Morgunblaðið - 30.01.2020, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 30.01.2020, Blaðsíða 12
Daglegt líf MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JANÚAR 2020 SIGGI HALL POP UP Borðapantanir og nánari upplýsingar á apotek.is ÞÚ MÁTT EKKI MISSA AF ÞESSU! Austurstræti 16 Sími 551 0011APOTEK KITCHEN+BAR MATSEÐILL SMÁRÉTTIR Bleikju tartar 2.490 kr. pera, agúrka, minta, graslaukur, sítrónu- hunangssósa Pönnusteikt hörpuskel 2.790 kr. kartöflumús, sýrður perlulaukur, hrogn, söl, dill beurre blanc Grillað dádýr 2.890 kr. sveppir, blaðlaukur, yuzu sesam-dressing AÐALRÉTTIR Grilluð andabringa 4.890 kr. grænn aspas, stökk vorrúlla með andar „confit“, plómusósa Grilluð nautalund & foie gras 6.990 kr. hunangs-karamellaður skarlottulaukur, beinmergur, bordelaise-sósa EFTIRRÉTTUR Grand Marnier Crème brûlée 1.990 kr. ávaxta-sorbet, jarðaber, dulce de leche, Grand Marnier Velkomin í ljúffenga rétti að hætti hins eina sanna Sigga Hall TASTINGMENU Smakkaðu alla sex réttina 8.990 kr. SIGGI HALL P P P miðvikudag til sunnudags Nú er nýtt ár hafið með lof-orðum um bætt líferni ogvon um betra líf sér og sínum til handa. Þá styrkir það kannski einhverja í vali sínu á lof- orðum að Alþjóðaheilbrigðis- málastofnunin WHO hefur bent á að ónóg hreyfing sé einn af helstu áhættuþáttum fyrir dauða í heim- inum. Það sem þó vekur hvað mestan ugg er að 80% af ungling- um hreyfa sig ónóg, svo að vanda- málið vex með ungu kynslóðinni og vaxandi tækni- og tölvuvæðingu. Tækni- og tölvubylting síðustu áratuga hefur gjörbreytt lífsstíl okkar mjög hratt. Í dag þarf fólk sáralítið að hreyfa sig til að hafa í sig og á og flestir sitja framan við skjá stóran hluta vinnudags síns. Við þurfum ekki heldur lengur að sækja dægrastyttingu eða skemmt- anir utan heimilis. Einnig þarf fólk ekki lengur að fara í verslanir, heldur getur pantað vörur heim, þar með talið matvörur, þannig að það er ekki undarlegt að í dag sé hreyfingarleysi ein helsta heilsuvá hins vestræna heims. Með sömu þróun endum við kannski eins og afkomendur okkar í teiknimyndinni Wall-E; vöðvarýr, brothætt og bjargarlaus án hjálpar vélmenna. Bætir þol, þrek og vitræna getu Mikilvægt er að benda á að WHO er ekki endilega að tala um líkamsrækt heldur skilgreinir WHO hreyfingu sem alla vöðva- virkni sem inniber orkubrennslu. Má þar nefna virkni við vinnu, heimilisstörf, leik, ferðalög eða dægrastyttingu. Það er aldrei of seint að byrja að hreyfa sig og öll hreyfing skiptir máli. Mikilvægt að nota hvert tæki- færi sem gefst, eins og til dæmis að ganga eða hjóla í vinnuna og nota tröppur í stað lyftu, þó ekki sé nema ein hæð til að byrja með. Aukin hreyfing hefur víðtæk áhrif á heildardánartíðni með já- kvæðum áhrifum á hækkaðan blóð- þrýsting, sykursýki tegund 2, kvið- fituheilkenni, kransæðasjúkdóm, heilablóðföll, brjóstakrabba, rist- ilkrabba, þunglyndi og dettni. Það sem ekki minna máli skiptir er að ofannefnd jákvæð áhrif á hina ýmsu sjúkdóma þýða lengri tími við góða líkamlega og andlega heilsu og meiri lífsgæði