Morgunblaðið - 30.01.2020, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JANÚAR 2020
Eltak sérhæfir sig í sölu
og þjónustu á vogum
Bjóðum MESTA úrval
á Íslandi af smáum
og stórum vogum
Við bjóðum uppá glæsilegar borgir allt árið í A-Evrópu.
Tilvalið fyrir hópa, fyrirtæki og einstaklinga. Veldu
tímann og farðu þegar þú vilt 2, 3, 4 daga eða lengur.
Verðlag er hagstætt bæði í mat og drykk. Þá er
hægt að gera góð kaup í hinum ýmsu verslunum og
mörkuðum. Við bjóðum upp á skoðunarferðir fyrir
hópa og fyrirtæki, svo og kvöldverði/veislur í höllum,
köstulum eða húsum frá miðöldum.
www.transatlantic.is Sími 588 8900
GLÆSILEGARMIÐALDA
BORGIR Í A-EVRÓPU
Wrocalaw er ein mesta ferðamannaborg
Póllands. Wroclaw var kosin menningarborg
Evrópu 2016. Wroclaw hefur svo mikið uppá
að bjóða. Borgin er ægifögur menningarborg
með svo margt fyrir ferðamanninn sem gerir
hana svona vinsæla. Gamli bærinn er augna-
yndi með fagrann arkitektur frá fyrri tímum,
mikið er af söfnum og menningarviðburðir í
borginni hafa ætíð verið fjölbreyttir.
Miðaldaborg frá 12. öld. Gamli og nýji
tíminn mætast í borg sem ekki á sinn líka.
Gamli bærinn er frá árinu 1201 og er vernd-
aður af Unesco. Þar ber hæst kastalinn í
Riga, kirkja Sankti Péturs og Dómkirkjan.
Gamli bærinn í Riga er virkilegt augnayndi
hvert sem litið er og setur borgina á stall
með fallegri borgum Evrópu.
RIGA Í LETTLANDI
WROCLAW
TALLINN EISTLANDI
NOKKUR DÆMI UM BORGIR SEM VIÐ BJÓÐUM UPPÁ
Vilnius,
Budapest, Prag
Gdansk, Krakow,
Varsjá, Bratislava
St. Pétursborg,
Vínarborg og
Brugge
Tallinn er ein allra fallegasta borg Evrópu
og er gamli bæjarhlutinn sá hluti borga-
rinnar sem mesta aðdráttaraflið hefur á
ferðamenn. Þar eru götur steini lagðar,
byggingar frá 11. öld sem hefur tekist að
varðveita ótrúlega vel. Þú ferð úr 21. öldinni
beint aftur í miðaldir. Þar sem Tallinn er best
varðveitta miðaldaborg N-Evrópu hefur
henni verið bætt við á heimslista UNESCO.
Á Íslandi er einn fjölmiðill næralveg óháður öllum efnahags-
lögmálum. Aðrir fjölmiðlar þurfa
að bjóða þjónustu sem einhver vill
kaupa, áskriftir eða auglýsingar,
nema hvort tveggja sé, eins og til
dæmis í tilviki Morgunblaðsins.
Ekki kemur á óvart að það erríkið sem rekur þennan fjöl-
miðil sem ekki þarf að taka tillit til
efnahags-
legra þátta
nema að
óverulegu
leyti. Ríkið
skyldar al-
menning
til að
greiða skatt til þessa miðils og í
krafti þeirra tekna fer hann út á
auglýsingamarkaðinn og sópar þar
til sín öllu sem hann nær í og beitir
til þess afar óvönduðum meðulum.
Þessi miðill ríkisins þarf ekki aðgæta aðhalds í rekstri, hann er
áskrifandi að sístækkandi skatt-
stofni og fær viðbætur frá ríkissjóði
eftir þörfum.
Þetta ástand er með ólíkindum.Áhugavert er að á sama tíma
og Ríkisútvarpið, stofnun í þágu
starfsmanna, heldur fullum dampi í
starfsemi sinni tilkynnir BBC um
uppsagnir 450 starfsmanna.
Í Bretlandi er gerð krafa til ríkis-fjölmiðilsins um sparnað upp á
13 milljarða íslenskra króna í stað
þess að æ meiri byrðar séu lagðar á
skattgreiðendur eins og gert hefur
verið hér á landi.
