Morgunblaðið - 30.01.2020, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 30.01.2020, Blaðsíða 39
39 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JANÚAR 2020 Pokaflutningar Reykjavíkurhöfn er miðstöð vöruflutninga og fara ýmiss konar vörur þar um. Þessi ágæti maður tók hjólið í þjónustu sína við pokaflutninga, en ekki fylgir sögunni hvers konar varning hann var að flytja. Kristinn Magnússon Barátta foreldra barna í Fossvogsskóla er ótrúleg. Fyrir um ári kom upp mikil mygla í skólanum sem orsakaðist af langvar- andi leka í húsnæðinu. Foreldrar höfðu bar- ist fyrir því að gerð yrði úttekt á húsnæði skólans eftir að börn þeirra fóru að veikj- ast. Þegar úttektin var gerð kom í ljós að verulegar skemmdir voru á húsnæðinu. Það var farið í endurbætur sem kostuðu um hálfan milljarð. Þrátt fyrir þessar miklu endurbætur hefur nú aftur orð- ið rask á skólastarfinu. Börn aftur veik Nú eru börn aftur farin að veikjast. Það sætir furðu að ekki hafi tekist betur til þar sem nú er búið að leggja út í kostnað upp á um hálfan milljarð til að gera við skemmdirnar. Nýtt þak sem var sett á skólann lekur og því hafa aftur myndast raka- skemmdir. Eins létu foreldrar vita strax í september að líklega væri ekki allt með felldu í heimilisfræðistofu því börn þeirra veiktust eftir að vera þar. Þrátt fyrir þetta hafa ekki verið tekin sambærileg sýni og gert var þegar myglan uppgötvaðist fyrst. Ekki hef- ur verið hlustað á beiðni foreldra um að fá sambærileg myglupróf og gerð voru áður en ráðist var í endurbæt- urnar og það tryggt að framkvæmdin hafi verið með þeim hætti að allar rakaskemmdir hafi verið fjarlægðar. Í ljósi þessa er rétt að spyrja sig, af hverju var húsnæðið ekki tekið í al- mennilega úttekt og sýni tekin á öll- um þeim stöðum þar sem kom í ljós að gera þurfti endurbætur vegna myglu? Af hverju tekur Reykjavíkur- borg við húsnæðinu án þess að fram fari ýtarleg úttekt og gengið úr skugga um að húsnæðið sé laust við myglu og leka? Það er ljóst að þær úttektir sem farið var í hafa ekki verið nægilega góðar því ann- ars væri þessi staða ekki uppi núna. Heilsuspillandi húsnæði Kennarar, börn og foreldrar eru langþreytt enda mikið búið að ganga á í skólastarfinu síðustu mán- uði. Flytja þurfti börn úr skólanum og kenna þeim á öðrum stöðum í borginni á meðan þessar umfangs- miklu viðgerðir stóðu yfir. Þetta ferli hefur tekið á alla, bæði þá sem eru veikir sökum myglu og þá sem ekki hafa veikst. Af hverju var ekki strax brugðist við í haust og farið í úttekt? Af hverju er það ekki kappsmál hjá Reykjavíkurborg að búa starfsfólki og nemendum Fossvogsskóla um- hverfi sem er ekki skaðlegt heilsu þeirra? Það er aðeins eitt sem for- eldrar vilja og það er að börn þeirra geti fengið þá lögbundnu grunnþjón- ustu sem skólaganga er í húsnæði við hæfi, húsnæði sem ekki er heilsu- spillandi. Eftir Valgerði Sigurðardóttur » Af hverju tekur Reykjavíkurborg við húsnæðinu án þess að fram fari ýtarleg úttekt og gengið úrskugga um að húsnæðið sé laust við myglu og leka? Valgerður Sigurðardóttir Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. valgerdur.sigurdardottir@reykjavik.is Fossvogsskóli Það var glæsilegt að fylgjast með bóndanum í Bræðratungu í Silfri Egils, Guðrúnu Svandísi Magnúsdóttur, fjall- kóngi eða -drottningu Tungnamanna. Hún tal- aði af hugsjón, þekkingu og drengskap. Lækna- Tómas naut sín ekki og var eins og hann sæti á títuprjónum, frasarnir dóu á vörum hans. Egill hins vegar mjúkur sem smjör. Honum vafðist tunga um tönn og dáðist að bónd- anum. Enn á ný höfum við eignast baráttukonu sem fylgir eftir Sigríði í Brattholti, en hún bjargaði forðum Gullfossi og mun frægð hennar uppi meðan landið er byggt. Með hvössum rök- um og skýrum dæmum sýndi Guðrún Svandís hvað til stendur að gera við hálendi Ís- lands, þjóðlenduna. Vonandi markar hún svipuð spor og Sigríð- ur með því að bjarga nú hálendinu, afrétt- unum, undan tröll- unum í kerfinu. Landsbyggðinni er ekki treyst fyrir því verki sem hún hefur haft í þúsund ár. Þegar þjóðlendan var sett í núverandi farveg um síð- ustu aldamót var það talið sáttagjörð. Áður en blekið þornaði við undir- skrift laganna sleppti þáverandi fjármálaráðherra sínum mönnum lausum og ráðið var harðvítugt lögfræðingastóð til að hefja illdeilur og að sem mest af þinglýstum bújörð- um bænda yrði af þeim tekið fyrir dómstólum. Þetta tuttugu ára stríð stendur enn og er oft nefnt „millj- arðastríðið“. Hó smalanna og hundgáin hljóðnar Bændur og