Morgunblaðið - 30.01.2020, Blaðsíða 69
MENNING 69
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JANÚAR 2020
áhrif á listsköpun þeirra með ábend-
ingum á tölvuskjá. Útgáfan er aðeins
aðgengileg á vínyl og fer ekki á
streymisveitur, að því er fram kemur
í tilkynningu til fjölmiðla. Meðal þess
sem Eno, Anderson og Oke notuðu
Brian Eno og Laurie Anderson hafa
sent frá sér plötu sem þau unnu að
með bandaríska tónlistarmanninum
Ebe Oke og nefnist Dokument #2.
Útgáfufyrirtæki plötunnar er danskt,
Kjelfred & Lentz, og er hún aðeins
gefin út á vínyl í takmörkuðu upplagi,
500 tölusettum eintökum.
Eno og Anderson þarf vart að
kynna fyrir tónlistaráhugamönnum,
bæði goðsagnir í bransanum fyrir
sína framúrstefnulegu tónlist en Oke
er minna þekktur dans- og raftón-
listarmaður. Eno og Anderson hafa
ekki unnið saman áður og Oke með
hvorugu þeirra. Þau hittust í Kaup-
mannahöfn í nóvember 2016 og unnu
þar saman í fimm daga. Útkoman
varð tíu klukkustundir af mjög til-
raunakenndu tónlistarefni og ellefu
lög voru valin þar úr og sett á vínyl-
inn. Upptökurnar voru liður í lista-
verkefni sem nefnist Dokument #2
og fólst m.a. í því að listamennirnir
fluttu erindi og gátu gestir aðal-
bókasafns Kaupmannahafnar haft
við tónlistarsköpunina voru gúmmí-
hamrar, pappír og gúmmíteygjur.
Eintök af plötunni eru til sölu í völd-
um plötubúðum í Kaupmannahöfn, í
Moby Dick í Óðinsvéum og Rough
Trade í London. helgisnaer@mbl.is
Þríeyki Oke, Anderson og Eno sneru bökum saman og afraksturinn mun
vera magnaður hljóðheimur. Dæmi um hann má heyra á YouTube.
Samstarfsverkefni Eno, Anderson
og Oke gefið út á vínilplötu
Ljósmynd/Maiken Kildegård
Bandarísk samtök búningahönnuða
fyrir kvikmyndir og sjónvarpsefni,
Costume Designers Guild, héldu sína
árlegu verðlaunahátíð í fyrrakvöld
og hlutu búningahönnuðir Knives
Out, Jojo Rabbit og Maleficent: Mistr-
ess of Evil verðlaunin í flokki kvik-
mynda. Athygli vakti að sjö af átta
verðlaunahöfum kvöldsins eru
konur. Mayes C. Rubeo, sem hannaði
búninga Jojo Rabbit, þykir nú enn
líklegri til að fá Óskarsverðlaun í
næsta mánuði fyrir bestu bún-
ingahönnun.
Í sjónvarpsflokki hlutu verðlaun
Donna Zakowska fyrir þættina The
Marvelous Mrs. Maisel, Debra Han-
son fyrir Pop’s Schitt og Michele
Clapton fyrir Game of Thrones. Líkt
og með kvikmyndir eru verðlaunin veitt fyrir ólíkar gerðir þáttaraða.
Leikkonan Charlize Theron hlaut heiðursverðlaun fyrir listrænt framlag
sitt og viðurkenningu á þætti búningahönnunar í kvikmyndum.
Sjö af átta verðlaunahöfum konur
Heiðursverðlaun Charlize Theron á verð-
launahátíð CDGA í fyrrakvöld.
Kvikmynd leikstjórans Romans
Polanskis, J’accuse eða Ég ákæri,
sem gagnrýnd er í blaðinu í dag hér
til hliðar, hlýtur flestar tilnefningar
til César-verðlaunanna frönsku eða
tólf alls. Næstflestar hlýtur kvik-
mynd leikstjórans Ladj Ly, Les Mis-
érables eða Vesalingarnir.
Kvikmynd Polanskis hlýtur m.a.
tilnefningar fyrir bestu kvikmynd,
leikstjóra, leikara í aðalhlutverki
(Jean Dujardin), handrit byggt á
áður útgefnu efni, klippingu, kvik-
myndatöku, búningahönnun og
frumsamda tónlist.
Kvikmyndin hlaut silfurverðlaun
á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum í
fyrra þar sem hún var heims-
frumsýnd. Formaður frönsku kvik-
myndaakademíunnar, Alain Terzi-
an, hefur látið þau ummæli falla að
akademían taki ekki siðferðislega
afstöðu í tilnefningum sínum og vís-
ar til þess að Polanski nauðgaði 13
ára stúlku í Bandaríkjunum árið
1977 og vilja Bandaríkjamenn fá
hann framseldan.
Umdeildur Leikstjórinn Roman Polanski.
J’accuse tilnefnd til 12 César-verðlauna
Myndlýsta skáldsagan Langelstur
að eilífu eftir Bergrúnu Írisi Sæv-
arsdóttur, sem Bókabeitan gefur út,
var í gær tilnefnd til Barna- og ung-
lingabókmenntaverðlauna Vestnor-
ræna ráðsins 2020 sem framlag
Íslands. Svo skemmtilega vill til að
bókin hlaut í fyrradag Íslensku bók-
menntaverðlaunin 2019.
Landsdómnefndir Barna- og ung-
lingabókmenntaverðlauna Vestnor-
ræna ráðsins tilnefndu einnig mynd-
lýstu skáld-
sögurnar
Orpilissat nun-
arsuarmi kus-
anarnersaat (sem
þýða mætti sem
Fallegasta jóla-
tréð í heiminum)
eftir Juaaka Ly-
berth, sem Milik
út, sem framlag
Grænlands og
Loftar tú mær? (sem þýða mætti
sem Grípur þú mig?) eftir Rakel
Helmsdal, sem Bókadeild Føroya
Lærarafelags gefur út, sem framlag
Færeyja. Tilkynnt verður um sig-
urverkið 2020 á bókmenntahátíðinni
Bókadagar sem haldin verður í Nor-
ræna húsinu í Þórshöfn í Færeyjum
í nóvember. Verðlaunin eru veitt
annað hvert ár fyrir vestnorrænt
bókmenntaverk ætlað börnum og
ungu fólki.
Bergrún Íris
Sævarsdóttir
Bergrún Íris tilnefnd fyrir hönd Íslands
Jakkaföt og skyrtur Gluggatjöld og áklæði Úlpur, kápur og frakkar
Rúmföt og heimilisþvottur Kjólar og blússur Servíettu- og dúkaþvottur
Við tökum vel á móti herðatrjám og endurnýtum
STOFNAÐ 1953Háaleitisbraut 58–60 • 108 Reykjavík • haaleiti@bjorg.is • www.facebook.com/efnalauginbjorg • Sími: 553 1380
Ert þú með allt á hreinu 2020?