Hvernig stendur á því að stjórn-málamenn láta það líðast að
Ríkisútvarpið eitt standi utan við
hagræðingarkröfur sem aðrir
verða að sæta? Vonandi skýrist það
ekki eingöngu af ótta við fréttastof-
una.
Er það óttinn einn?
STAKSTEINAR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Árleg Bridshátíð hefst í Hörpu í
Reykjavík í dag og mun Lilja Al-
freðsdóttir menntamálaráðherra
setja mótið klukkan 19 í kvöld.
Keppt er bæði í tvímenningi,
sem lýkur annað kvöld, og sveita-
keppni, sem stendur yfir á laugar-
dag og sunnudag en verðlaunaaf-
hending verður þann dag klukkan
17.
Samkvæmt upplýsingum frá
Bridgesambandi Íslands taka um
430 spilarar þátt í mótinu, þar af
um 150 erlendir keppendur, flest-
ir frá Norðurlöndunum og Bret-
landi. Meðal þeirra er Daninn
Dennis Bilde, sem nýlega var val-
inn bridsspilari ársins af stofnun
sem kennd er við Sidney H. Laz-
ard. Foreldrar Dennis, þau
Morten og Dorte, eru einnig með-
al keppenda en þau hafa spilað í
dönskum landsliðum. Þess má
geta að Dennis varð í 3. sæti í tví-
menningskeppni Bridshátíðar í
fyrra.
Í tilkynningu Bridgesambands
Íslands kemur fram að áhorfendur
séu velkomnir á staðinn til að
fylgjast með spilamennskunni.
Einnig verður sýnt beint frá
mótinu á vefnum bridgebase.com
og hægt er að fylgjast með úrslit-
um á vefnum bridge.is.
Bridshátíð hefst í Hörpu í dag
Menntamálaráðherra setur mótið
Um 430 spilarar taka þátt í mótinu
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Við spilaborðið Á fimmta hundrað
spilarar taka þátt í Bridshátíð í ár.
Matarháíðin Food&fun verður hald-
in í 19. sinn á veitingastöðum
Reykjavíkur dagana 4.-8. mars
næstkomandi. Fjöldi erlendra mat-
reiðslumanna mun starfa við hlið ís-
lenskra kollega sinna þessa helgi
auk þess að keppa um titilinn besti
kokkur hátíðarinnar. Í fyrra voru
gestakokkarnir rúmlega 20 talsins.
Á síðasta fundi borgarráðs var
samþykkt samkomulag borgarinnar
við Main Course ehf. þess efnis að
borgin styrki hátíðina um 2,5 millj-
ónir á þessu og næsta ári, eða alls
um fimm milljónir. Þessa peninga á
m.a. að nota til að standa straum af
kostnaði við að kynna hátíðina.
Fulltrúar meirihlutaflokkanna í
borgarráði bókuðu að matarhátíðin
hefði farið fram í Reykjavík um ára-
bil. Gestir á hverju ári væru um
12.000-15.000 af öllu þjóðerni.
„Borgin hefur nær alltaf styrkt há-
tíðina enda er hún ein þeirra hátíða
sem laða að gesti og íbúa inn á veit-
ingastaði borgarinnar. Matarmenn-
ing í Reykjavík hefur tekið stór-
stígum breytingum á undanförnum
árum og hefur þessi meirihluti reynt
að lyfta því sem vel er gert í matar-
menningu og stuðla að því að
Reykjavík geti státað af því að vera
matarborg. Hvort sem það er Mat-
arhátíð alþýðunnar sem fram fer á
Skólavörðustíg, Street Food-götu-
bitahátíðin á Miðbakkanum eða
Food&Fun-hátíðin, þá stuðla þær
allar að bættri matarmenningu í
Reykjavík og gera þannig borgina
að eftirsóttum stað til að búa á og
heimsækja.“
Þeir Sigurður Hall matreiðslu-
meistari og Baldvin Jónsson at-
hafnamaður voru hvatamenn að
stofnun Food&fun-matarhátíð-
arinnar á sínum tíma. sisi@mbl.is
Food&fun-matar-
hátíðin haldin í 19. sinn
Borgin styrkir
hátíðina um fimm
milljónir króna
næstu tvö árin
Morgunblaðið/Golli
Matreiðslumenn Siggi Hall og
Marcus Jernmark í eldhúsinu á Vox.