Morgunblaðið - 30.01.2020, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 30.01.2020, Qupperneq 22
22 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JANÚAR 2020 TAUBLEIUBÚÐIN ÞÍN Kíktu á netverslun okkar bambus.is Nýbýlavegi 8 – Portið, sími 847 1660, www.bambus.is, bambus@bambus.is bambus.is bambus.is • Opið mánudaga og fimmtudaga frá kl. 10-14 VERÐ FRÁ 159.900 KR. ÁMANNM.V. TVO FULLORÐNA KANARÍ 7. - 14. FEBRÚAR NÁNAR Í SÍMA 585 4000 EÐA Á UU.IS ABORA BUENAVENTURA 4* KANARÍ Atvinna Allt um sjávarútveg Íslandi og íslenskir ríkisborgarar búsettir í Bretlandi, fyrir janúar 2021, munu halda óbreyttum rétt- indum til að búa í löndunum. Þá hvort sem þeir vilja búa, starfa eða fara á eftirlaun á Íslandi eða í Bret- landi,“ segir Nevin um gagnkvæm réttindi þegna ríkjanna. Þetta sé samkvæmt samningi sem var undir- ritaður 28. janúar í London af Steve Barclay, ráðherra Brexitmála, og fulltrúum EES/EFTA-ríkjanna, þar á meðal Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra. Síðan muni þau réttindi taka mið af framtíðar- samningum sem munu gilda fyrir Ísland og Bretland. Þurfa að sækja um undanþágu Spurður um áhrifin af Brexit á réttindi Íslendinga til fasteigna- viðskipta eða fjármagnshreyfinga í Bretlandi bendir Nevin á íslenskar reglur um að kaupandi fasteignar á Íslandi þurfi að vera ríkisborgari á EES-svæðinu. Með því að Bretland gangi úr ESB muni Bretar, sem ekki voru búsettir á Íslandi fyrir janúar 2021, þurfa að sækja um undanþágu frá lögunum, líkt og til dæmis Bandaríkjamenn þurfi nú að gera. Hins vegar muni útganga Breta úr ESB ekki hafa áhrif á réttindi er- lendra ríkisborgara til að kaupa fasteignir í Bretlandi. Breski mark- aðurinn sé opinn fólki af öllum þjóð- ernum hvað þetta varðar. Viðskiptasamningur í bígerð Spurður um viðræður um mögu- legan viðskiptasamning við Ísland segir Nevin að bresk stjórnvöld eigi í viðræðum við Ísland og hin EFTA- ríkin (Noreg, Liechtenstein og Sviss) um fríverslunarsamning. Ísland eigi sem EES-ríki aðild að innri markaðnum. Bresk stjórnvöld stefna á að semja við ESB um gagn- kvæman aðgang að mörkuðum og hafa Íslendingar og Bretar svigrúm til að semja utan þeirra sviða sem falla undir EES-samninginn. Það sé enn til umræðu hvort Ís- land geri tvíhliða viðskiptasamning við Bretland eða verði hluti af slík- um samningi EFTA-ríkjanna við Bretland. Bresk stjórnvöld séu opin fyrir báðum þessum kostum. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, og Donald Trump Bandaríkjaforseti hafa lýst yfir vilja til að undirrita viðskiptasamning milli Bretlands og Bandaríkjanna. Munu geta mótað eigin stefnu Fjallað hefur verið um að slíkur samningur sé í bígerð. „Vegna þess að við erum að ganga úr Evrópusambandinu munum við geta markað okkar eigin stefnu í frí- verslun og viðskiptum. ESB var áð- ur ábyrgt fyrir þessari stefnumótun fyrir aðildarríkin 28 en nú munu Bretar ákveða stefnuna sjálfir – hvaða tolla og kvóta þeir setja og hvaða samninga þeir undirrita. Það verður gert með grundvallarundir- stöður fríverslunar í huga. Bresk stjórnvöld munu leita tækifæra til að gera eigin samninga víðs vegar um heim, augljóslega með stóru hagkerfin í huga. Johnson forsætis- ráðherra og Trump forseti hafa gef- ið til kynna að þeir hafa mikinn metnað fyrir slíku samkomulagi og að þeir vilji ljúka því sem fyrst,“ segir hann. Horft til vaxandi hagkerfa Það sé gagnkvæmur hagur Bret- lands og ESB að ljúka samningum en jafnframt horfi Bretar til nýrra og ört vaxandi hagkerfa utan ESB á borð við Bandaríkin og Japan. Spurður hvaða áhrif útganga Breta úr ESB kunni að hafa á fólks- flutninga milli Íslands og Bretlands segir Nevin að samband ríkjanna hafi styrkst eftir að útgangan úr ESB var samþykkt í þjóðar- atkvæðagreiðslu 2016. Máli sínu til stuðnings bendir hann á skýrslu Guðlaugs Þórs, sem lögð var fyrir Alþingi í fyrra, en þar komi fram að fulltrúar breskra og íslenskra stjórnvalda hafi átt 300 fundi frá ársbyrjun 2017 og fram í apríl 2019. Þá hafi ráðherrar ríkjanna setið 18 fundi um leiðir til að efla samskiptin. Þeim fundum hafi síðan fjölgað. Sjá vaxandi