hreppsnefndarmenn hringinn í kringum miðhálendi Ís- lands skulu litlu ráða verði þjóð- lendan þjóðgarður. Þetta áform hvílir í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar, í smáa letrinu. Maður hélt nú að þótt bæði framsóknarmenn og sjálfstæð- ismenn gengju undir rauða regnhlíf Vinstri-grænna um stund hefðu þeir ekki samþykkt að láta þeirra villtustu drauma um ríkiskapítalisma rætast. Nafnið Miðgarður heyrist nefnt á sveitarfélagið, að fornum sið úr goða- fræðinni, því mun hreppsnefndin samkvæmt því verða staðsett í Út- garði í Reykjavík. Þar ráða jötnar för og verða þeir settir yfir 40% af öllu Íslandi. Bændur, útivistarfólk og raunverulegir náttúruunnendur verða að sækja leyfisbréf til ráð- stjórnarmannanna í Útgarði. Hó smalanna og hundgáin munu heyra sögunni til. Sauðkindin og hestamenn verða óæskilegir gestir, kindaspörð og hrossatað og hófaför spilla náttúr- unni, afréttunum verður lokað. Ís- land verður öðruvísi á eftir og há- lendið ekki frjálst lengur. Miðhá- lendið verður í tröllahöndum og skattgreiðendur munu gjalda millj- arða til að halda dansi jötnanna gang- andi við hliðin og gjaldtökuna. Fyrst 40 ríkisstarfsmenn starfa þegar í Vatnajökulsþjóðgarði sunnan jökla hlýtur þetta langstærsta sveit- arfélag landsins að þurfa eitt þúsund starfsmenn. Ágætu sjálfstæðismenn; báknið springur út. Ég bið heldur um að bændur og vinnuklæddir hreppsnefndarmenn landsbyggðarinnar haldi utan um frelsi fjallanna með forsætisráðherra, eins og málið stendur nú. Það ríkir engin neyð á þjóðlendunni. „Svona gera menn ekki.“ Eftir Guðna Ágústsson »Með hvössum rökum og skýrum dæmum sýndi Guðrún Svandís hvað til stendur að gera við hálendi Íslands, þjóðlenduna. Vonandi markar hún svipuð spor og Sigríður í Brattholti. Guðni Ágústsson Höfundur er fv. alþingismaður og ráðherra. Verjum þjóðlendurnar Bretland er okkar næsti nágranni að frá- töldum Færeyjum og Grænlandi. Nábýli þar sem fólk deilir sam- eiginlegum hags- munum og auðlindum er ekki alltaf dans á rósum. Nábýlið hefur gengið vel þrátt fyrir þorskastríð og hryðju- verkalög og verið til farsældar fyrir bæði löndin. Löng og farsæl viðskiptatengsl, samstarf á Evrópska efnahagssvæðinu og í Atl- antshafsbandalaginu ásamt menn- ingarsamskiptum og sögulegri arfleifð hafa gert Bretland að einu af okkar þýðingarmestu bandalagsríkjum. Heildarviðskipti milli landanna eru um 100 milljarðar króna árlega. Um 10% útflutnings okkar er til Bretlands, eða um 60 milljarðar króna á ári. Um 300.000 breskir ferðamenn koma hingað árlega, sem er um 13% af heild- arfjölda ferðamanna. Það búa um þúsund breskir ríkisborgarar hér á landi og fjöldi Íslendinga hefur búið í Bretlandi við nám og störf. Í ljósi mikilla hagsmuna Íslendinga af út- flutningi til Bretlands blasir við að út- ganga Bretlands úr EES um áramót- in skapar ákveðna ógn fyrir okkur en jafnframt tækifæri. Michel Barnier, aðalsamningamaður Evrópusam- bandsins í viðræðum við Breta, hefur lýst stöðunni þannig að hætta sé á að viðskipti milli landanna standi á bjargbrún. Utanríkisráðherra steig mikilvægt skref á þriðjudaginn þegar hann und- irritaði samning vegna útgöngu Bret- lands úr EES ásamt utanríkisráð- herrum Noregs og Liechtenstein og útgöngumálaráðherra Bretlands. Samningurinn leysir úr málum svipað og gert er í útgöngusamningi Bret- lands og ESB og þýðir að Ísland, Noregur og Liechtenstein standa nú jafnfætis ESB-ríkjunum hvað þetta varðar. Næsta skref er að ganga frá viðskiptasamningum milli landanna. Þar er mikilvægt að gætt sé að marg- víslegum útflutningshagsmunum Ís- lands, einkum á sviði sjávarútvegs. Útganga Bretlands úr EES á sér stað í umhverfi þegar vaxandi vernd- arhyggju gætir í heiminum og hætta er á viðskiptastríði milli stórvelda. Það er því mikilvægt að halda vel á málum af hálfu íslenskra stjórnvalda þannig að viðskiptasamningar við Breta náist fyrir áramótin og í góðu samstarfi við önnur ríki í Fríversl- unarsamtökum Evrópu (EFTA). Á meðan íslensk stjórnvöld halda áfram að nálgast þetta verkefni af rögg- semi, og með frjáls viðskipti að leiðar- ljósi, þarf ekkert að óttast. Eftir Eyjólf Árna Rafnsson Eyjólfur Árni Rafnsson » Það er því mikilvægt að halda vel á málum af hálfu íslenskra stjórn- valda þannig að viðskipta- samningar við Breta náist fyrir áramótin og í góðu samstarfi við önnur ríki í Fríverslunarsamtökum Evrópu (EFTA). Höfundur er formaður Samtaka atvinnulífsins. Allir þurfa góða granna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.