Morgunblaðið - 30.01.2020, Page 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JANÚAR 2020
SMÁRATORGI | KRINGLAN | GLERÁRTORGI | LINDESIGN.IS
LOKADAGAR
ÚTSÖLU
ENNMEIRI
VERÐLÆKKUN
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
„Það var mikið áfall fyrir okkur að
frétta að gamli Aðalsteinn væri
sokkinn. Skipið reyndist okkur í alla
staði mjög vel og kom með mikinn og
góðan afla að landi,“ sagði Benedikt
Jóhannsson, yfirmaður landvinnslu
hjá Eskju á Eskifirði. Hann hafði þá
nýlega haft fregnir af því að frysti-
skipið Enigma Astralis, áður Aðal-
steinn Jónsson SU 11, hefði sokkið
undan Kyrrahafsströnd Rússlands.
Tass-fréttastofan í Rússlandi
greinir frá málinu og segir þar að
mikill eldur hafi kviknað í skipinu 21.
janúar þegar það var að veiðum í
Okhotsk-hafi, 130 mílur austur af
Magadan. 47 skipverjum var bjargað
í nærstödd skip. Eldur logaði í skip-
inu í þrjá daga og björgunarliði gekk
erfiðlega að komast um borð, fyrst
vegna elds og sprenginga um borð
og síðan vegna storms á svæðinu.
Þegar veðrið gekk niður 26. jan-
úar sást Enigma Astralis ekki lengur
á radar. Við leit í fyrradag, 28. jan-
úar, urðu menn varir við stóran hlut
á sjávarbotni á þessum slóðum. Er
talið að þar sé flak Enigma Astralis,
að því er Tass greinir frá.
Skipið var smíðað í Noregi árið
2001 og fékk nafnið Ytterstad. Eskja
keypti skipið 2006 og fékk það nafn
Aðalsteins Jónssonar. Skipið var selt
2017 til grænlenska útgerðarfyrir-
tækisins Arctic Prime Fisheries,
sem aftur seldi það til Rússlands.
Eskfirðingar keyptu í stað frysti-
skipsins nýtt skip frá Noregi, sem
áður hét Libas. Það ber nú nafn
Aðalsteins Jónssonar, fyrrum for-
stjóra Hraðfrystihúss Eskifjarðar,
forvera Eskju.
Gamli Aðalsteinn sökk
við Austur-Rússland
Mikið áfall segir
starfsmaður Eskju
Reyndist vel Aðalsteinn Jónsson var farsælt og fengsælt skip meðan það
var í eigu Eskju, en frá 2017 var það gert út af rússnesku fyriræki.
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Íslendingar halda efsta sæti þegar
kemur að netnotkun fólks í hinum
ýmsu Evrópulöndum. Hér á landi
höfðu 99% aðspurðra notað netið
undanfarna þrjá mánuði þegar þeir
voru spurðir í fyrra. Það var sama
niðurstaða fyrir Ísland og í hitteð-
fyrra.
Könnunin var gerð á meðal fólks á
aldrinum 16-74 ára í löndum Evrópu-
sambandsins (ESB) auk Íslands,
Noregs og Sviss. Í 28 aðildarlöndum
ESB notuðu að meðaltali 87% íbú-
anna netið árið 2019. Næstir komu
Svíar og Norðmenn (98%) og svo
Danir og Svisslendingar (97% hvor
þjóð), Bretar, Lúxemborgarar og
Hollendingar (96% hjá hverri þjóð)
og Finnar (95%). Lestina ráku Búlg-
arar, þar sem netnotkun var 68%.
Þetta kemur fram í árlegri saman-
tekt evrópsku tölfræðistofnunar-
innar Eurostat. Netnotkun hefur
vaxið hratt, eins og sjá má af því að
árið 2007 var meðalnotkun íbúa ESB
57% og árið 2013 var hún 75%. Sam-
kvæmt niðurstöðunum notuðu flestir
íbúar í ESB netið til að senda og
sækja tölvupóst (75%), til að finna
upplýsingar um vörur og ýmsa þjón-
ustu (68%), til að senda skilaboð
(67%) og til að lesa fréttir (63%).
Meirihluti notenda notaði heima-
banka (58%), fór á samfélagsmiðla
(57%), leitaði sér upplýsinga um
heilbrigðismál (55%), hlustaði á tón-
list (53%) og stundaði netsímtöl
(52%). Eins og sést á myndinni
gerðu Íslendingar meira af öllu.