en annars hefði orðið. Einnig eykur hreyfing þol, þrek, styrk, beinþéttni, vitræna getu, minni og síðast en ekki síst andlega líðan og starfræna getu. Það gæti hjálpað sumum með áramótaloforðin að Lífshlaupið hefst 5. febrúar, en með því vill Íþrótta- og Ólympíusamband Ís- lands hvetja landsmenn til þess að fara eftir ráðleggingum Embættis landlæknis um hreyfingu, hvort sem er í frítíma, vinnu, skóla eða við val á ferðamáta. Hreyfing helst daglega Ráðleggingar landlæknis segja að börn og unglingar ættu að stunda miðlungserfiða (hjartsláttur og öndun heldur hraðari en venju- lega en hægt er að halda uppi sam- ræðum) og erfiða (kallar fram svita og mæði þannig að erfitt er að halda uppi samræðum) hreyfingu í minnst 60 mínútur daglega. Full- orðnir ættu að stunda miðlungserf- iða hreyfingu í minnst 30 mínútur daglega. WHO gengur heldur lengra, sérstaklega með tilliti til vöðvastyrkjandi hreyfingar tvisvar til þrisvar í viku. Að lokum vil ég benda þeim sem eiga við heilsuvanda að stríða og eru óöruggir að hefja eða auka hreyfingu að leita til heimilislæknis síns og fá ávísun á hreyfiseðil og þannig aðstoð sjúkraþjálfara að finna hreyfingu sem hentar þeim og aðstoða að komast af stað með nýtt og betra líf gegnum aukna hreyfingu. Á vefnum heilsuvera.is má líka finna ráðleggingar um hreyfingu. Morgunblaðið/Golli Skokk Aldrei er of seint að byrja að hreyfa sig. Öll hreyfing skiptir máli og gott er að nota hvert tækifæri sem gefst. Hreyfing – allra meina bót Heilsuráð Hörður Björnsson svæðisstjóri og fagstjóri lækninga Heilsugæslunni Miðbæ Unnið í samstarfi við Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Um síðustu helgi frumsýndi Leikfélag Húsavíkur hinn fræga söngleik Litlu hryllingsbúðina eftir Howard Ashman og Alan Menken. Verkið er fært á svið í Samkomuhúsinu á Húsavík og leik- stjóri er Vala Fannell. Með helstu hlutverk í uppfærslu þessari fara Arnþór Þórsteinsson sem leikur Bald- ur Snæ, Valdís Jósefsdóttir sem fer með hlutverk Auðar og Benóný Valur Jakobsson sem leikur blómabúðar- eigandann Markús. Karl Hannes Sig- urðsson leikur Brodda tannlækni og Sigurður Helgi Illugason fer með hlutverk plöntunnar Auðar 2. Fullt af húmor „Litla hryllingsbúðin er sígildur rokksöngleikur, fyrir alla fjölskyld- una, fullur af húmor, kraftmikilli tón- list, heillandi persónum og krassandi söguþræði,“ segir í tilkynningu frá Leikfélagi Húsavíkur, sem var stofnað árið 1900. Í pistli frá félaginu segir að besta afmælisgjöfin til þess væri sú að allir sem vettlingi valda heim- sæki félagið og skemmti sér yfir Litlu hryllingsbúðinni – sem er þekkt verk og hefur oft verið fært á fjalir við góðar undirtektir. Næstu sýningar eru nk. föstudag og laugardag. 100 ára leikfélag færir söngleik á fjalirnar Hryllingsbúð á Húsavík Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarson Hryllingur Leikararnir Benóný Valur Jakobsson, Arnþór Þórsteinsson og Valdís Jósefsdóttir hér í hlutverkum sínum í hinu sígilda leikverki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.