Morgunblaðið - 30.01.2020, Blaðsíða 28
28 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JANÚAR 2020
LAUGAVEGI 24 - REYKJAVÍK - S. 552 0800
SKIPAGÖTU 7 - AKUREYRI - S. 462 4646
Nú finnur
þú það sem
þú leitar að
á FINNA.is
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Íslenskt hugvit kom mjög við sögu
við hönnun gulu vegstikanna sem
vísa vegfarendum leiðina á þjóð-
vegum landsins. Stikurnar eru fram-
leiddar á Íslandi, eru endurnýttar
eins oft og hægt er og síðan sendar í
endurvinnslu.
Rúmlega 320 þúsund stikur, bæði
vegstikur og snjóstikur, standa við
þjóðvegi landsins. Það er nálægt því
að vera ein stika á hvern Íslending.
Þetta má lesa í pistli á heimasíðu
Vegagerðarinnar. Ástæða er til að
segja sögu stikanna nú um stundir,
þegar vegfarendur hafa þurft að
reiða sig á leiðsögn þeirra í ótíðinni.
Á hverju ári eru framleiddar í
kringum 25 þúsund vegstikur og
nokkur þúsund snjóstikur enda
verða alltaf einhver afföll yfir vetrar-
tímann. Þetta er
mikil breyting til
batnaðar því áður
fyrr, þegar not-
aðar voru tréstik-
ur. Þurfti að
skipta út nærri
öllum vegstikum í
vegakerfinu á ári
hverju. Í dag er
talið að hver stika
geti enst í allt að tíu ár.
Björn Ólafsson verkfræðingur,
sem starfaði hjá Vegagerðinni í 45
ár, frá árinu 1971 til 2016 og síðustu
25 árin sem forstöðumaður þjónustu-
deildar, þekkir vel söguna á bak við
gulu vegstikurnar, enda var hann
einn þeirra sem komu að þróun og
hönnun þeirra.
„Tréstikur voru lengi smíðaðar í
áhaldahúsum Vegagerðarinnar á
veturna. Þær voru sagaðar til, mál-
aðar og sett á þær endurskin. Þetta
var stór hluti af vetrarvinnunni enda
var vetrarþjónusta á þessum tíma
mjög takmörkuð. Þessar tréstikur
entust takmarkað, brotnuðu mikið í
snjómokstri svo og af völdum ann-
arra álagsþátta eins og vegna
ágangs búfjár,“ segir Björn í pistli
Vegagerðarinnar.
Þessi afföll urðu til þess að menn
fóru að huga að öðrum lausnum þ.e.
að nota stikur úr endingarbetra efni
sem þyldu betur þetta álag.
Til þessa verkefnis fékk Björn fé
úr rannsóknarsjóði Vegagerðar-
innar, bæði til þróunar á innlendri
framleiðslu á gulum plaststikum og
til að leita betri lausna á stöðugleika
þeirra. Tekið var í framhaldinu upp
samstarf við þá Gunnar Þórðarson
verksmiðjustjóra og Jón Þórðarson,
fyrrverandi verksmiðjustjóra, sem
stýrðu röraframleiðslu við plast-
verksmiðjuna á Reykjalundi.
Reynsla á fyrsta árinu var það góð að
ákveðið var að halda þróuninni
áfram. Með stuðningi rannsóknar-
sjóðsins hannaði Jón Þórðarson og
lét smíða sérstakan blásturshaus og
mótunarbúnað framan á rörafram-
leiðslubúnaðinn þar sem stikulengj-
an var dregin út í gegnum með sér-
stakri vél með gúmmíbeltum.
Ötult starf unnið við þróun
Ingimar Sigurðsson, verkstjóri í
járnsmiðju Vegagerðarinnar í
Grafarvogi, útbjó fyrstu stikufesting-
arnar, þ.e. fótstykki til að reka niður í
jarðveginn og festa stikurnar í. Gylfi
Júlíusson rekstrarstjóri Vegagerðar-
innar í Vík vann ötult starf við frek-
ari þróun, m.a. gekk hann betur frá
tengifestingum með splitti sem festi
stikuna betur við fótstykkið.
Síðar komst hann í samband við
mikinn hagleiksmann, Jónas Guð-
laugsson í Reykjavík. Jónas mótaði
til fyrstu frumgerðina úr áli, sem
auðvelt var að beygja til, og var end-
anleg þróun og lögun fótstykkisins
síðan samstarfsverkefni þeirra Jón-
asar og Björns Ólafssonar.
Um 25 þúsund snjóstikur úr stífu
plasti eru í vegakerfinu en þær eru
sívalar og lengri en ofangreindar
vegastikur.
„Snjóstikurnar þessar voru þróað-
ar af Jóni Einari Hjartarsyni á Læk
í Ölfusi en Rögnvaldur Jónsson, sem
var svæðisstjóri á Reykjanesi á þeim
tíma, hafði forgöngu um þessa fram-
leiðslu,“ upplýsir Björn.
Eftir framleiðslu stikanna eru
þær sendar á þrjá staði á landinu
þar sem endurskinsmerki eru límd á
þær. Þessi vinna fer fram í Fjöliðj-
unni á Akranesi, á Litla-Hrauni og í
Borgarnesi.
Stöðugleiki Starfsmenn Vegagerðarinnar reka niður fótstykki á Hellis-
heiði. Töluverður tími fer í að þrífa stikur en á þær festast óhreinindi.
Ljósmyndir/Vegagerðin
Þarfaþing Snjóstikurnar hafa komið sér vel í ótíðinni að undanförnu. Þær eru kringlóttar og hærri en vegstikur.
Stikurnar eru þarfaþing í ótíðinni
Rúmlega 320 þúsund stikur við þjóðvegina Er nálægt því að vera ein stika á hvern Íslending
Björn Ólafsson