Morgunblaðið - 30.01.2020, Page 16
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JANÚAR 2020
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Faxaflóahafnir sf. hafa falið verk-
fræðistofunni Verkís að vinna að
talningu fugla í Skarfaskeri á Viðeyj-
arsundi undan Laugarnesi.
Þetta upplýsir Gísli Gíslason
hafnarstjóri í svari við fyrirspurn
Vigdísar Hauksdóttur, borgarfull-
trúa Miðflokksins, sem lögð var fram
í borgarráði. Spurningar Vigdísar
lutu að áhrifum landfyllingar, sem
nú er unnið að á svæðinu.
Gísli segir enn fremur að í þeirri
vinnu verði m.a. litið til vetrartaln-
ingar fuglaáhugamanna auk þess
sem gerð er tillaga um fuglatalningu
frá febrúar til maí/júní á árinu 2020.
Vetrartalningar fuglaáhugamanna
ná aftur til ársins 1952. Þá er einnig
til talning fugla í Viðey frá árunum
2002-2007. Milli Skarfaskers og fyll-
ingarinnar eru tugir metra.
Gísli segir enn fremur í svarinu
að engin vinna hafi verið sett af stað
varðandi hugsanleg mannvirki á
landfyllingunni. Nokkrar hugmyndir
hafi verið reifaðar varðandi mögu-
lega notkun landsins, meðal annars
eigin aðstaða Faxaflóahafna, þ.m.t.
aðstaða lóðs- og dráttarbáta.
Engin ákvörðun um nýtingu
Einnig aðstaða vegna stækk-
unar Veitna á skólphreinsistöð, yl-
strönd ef staðurinn telst heppilegur
og ef yfirfall hitaveitu verður leitt
þar í sjó fram samkvæmt hugmynd-
um í skýrslu starfshóps Reykja-
víkurborgar og Veitna frá 16. mars
2018. Ákvörðun um nýtingu
fyllingarinnar bíði því síðari tíma.
Engin áætlun er um að hafnar-
bakki verði við Klettagarða utan
Skarfagarðs, segir Gísli. Lóðs- og
dráttarbátar myndu nota flot-
bryggju til viðlegu ef af verður.
Áform í þeim efnum og útfærsla
liggja ekki fyrir.
Framkvæmdir Faxaflóahafna
sf. við landgerð austan Laugarness
hafa gengið það vel að útlit er fyrir
að þeim ljúki talsvert á undan áætl-
un, þ.e. í sumar í stað ársins 2021.
Landfyllingin verður rúmir
tveir hektarar að sjóvarnargörðum
meðtöldum. Reiknað er með því að í
hana þurfi alls 380 þúsund rúmmetra
af fyllingarefni. Uppistaðan í land-
gerðinni er efni sem sprengt hefur
verið úr grunni nýja Landspítalans
við Hringbraut.
Fuglar verða taldir
í Skarfaskeri í vor
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Framkvæmdir Gerð landfyllingarinnar er á undan áætlun. Fjær má sjá Skarfasker en tugir metra eru þarna á milli.
Framkvæmdir við nýja landfyllingu eru á undan áætlun
„Hugmyndir umhverfisráðherra um
miðhálendisþjóðgarð eins og þær
birtast í samráðsgátt ríkisstjórnar-
innar eru ekki nægilega vel ígrund-
aðar, unnar í of miklum flýti og án
eðlilegs samráðs við íbúa og nær-
samfélög umrædds svæðis,“ segir
meðal annars í ályktun stjórnar
kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins
í Suðurkjördæmi. Þar er núverandi
hugmyndum umhverfisráðherra í
raun hafnað.
