Morgunblaðið - 30.01.2020, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 30.01.2020, Blaðsíða 54
Kælið og snyrtið örlítið ofan af hverjum botni til að jafna þá áður en þið setjið kökuna saman. Karamellusósa (fyrir krem og dripp) 300 g sykur 130 g smjör við stofuhita 180 ml rjómi 1 tsk. salt Hafið öll hráefnin tilbúin í upphafi þar sem hræra þarf stanslaust í blöndunni. Setjið sykurinn í pott og hitið á meðalháum hita þar til hann er bráð- inn og hrærið stanslaust í með sleif á meðan (þetta tekur um 6-8 mínútur). Setjið smjörið saman við sykurinn (það mun krauma aðeins og það er allt í lagi) og hrærið vel þar til bland- að. Blandið rjómanum þá út í pottinn og hrærið vel þar til blandað. Hér kraumar aftur og það má hækka hit- ann í 1-2 mínútur á því stigi og síðan taka af hellunni og setja saltið saman við. Gott er að hella karamellunni í aðra skál (ég setti strax 100 ml í mæliglas fyrir kremið og restina í aðra skál fyrir drippið). Karamellan þarf að ná stofuhita og þá má nota hana í kremgerð og dripp. Ef hún verður of þykk áður en þið gerið drippið þá má setja hana 10-15 sek. á meðalhita í örbylgjuofninn og hræra upp aftur (hún má samt vera frekar þykk þar sem hún lekur Súkkulaðikaka með karamellukremi Botnar 1 x Betty Crocker Devils Food Cake mix 4 egg 125 ml ljós matarolía 250 ml vatn 3 msk. bökunarkakó 1 pk. súkkulaði Royal-búðingur (duftið) Hrærið saman eggjum, olíu og vatni. Bætið kökudufti og bökunarkakó saman við og hrærið vel, skafið niður á milli. Að lokum fer Royal-búðingurinn saman við og hrært er lítillega þar til hann hefur samlagast deiginu. Spreyið 3 x 15 cm kökuform með matarolíuspreyi og skiptið deiginu jafnt niður á milli þeirra. Bakið við 160°C í um 25 mínútur eða þar til prjónn kemur hreinn út. merkilega vel niður þó hún sé þann- ig). Karamellukrem 180 g smjör við stofuhita 450 g flórsykur 2 tsk. vanilludropar 100 ml karamellusósa (sjá uppskrift að ofan) Þeytið smjörið þar til létt og ljóst. Bætið flórsykrinum saman við í nokkrum skömmtum. Setjið vanilludropana og kara- mellusósuna saman við og blandið vel. Smyrjið jöfnu magni á milli lag- anna og grunnhjúpið kökuna með þunnu lagi þannig að botnarnir sjáist samt í gegn. Á toppnum má þó vera um ½ cm þykkt lag. Restin af kreminu má þá fara í sprautupoka með 2D eða 1M stút frá Wilton og bíða þar til dripp er komið á. Dripp og skreyting Gott er að kæla kökuna í að minnsta kosti 15 mínútur í ísskáp áð- ur en drippið er sett yfir hana. Þegar hún er orðin köld má hella þunnu lagi af karamellunni sem eftir stendur yfir og láta leka niður hlið- arnar. Þegar karamellan hefur aðeins tekið sig (fínt að setja aftur í ísskáp í um 15 mínútur) má sprauta krem- toppa með restinni af kreminu og setja Maltesers-kúlur eða annað álíka ofan á hvern topp. Súkkulaðikaka með karamellukremi Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir Ómótstæðileg súkkulaðisæla Kara- mellukrem passar einstaklega vel með súkkulaðiköku, enda oft talað um súkkulaði og karamellu sem hina heil- ögu tvennu kökugerðarlistarinnar. Það er fátt sem toppar fallega köku og þá sjaldan maður bakar er eins gott að gera það almennilega. Hér kemur ógnarfögur kaka úr smiðju Berglindar Hreiðars á Gotteri.is sem ætti að slá í gegn á hverju heimili. