegisþátturinn á K100 ræddi við tvo ólíka söngvara í vikunni sem eiga það sameiginlegt að hafa fundið sig óvænt í söngvakeppninni. Annar er reynslubolti sem hafði ákveðið að taka ekki aftur þátt í henni og hinn er rétt að stíga sín fyrstu skref í tónlistinni og fékk upp úr þurru skilaboð á Instagram um hvort hann vildi vera með. Ævintýri Kid Isak flytur lagið Ævintýri í Söngvakeppninni 2020. Dreyma Matti Matt flytur lagið Dreyma í Söngvakeppninni 2020. Þættina Sönn íslensk sakamál þekkja flestir, en þeir nutu mikilla vinsælda í Sjónvarpinu í kringum aldamótin. Þættirnir sneru svo aftur á Skjá Einn árið 2014. En nú kveður við nýjan tón því þættirnir hafa ver- ið endurvaktir sem sambland af hlaðvarpi og hljóðbók. Verða þeir aðgengilegir í gegnum Storytel Ís- land. Það er Sigursteinn Máson sem er, eins og áður, þulur en hann hefur einnig veg og vanda af dagskrár- gerðinni. Sigursteinn var gestur Loga og Sigga í Síðdegisþættinum á K100. Stundum er talað um að gullöld hljóðsins sé núna og hafa sambæri- leg hlaðvörp notið mikilla vinsælda erlendis. Ég er svo gamaldags. Mér finnst stundum þessi hlaðvörp svo losaraleg, ég er aðeins meira fyrir að hafa skýrt handrit, upphaf, endi og allt það, segir Sigursteinn þegar þetta var rætt við hann í þættinum. Þegar hann var spurður um hvaða mál hefði vakið hvað mesta athygli á sínum tíma þegar þættirnir voru í Sjónvarpinu sagði hann að málið um morðið á leigubílstjór- anum á mótum Sundlaugavegar og Laugalækjar árið 1968 hefði vakið gríðarlega athygli en það er einmitt fyrsta umfjöllunarefni nýju þáttanna. Það mun spanna yfir tvo þætti, en í raun og veru fjóra því það tengist inn í önnur mál, segir hann en í fyrsta þættinum sem kom út á sl. mánudag er talað um að ný gögn hafi komið fram sem geti jafn- vel búið til ástæðu um að málið verði tekið upp aftur. Nýr þáttur kemur út í hverri viku, á mánudögum, og verður greinilega spennandi að fylgjast með. Hlustaðu á áhugavert viðtal við Sigurstein á k100.is þar sem hann ræðir einnig Guðmundar- og Geir- finnsmálið. Sönn íslensk saka- mál lifna aftur við Sigursteinn Máson fasteignir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.