Í ályktuninni segir að rök skorti
fyrir nauðsyn þess að taka um 40%
landsins undan skipulagsyfirráðum
sveitarfélaga og setja undir mið-
stýrða ríkisstofnun. „Hugmyndirnar
eru aðför að lýðræði og frelsi í land-
inu. Þær eru aðför að sveitarfélögum
á Íslandi og draga úr einstaklings-
framtaki við náttúruvernd. Nái til-
lögurnar fram að ganga verður
frumkvæði landeigenda og ábúenda
við uppgræðslu á afréttum sem þeir
nýta kæft um leið og stjórnsýslu-
stofnun þjóðgarðsins tæki þau verk-
efni yfir. Það bitnar á endanum á
náttúrunni og skattgreiðendum.“
Talið er nauðsynlegt að mögu-
leikar til orkuvinnslu verði ekki
skertir og minnt á að íslensk raforka
sé ein sú hreinasta í heimi. Margir af
hagkvæmustu virkjanakostum
landsins séu á því svæði sem þjóð-
garðinum er ætlað að ná til.
„Ráðherra málaflokksins hefur
haldið því fram á opnum fundum að
náðst hafi rík þverpólitísk sátt í
nefnd ráðherrans um málið. Ráð-
herrann getur þess þó ekki að hann
valdi sjálfur til hvaða skilyrða ein-
stakra nefndarmanna hann tók tillit
og eins hvaða tillögum hann fór eftir.
Sú staðreynd brýtur því að nokkru í
bága við orð ráðherrans um víðtækt
samráð. Samtal er eitt og það er haf-
ið – en samráð er annað og það er
eftir,“ segir í ályktun sjálfstæðis-
manna.
Aðför að lýðræði
og frelsi
Sjálfstæðismenn álykta gegn þjóðgarði
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Fjallabak Foss í Sigöldugljúfri sem
er gamall farvegur Tungnaár.
Stjórn útivistarfyrirtækisins Cin-
tamani hefur gefið félagið upp til
gjaldþrotaskipta. Tilkynnt var um
þetta í gær en rekstur félagsins hef-
ur verið þungur síðustu ár.
Í tilkynningu frá stjórn Cintam-
ani segir að eigendur hafi um nokk-
urn tíma leitast við að endurskipu-
leggja fjárhag félagsins, en því
miður hafi þær tilraunir ekki skilað
tilskildum árangri og áframhald-
andi rekstrarhæfi félagsins hafi
verið háð frekari fjármögnun sem
ekki hafi náðst.
Í tilkynningu á vef Íslandsbanka
má sjá að Cintamani er komið í sölu-
ferli. Til sölu er allur vörulager Cin-
tamani, skráð vörunúmer félagsins
og lénið cintamani.is. Tekið verður
við tilboðum til og með 3. febrúar.
Mbl.is greindi frá því í gær að mikill
áhugi væri á kaupum á vörumerki
Cintamani og líklegt væri að versl-
anirnar yrðu opnaðar aftur.
Cintamani hefur ekki skilað árs-
reikningi fyrir árið 2018, en tap af
rekstri félagsins árið 2017 var 126
milljónir. Árið 2016 var hins vegar
hagnaður upp á 12,8 milljónir. Eigið
fé fyrirtækisins samkvæmt árs-
reikningi í árslok 2017 var 223 millj-
ónir og störfuðu það ár að meðaltali
37 starfsmenn hjá fyrirtækinu mið-
að við heilsársstörf.
Útivistarfyrirtækið Cintamani gjaldþrota
13 vítamín og 16 steinefni · 18 aminósýrur · Blaðgræna · Omega GLA fitusýrur
SOD eitt öflugasta andoxunarensím líkamans
Hrein orka, eflir einbeitingu, eykur
súrefnismettun, gefur heilbrigða
næringaríka orku sem virkar
allan daginn.
Eflir mótstöðu og er góð vörn gegn
flensum. Frábært gegn þreytu, sleni
og pirringi, auðugt af járni.
Inntaka: Allur aldur.
Nánari upplýsingar
á www.celsus.is
Fæst í apótekum, Hagkaup, Heilsuhúsinu og víðar | netsala á celsus.is
Fjölvítamín náttúrunnar,
hreint og ómengað
Engin tilbúin næringaefni
22 ára
VELGENGNI
Á ÍSLANDI
Café
AUSTURSTRÆTI • SKÓLAVÖRÐUSTÍG • LAUGAVEGI
AKUREYRI • VESTMANNAEYJUM
Komdu í kaffi