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JANÚAR 2020 www.danco.is Heildsöludreifing Fullt af nýjungum í grænmetis- og vegan vörulínunni okkar Kynntu þér málið hjá söludeild okkar Veisluþjónustur Skólar • Mötuneyti Ný vefverslun fyrir fyrirtæki og verslanir á www.danco.is Viðhorf almennings til líf-rænna matvæla eru æðimisjöfn og oft byggð á mis- skilningi. Margir halda að hinn lífræni lífsstíll gangi út á það að borða baunir og grænmeti, aðrir halda að lífrænt sé sykurlaust og enn aðrir standa í þeirri mein- ingu að lífrænt sé nýleg tísku- bylgja sem erfitt sé að tileinka sér. En út á hvað gengur þá líf- rænn lífsstíll ef það eru ekki þessir þættir? Upphafið að lífrænum lífsstíl má rekja til aldamótanna 1900 sem andsvar við þeim breyt- ingum sem urðu á landbúnaði í kjölfar fyrstu iðnbyltingarinnar. Strax í upphafi hennar sáu nokkrir hugsjónamenn fyrir í hvað stefndi og í framhaldi var búin til umgjörð um gömlu gildin sem í dag kallast lífræn ræktun. Með seinni iðnbyltingunni í kringum 1960 verður lífræn ræktun enn fastmótaðra hugtak því á þeim tíma þurftu margir ræktendur og framleiðendur að velja hvaða leið þeir vildu fara, þ.e. magnframleiðsla eða gamla hefðbunda aðferðin að viðbættum tækninýjungum. Flestir völdu magnframleiðsluna því hún var talin gefa meira af sér fjárhags- lega. Í framhaldi hefur sú aðferð orðið „hefðbundin aðferð “ í hug- um fólks. Lífræn ræktun er því engin nýlunda heldur eru þetta ald- argamlar aðferðir sem hafa feng- ið nýtt nafn til að geta aðgreint sig frá þeim breytingum sem hafa átt sér stað síðastliðin 60-70 ár. En hvaða breytingar eru þetta? Helstu breytingar má rekja til eiturefna- og áburð- arnotkunar. Svo ber að nefna GMO eða erfðabreytt matvæli. Eiturefnanotkun í nútíma rækt- un felst í notkun á skordýra-, ill- gresis- og sveppaeitri en þessi efni safnast upp í matvælum og berast í okkur þegar við neytum þeirra. Rannsóknir á þvagi barna og fullorðinna hafa sýnt fram á að leifar af þessum efn- um séu til staðar þegar neytt er ólífrænna matvæla. Eitur er engum gott að innbyrða sama hversu litlir skammtarnir eru. En eitrið stoppar ekki hjá okkur því þvagið fer svo í sjóinn þar sem uppsöfnun eiturefna heldur áfram og því er spurningin hversu lengi getur hafið tekið við. Varðandi erfðabreytt mat- væli þá er verið að blanda saman ólíkum þáttum, sem dæmi má nefna eiturefnið Round-up sem er innræktað í maís sem veldur því að maísplantan þolir eitrið á meðan aðrar plöntur drepast. Round-up er talið skemma mið- taugakerfið og hafa sumar þjóðir bannað þetta eitur. Reglur um innihaldslýsingu ná ekki yfir erfðabreytt matvæli og fólk hef- ur því í raun og veru ekki hug- mynd um hvað matvaran inni- heldur. Út frá þessum staðreyndum er það nokkuð ljóst að lífrænn lífsstíll felst m.a. í því að lifa í sátt og samlyndi við náttúruna, nýta ekki landið meira en það þolir, stunda sjálfbæra ræktun/ skiptiræktun og passa upp á að auðlindir okkar spillist ekki af skammtímagróða-hugsjónum. Ef þetta er tekið saman þá felur lífræn ræktun m.a. í sér:  Ræktun án eiturefna eins og skordýra-, illgresis- og sveppa- eiturs  Ræktun án tilbúins áburðar  Ræktun á erfðabreyttum plöntum, GMO  Matvæli framleidd án ónátt- úrulegra aukaefna  Dýravelferð, m.a. náttúrulegt fóður og án hormóna og sýkla- lyfja Veljum lífrænt umhverfinu okk- ar til heilla. Kveðja, Kaja. Hvað þýðir lífræn ræktun? Heilsuhorn Kaju Við sem veltum því mikið fyrir okkur hvað þykir smart höfum ítrekað rekist á ægifagurt steypujárns- form sem dúkkar upp á ólíklegustu stöðum – þó að- allega hjá einstaklega smekklegum áhrifavöldum sem elda almennt mun fallegri mat en við hin. Þetta fat er svo fallegt að orð ná vart yfir það. Eft- ir töluverða rannsóknarvinnu fundum við það í versluninni Kokku á Laugavegi og erum snarlega búin að fjárfesta í einu slíku. Formin eru til í þremur stærðum og kosta 4.980- 7.500 krónur. Ljósmynd/Lodge Vekur athygli Steypujárnsformið fagra hefur vakið heims- athygli og má sjá víða, bæði hér á landi sem erlendis. Steypujárnsmótið sem áhrifavaldarnir elska
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.