Internetnotkun á Íslandi og í ESB-löndum 2019
Netnotkun árið 2019 Internetnotkun 2007-2019
Netnotkun á Íslandi og í ESB-löndum
Nota netið
fyrir tölvupóst
Hlusta á tónlist
á netinu
Nota netsíma
(t.d. Skype)
Skilaboðaþjónusta
(t.d. Messenger)
Nota netið fyrir
samfélagsmiðla
Nota heimabanka
Hlutfall íbúa sem notuðu netið síðustu
3 mánuði
Hlutfall íbúa sem notuðu netið síðustu 3 mánuði
100
90
80
70
60
50
40
Heimild: Eurostat
Ísland
Noregur
Svíþjóð
Danmörk
Sviss
Holland
Bretland
Lúxemborg
Finnland
Þýskaland
Spánn
Belgía
Írland
Eistland
Frakkland
Austurríki
Tékkland
ESB meðaltal
Lettland
Kýpur
Malta
Slóvakía
Slóvenía
Litháen
Ungverjaland
Pólland
Króatía
Ítalía
Grikkland
Portúgal
Rúmenía
Búlgaría
99%
98%
98%
97%
97%
96%
96%
96%
95%
93%
91%
90%
90%
90%
89%
88%
87%
87%
86%
86%
86%
83%
83%
82%
80%
80%
79%
76%
76%
75%
74%
68%
75%
95%
ESB Ísland
52% 64%
ESB Ísland
57%
92%
ESB Ísland
58%
93%
ESB Ísland
67%
89%
ESB Ísland
53%
84%
ESB Ísland
87%
57%
99%
90%
'07 '08 '09 '10 '11 '12 '13 '14 '15 '16 '17 '18 '19
Ísland ESB meðaltal
Íslendingar í fremstu
röð við notkun netsins
Árleg könnun Eurostat sýnir þróun netnotkunarinnar
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Rýmingaráætlun fyrir Víðihlíð,
hjúkrunardeild Heilbrigðisstofnun-
ar Suðurnesja (HSS) í Grindavík,
íbúðir aldraðra og skjólstæðinga
heimahjúkrunar hefur verið upp-
færð með tilliti til dagsins í dag.
Ingibjörg Þórðardóttir deildar-
stjóri segir að Víðihlíð sé tvískipt.
Annars vegar rekur HSS þar hjúkr-
unardeild með 20 rúmum fyrir aldr-
aða. Auk þess eru í húsinu 18 sjálfs-
eignaríbúðir eldri borgara þar sem
búa nú 20 manns. Í húsinu er líka
dagdvöl og félagsþjónusta aldraðra í
Grindavík. Þá njóta um 30 skjólstæð-
ingar heimahjúkrunar.
Væntanlega fluttir í Keflavík
„Við áttum rýmingaráætlun sem
búið er að uppfæra núna,“ segir Ingi-
björg. Hún segir vitað hvað þarf af
farartækjum og hvernig bílum til að
flytja íbúana brott, ef til rýmingar
kemur. Áætlunin liggur fyrir hjá
Samhæfingarstöð almannavarna.
Ingibjörg segir að ef komi til rým-
ingar geri áætlunin ráð fyrir því að
skjólstæðingar verði fluttir á HSS í
Reykjanesbæ ef allt verður í lagi þar
t.d. varðandi vatn og hita. Þar er A-
deildin nú lokuð en yrði opnuð til að
taka við skjólstæðingum HSS. Svo
verður athugað með pláss fyrir aðra í
samráði við Landspítalann. Gert er
ráð fyrir því að hluti starfsfólks Víði-
hlíðar muni einnig fylgja með og fara
til starfa á A-deildinni. Væntanlega
þurfa einhverjir skjólstæðingar
heimahjúkrunarinnar aðstoð við að
rýma sín heimili og er gert ráð fyrir
því í áætluninni.
Gert er ráð fyrir því að barnlaust
starfsfólk Víðihlíðar muni aðstoða
ásamt björgunarsveitinni við rým-
inguna. Ingibjörg segir ljóst að sum-
ir þurfi að fara á börum í sjúkrabíl-
um, aðrir með hjólastólabílum en
meirihlutinn geti farið með fólks-
flutningabílum með aðstoð.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Grindavík Margs konar viðbúnaður er vegna landrissins við Þorbjörn.
Rýmingaráætl-
unin uppfærð
Hjúkrunardeild HSS í Grindavík
Engar vísbendingar eru um að
kvika úr iðrum jarðar sé komin ná-
lægt yfirborði jarðar nærri Grinda-
vík. Sérfræðingar Veðurstofu Ís-
lands í samvinnu við fólk frá
HS-Orku gerðu gasmælingar við
fjallið Þorbjörn og var útkoma
þeirra sem að framan greinir. Nið-
urstöður úr mælingum á vatns-
sýnum sem tekin hafa verið falla á
sama veg. Sömuleiðis sýna mæl-
ingar Veðurstofunnar að verulega
hefur hægt á landrisi við Þorbjörn,
sem var 3-4 millimetrar á dag þeg-
ar mest var.
En á sama tíma og landris er í
rénun er jarðskjálftavirkni á
Grindavíkursvæðinu að aukast.
Skjálfti, 3,5 að stærð, varð kl. 04.31
í fyrrinótt 1,9 km norður af Grinda-
vík. Skömmu síðar kom annar
skjálfti upp á 3,2 stig og laust fyrir
kl. 16 í gær kom öflugur skjálfti og
mældist styrkur hans 2,7.
Í öryggisskyni hefur Vegagerðin
eflt þjónustu sína við Grindavík,
þaðan sem Suðurstrandarvegur
liggur til austurs og Nesvegur til
vesturs út undir Reykjanestá og
þaðan norður í Hafnir. Nú verður
vetrarþjónustu á þeim leiðum sinnt
sjö daga vikunnar, rétt eins og á
þeirri meginæð sem tengir saman
Grindavík og Reykjanesbraut.
Engin kvika en aukin skjálftavirkni