áhuga á Íslandi Það sé vilji breskra stjórnvalda að styrkja tengslin á komandi árum. „Ég tel að við munum sjá vaxandi áhuga á Íslandi [í Bretlandi] og von- andi líka meiri áhuga Íslandsmegin á Bretlandi. Við munum jafnframt sjá aukinn áhuga Breta á nágrönn- um sínum í norðrinu. Ríkin sem eru utan ESB munu hafa svigrúm til að móta samskiptin,“ segir Nevin. Ásamt Bretlandi frá og með morgundeginum eru Noregur og Ís- land utan ESB. Svíar, Danir og Finnar eru í ESB en Finnland er eina norræna landið sem hefur evru. Loks segir Nevin aðspurður að Boris Johnson forsætisráðherra hafi fengið samþykkta beiðni um fjár- veitingu til að ráða þúsund nýja starfsmenn í utanríkisþjónustuna. Með því muni Bretar hafa stærsta net utanríkisþjónustu í Evrópu og það þriðja stærsta á eftir Kína og Bandaríkjunum. Bresk stjórnvöld muni opna starfsstöðvar og sendiráð á nýjum svæðum, til dæmis í Kyrra- hafi, Afríku, Indlandi og Kína. Réttindi Íslendinga óbreytt  Michael Nevin, sendiherra Bretlands á Íslandi, segir útgönguna úr ESB ekki skerða réttindi í ár  Bretar ganga úr ESB klukkan 23 á morgun að íslenskum tíma, 47 árum eftir inngöngu í ESB Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Í þjónustu hennar hátignar Michael Nevin, sendiherra Bretlands á Íslandi, segir áhuga á að efla tengsl ríkjanna. Efnt var til þjóðaratkvæða- greiðslu í Bretlandi 23. júní 2016 um hvort landið ætti að vera áfram ESB-ríki. Um 48,1% kjósenda vildi vera áfram í sambandinu en 51,9% ganga úr því. Þáverandi ríkisstjórn hét að virða niður- stöðuna, sem var afdrifarík. David Cameron sagði af sér sem forsætisráðherra en hann studdi ESB-aðild. Við embætt- inu tók Theresa May. Hún leit- aðist við að styrkja stöðu sína með þingkosningum sumarið 2017 en svo fór að hún hrökk- laðist úr embætti í fyrrasumar. Við af henni tók Boris John- son sem vann stórsigur í þing- kosningum í desember en hann hét því að raungera Brexit. Afdrifarík atburðarás KOSIÐ UM BREXITBAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Klukkan 23 annað kvöld að íslensk- um og breskum tíma, föstudaginn 31. janúar, ganga Bretar úr Evrópu- sambandinu. Mun klukkan þá slá miðnætti í höfuðstöðvum ESB í Brussel, rúmum 47 árum eftir inn- göngu Breta í ESB 1. janúar 1973. Af þessu tilefni settist Morgun- blaðið niður með Michael Nevin, sendiherra Breta á Íslandi, og að- stoðarmönnum hans í breska sendi- ráðinu við Laufsásveg í Reykjavík. Nevin byrjar á að útskýra að þótt Bretland sé að ganga úr samband- inu um mánaðamótin muni landið halda sömu stöðu og ESB-ríki til áramóta. Fjórfrelsið verði enn í gildi – frelsi til flutninga á þjónustu, fólki, fjármagni og varningi – og Íslend- ingar ekki finna neinn mun. Á þessu aðlögunartímabili muni Bretar hafa tíma til að ganga frá framtíðarsamningi við ESB, með áherslu á viðskipti, sem stefnt sé á að taki gildi um næstu áramót. Þurfa ekki vegabréfsáritun Nevin segir aðspurður að þegar aðlögunartímabilinu lýkur um næstu áramót muni Íslendingar eft- ir sem áður ekki þurfa vegabréfs- áritun til að ferðast til Bretlands sé dvalið skemur en þrjá mánuði. Út- gangan úr ESB muni því ekki hafa nein áhrif á t.d. helgarferðir, versl- unarferðir, fótboltaferðir og við- skiptaferðir Íslendinga til bresku borganna. Þá verði rafrænt vegabréfaeftirlit áfram opið íslenskum ríkisborg- urum. Bretland verði einnig áfram opið íslenskum námsmönnum. Á að- lögunartímabilinu verða engar breytingar fyrir Íslendinga sem vilja vinna í Bretlandi, en frjáls för til að vinna og búa í Bretlandi verð- ur ekki lengur í gildi frá janúar 2021. Þá mun nýtt kerfi taka við sem gildir einnig fyrir Íslendinga. Nevin bendir á að Íslendingar séu meðal þeirra 15 þjóða sem verja mestu fé á ferðalögum í Bretlandi miðað við höfðatölu, og séu því aufúsugestir hjá breskum verslunarmönnum. Þá ferðist Ís- lendingar gjarnan oftar en einu sinni til Bretlands á lífsleiðinni, sem sé vitni um náin samskipti ríkjanna. Það sé ríkur vilji hjá breskum stjórnvöldum að efla og dýpka verslunarsamband ríkjanna. „Breskir ríkisborgarar búsettir á
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.